Fréttablaðið - 21.03.2003, Síða 12
JAFNRÉTTISMÁL Jafnréttisstofa á nú í
viðræðum við forsvarsmenn Flug-
leiða um að félagið hætti að aug-
lýsa með tvíræðum hætti erlendis.
Valgerður Bjarnadóttir, forstöðu-
maður Jafnréttisstofu, staðfesti
við Fréttablaðið að kvörtunum
hefði rignt inn til Jafnréttisstofu
frá konum sem eru reiðar vegna
auglýsingastefnu Icelandair í út-
löndum. „Dirty Weekend“, „One
Night Stand“ og fleiri auglýsingar
hafa vakið reiði íslenskra kvenna
heima og í út-
löndum.
Upphaf þeirr-
ar vakningar
sem orðið hefur
má rekja til þess
að í sjónvarps-
þáttunum um
S o p r a n o - f j ö l -
skylduna komu
fyrir íslenskar flugfreyjur sem
voru til þess ætlaðar að létta
mafíósunum líf og lund með hold-
legu samræði. Flugleiðamenn hafa
brugðist illa við þessu þótt flug-
freyjurnar hafi reyndar verið
kenndar við ímyndað flugfélag. Í
kjölfarið á Sopranos-þættinum
gaus upp mikil umræða á vefslóð-
inni feministinn.is þar sem hund-
ruð kvenna hafa tjáð sig um aug-
lýsingastefnu Flugleiða. Margar
kvennanna eru á þeirri skoðun að
auglýsingastefna Flugleiða sé
ástæðan fyrir því að íslenskar kon-
ur hafa fengið þá ímynd sem fram
kom í Sopranos.
í kjölfar þeirrar umræðu hefur
kvörtunum vegna Flugleiða rignt
yfir Jafnréttisstofu. Sumar þeirra
kvenna sem höfðu samband vilja
kæra Flugleiðir fyrir brot á jafn-
réttislögum en Valgerður segir
best að leysa þetta mál í góðu í stað
þess að það fari á kærustig. Í því
skyni hefur verið fundað með Guð-
jóni Arngrímssyni, upplýsingafull-
trúa Flugleiða, og fleirum.
„Ég hef átt fundi með forsvars-
mönnum Flugleiða vegna auglýs-
ingastefnu þeirra. Mestu máli
skiptir að fá þá til að breyta hegð-
un sinni,“ segir Valgerður, sem tel-
ur að auglýsingastefna þar sem
gert er út á íslenskar konur með
tvíræðum hætti skaði fyrirtækið
fremur en að auka viðskiptin.
„Þetta er að vísu aðeins lítill
hluti af auglýsingum þeirra en ég
verð þess vör að þetta skapar
mikla óvild í garð félagsins. Slíkt
er reyndar erfitt að mæla en ég
heyri á mörgum að þeir vilja beina
viðskiptum sínum annað en til
Flugleiða,“ segir Valgerður.
rt@frettabladid.is
12 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
„Mestu
máli skiptir
að fá þá til
að breyta
hegðun sinni.
HAIDER OG HARÐSTJÓRINN
Jörg Haider, einn helsti leiðtogi Frelsis-
flokksins austurríska, sést hér lesa upp úr
bók sinni um samskipti sín við Saddam
Hussein. Bókin heitir Gestur Saddams:
Í hinu „illa keisaraveldi“.
SKIPULAG Hætt er við að reisa opið
bílgeymsluhús fyrir 49 bíla við
vesturenda Hótel Esju. Bílahúsið
átti að vera hluti stækkunar hót-
elsins.
Byggingarfulltrúinn í Reykja-
vík frestaði á síðasta fundi sínum
afgreiðslu umsóknar Þyrpingar
hf. um að fá að breyta hótelbygg-
ingunni og lóðinni vegna þessa.
Nágrannar Hótels Esju í Lág-
múla 5 segja ráðgerða fyrirkomu-
lagið, með einstefnuakstri frá hót-
elinu að Lágmúla 5, hindra eðli-
legt flæði milli bílastæðanna við
húsin. Hefð um samnýtingu stæð-
anna sem skapast hafi á 40 árum
væri þar með rofin.
„Tvístefna mun auka samnýt-
ingu báðum til góða, sem æskilegt
væri að tryggja þar til borgaryfir-
völd leysa til lengra tíma núver-
andi ófremdarástand í bílastæða-
málum,“ segir húsfélagið í bréfi
til byggingarfulltrúans í Reykja-
vík.
Einn eigandi Lágmúla 5, Jó-
hann H. Níelsson, varar við öng-
þveiti og hættuástandi sem skap-
ast muni verði breytingin við Hót-
el Esju að veruleika: „Að mínu
áliti þarf verðlaunahafa í öku-
leikni til þess að nýta þau bíla-
stæði sem lagt er til að komið
verði fyrir.“ ■
Norsk dvalarheimili:
Bjór í boði
löggunnar
NOREGUR, AP Vistmenn á fimm dval-
arheimilum aldraðra í Noregi höfðu
ástæðu til að fagna þegar lögreglan
í Vaagsøy gerði 2.000 dósir af þýsk-
um bjór upptækar.
