Fréttablaðið - 21.03.2003, Side 15

Fréttablaðið - 21.03.2003, Side 15
FÖSTUDAGUR 21. mars 2003 Í LESTINNI Hjartastuðtækjunum í neðanjarðarlestum Kaupmannahafnar er ætlað er auka öryggi farþeganna sem og annarra borgarbúa. Hjartastuðtæki á lestar- stöðvum: Hátækni í skyndihjálp DANMÖRK Ákveðið hefur verið að setja upp hjartastuðtæki á öllum neðanjarðarlestarstöðvum í Kaupmannahöfn í byrjun næsta árs, að því er fram kemur í frétta- blaðinu Urban. Stuðtækin sem sett verða upp eru afar einföld og eiga allir sem lært hafa skyndi- hjálp að geta notað þau. Í þeim er meðal annars búnaður sem getur greint hvort sjúklingurinn þarf á rafstuði að halda og er þannig komið í veg fyrir að hægt verði að misnota tækin. ■ SEOUL, AP Viðbragðsstaða Suður- kóreska hersins hefur verið auk- in. Stjórnvöld í Seoul óttast að norður-kóresk stjórnvöld reyni að magna spennuna á Kóreu- skaga í kjölfar innrásar Banda- ríkjanna í Írak. Norður-kóresk stjórnvöld juku einnig við- bragðsstöðu hers síns og sögðu það gert vegna hættu á að Bandaríkin gerðu árás. Um 4.000 manns komu saman við sendiráð Bandaríkjanna í Seoul til að mótmæla árásum á Írak. Fólkið krafðist þess að stjórnvöld drægju stuðning sinn við hernaðaraðgerðirnar til baka. ■ VÖRÐUR STAÐINN Þessi suður-kóreski landgönguliði stóð vörð við herstöð sína á Pohang-strönd, suðaustur af Seoul. Spenna á Kóreuskaga: Hækka varnarstig Olíuleit hafnað: Ekki borað í Alaska WASHINGTON, AP Öldungadeild bandaríska þingsins felldi með naumindum tillögu sem miðaði að því að leyfa olíuborun á friðuðum svæðum í Alaska. Í forsetakosn- ingunum árið 2000 tókust George W. Bush og Al Gore á um hvort heimila ætti olíuleit á svæðinu. Bush studdi olíuleit. Báðir öldungadeildarþingmenn Alaska sögðust myndu berjast áfram fyrir því að heimilað yrði að bora eftir olíu á náttúruvernd- arsvæðunum. ■ Rafiðnaðarsambandið: Hvetur til leiðréttingar SKATTAMÁL Miðstjórn Rafiðnaðar- sambandsins segir það óhrekjan- lega staðreynd að skattbyrði þeirra sem minna mega sín hafi hækkaðu um allt að fimm prósent. Í ályktun sambandsins segir að í þessum hópi séu oft eldra fólk eða einstaklingar sem af einhverjum ástæðum geti ekki tekið fullan þátt í kapphlaupi um betur launuð störf. Miðstjórnin hvetur til þess að þessi mál verði leiðrétt. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.