Lögreglumenn voru ekki örugg-
ir um hvað þeir ættu að gera við
bjórinn. Þeir vildu ekki hella hon-
um niður en gátu heldur ekki
drukkið hann sjálfir. Þeir ákváðu
þess vegna að gefa bjórinn til dval-
arheimila. Þar var bjórnum vel tek-
ið og hann veittur með mat. Þó var
misjafnt hversu mikill áhuginn var.
Á einu heimilinu höfðu aðeins þrjár
dósir verið tæmdar nokkrum
dögum síðar. ■
JAFNRÉTTISMÁL Hundruð kvenna
hafa tekið þátt í umræðum á fem-
inistinn.is í kjölfar þess að ís-
lenskar flugfreyjur komu við
sögu í sjónvarpsþáttaröðinni um
mafíósann Tony Soprano. Reiði
kvennanna beinist að forráða-
mönnum Icelandair, sem sagðir
eru eiga sök á því orðspori sem nú
fer af íslenskum konum um
heimsbyggðina. Hér má finna
nokkur sýnishorn:
„...þá vil ég benda á að ennþá
hanga uppi auglýsingar í neðan-
jarðarlestastöðvum hér í Bret-
landi með fyrirsögninni „Dirty
weekend in Iceland“. Auglýsingin
er myndskreytt með ungum stúlk-
um og einum ungum manni með
leðju framan í sér í Bláa lóninu.
Dirty weekend, eins og flestir
sjálfsagt vita, hefur tvíræða
merkingu í enskri tungu og vísar
til helgar þegar notið er mikils
kynlífs. Önnur auglýsing sem var
hluti af þessari herferð og ég hef
ekki séð eftir áramót lék sér
einnig með álíka tvíræðni (man
ekki nákvæmlega hvernig hún
var, nema hvað fókusinn var á
ljóshærða stúlku með húfu sem á
stóð „love me“ - eða eitthvað í
þeim dúr). Ég bar það undir
nokkra Breta hvernig bæri að
túlka þessar auglýsingar og einn
svaraði umhugsunarlaust fyrir
allan hópinn: „Cheap tarts in
Iceland“. Hverjir borga fyrir
þessi ósmekklegheit?...“
Og hér er kafli úr öðru bréfi:
„Eða þessi gegndarlausa
markaðssetning á Íslandi sem
kvennabúri norðursins. Skælbros-
andi kvenkyns ljóskur með rjúk-
andi hveri í baksýn. Á dögunum
birtist grein í Berlingske Tidende
um Reykjavík sem heitan pott
næturlífsins. Þar er haft eftir bar-
þjóni: „Ef maður sefur hjá stelpu
getur maður verið viss um að vin-
ur manns hefur sofið hjá henni
líka.“
Það þarf tvo til að dansa tangó
og því má ætla að farandbikarar
ástarlífsins séu af báðum kynjum.
Ef hugmyndasmiðum ferða-
mennskunnar dettur ekkert betra
í hug en kynlíf mætti benda þeim
á alla þá óbeisluðu orku sem leyn-
ist í íslenskum körlum. Erlendar
konur eru gefnar fyrir ferðalög.
Íslenskir rútubílstjórar og leið-
sögumenn gætu verið fyrirtaks
efniviður í dagdrauma þeirra.
Og þriðja bréfið er frá ís-
lenskri konu í Bretlandi.
„Ég er búsett hér í London og
hef fylgst vel með þessum „Dirty
Weekend“ auglýsingum sem Flug-
leiðir hefur birt víða í lestastöðum
og annarsstaðar í borginni yfir
nokkra ára skeið. Botninum var
náð, fannst bæði mér og mínum
enska maka, þegar ferðamönnum
var, í einni auglýsingu, boðið upp
á þá skemmtun að beita íslenskum
konum kynferðislega áreitni, þ.e.
„Pester a Beauty Queen.“
Svo mörg eru þau orð. ■
Eigendur Lágmúla 5 ósáttir við að hætt sé bílageymslu:
Vilja ekki einstefnu
bíla frá Hótel Esju
HÓTEL ESJA
Þyrping hf. hefur stækkað Hótel Esju um
helming. Félagið hugðist reisa bílageymslu
við vesturenda hótelbyggingarinnar en hef-
ur hætt við það.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Jafnréttisstofa ræðir
tvíræðar auglýsingar
Auglýsingar Icelandair í útlöndum vekja reiði hundraða kvenna í kjöl-
far Sopranos-þáttar. Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaður Jafnréttis-
stofu, á í viðræðum við Flugleiðamenn um breytta stefnu.
ICELANDAIR
Forráðamenn félagsins eru í kröppum dansi vegna tvíræðra auglýsinga.
GUÐJÓN ARNGRÍMSSON
Forstöðumaður Jafnréttisstofu reynir að fá
Flugleiðamenn til að breyta auglýsinga-
stefnu.
TONY SOPRANO
Þátturinn um lauslátu íslensku flugfreyj-
urnar vakti upp reiði hjá hundruðum
kvenna sem kenna Flugleiðum um hvernig
ímynd íslenskra kvenna er.
Konur fara hamförum á feministinn.is:
„Ódýrar gálur fást á Íslandi“
BLÁA LÓNIÐ
Er notað í auglýsingar sem þykja vera
tvíræðar og hafa valdið ólgu.