Fréttablaðið - 21.03.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 21.03.2003, Síða 23
23FÖSTUDAGUR 21. mars 2003 Íslandsvinurinn og gereyðingar-sinninn Grant Morrison heldur áfram að byggja ofan á þær rústir sem hann skapaði í upphafssögu New X Men-seríunnar í nýút- kominni þriðju bók, „New Worlds“. Með því að gefa manni eins og Morrison lausan tauminn sýndi Marvel-útgáfan mikla dirfsku. Hann nýtti sér tækifærið og kálaði um 2 milljónum „X-manna“ í fyrsta blaðinu. Hann bjó einnig til nýjar grunnaðstæður. Nú er mannkynið í útrýmingarhættu og Prófessor Xa- vier stiginn upp úr hjólastól sínum. Svo er að myndast skemmtilegur ástarþríhyrningur á milli hinnar lostufullu Emmu Frost, Scott Summers og Jean Grey. Í þriðju bókinni kynnir Morri- son nýjar persónur til leiks, þar á meðal franska ofurbófann Fantomex sem gerir ekkert án þess að fá vel borgað fyrir það. Við lest- urinn fær maður það á tilfinning- una að flestum römmum sögunnar sé eytt í uppbyggingu stærri og viðameiri sögu sem er handan við hornið. Þó hasarinn sé mikill grun- ar mig að það sem koma skal verði öllu stórfenglegra. Morrison er án efa að fram- kvæma athyglisverðustu rannsókn- ir sem gerðar hafa verið á X-mönn- unum í langan tíma. Frumleikinn kemst þó hvergi nærri hans eigin seríu, „The Filth“ og „Invisibles“, enda væri það líklegast ófram- kvæmanlegt. Birgir Örn Steinarsson Umfjöllunmyndasögur Lognið á undan storminum? NEW X-MEN: New Worlds Höfundur: Grant Morrison SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 b.i. 16 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 ABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8 og 10.30 BLUE CRASH kl. 7 THUNDERPANTS kl. 4 og 5 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 4 Sýnd kl. 5.50, 8, 9, 10.10 og 11.15 b.i.16 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 b.i. 12 ára FRIDA b.i. 12 kl. 5.30 CHICAGO b.i. 12 kl. 5.30, 8 og 10.20 PUNCH DRUNK b.i. 12 kl. 8 og 10.10Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 12 ára ■ FÓLK Sigurlíkur Birgittu Haukdal íEurovisionkeppninni í Lettlandi þann 24. maí minnkuðu snarlega í gær þegar Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að senda lesbíudúettinn Tatu fyrir hönd þjóðarinnar. Stúlkurnar Julia Volkova og Lena Katina eru þekktar fyrir afar djarfa sviðsframkomu. Það má því búast við einum blautum lesbíu- kossi á sviðinu, í það minnsta. Þær koma einnig sjaldnast fram á öðru en undirfötunum. Stúlkurnar eru 17 ára. Þær segjast vonast til að ganga fram af dómurum og að þær sigri vegna símakosninga. Lag þeirra heitir „Ne ver, ne bojsia“ sem þýð- ir víst „Engin trú, engin skoðun“. „Það á enginn að hræðast okkur, en við eigum eftir að sigra í Eurovision,“ sagði Julia í viðtali við breska blaðið The Sun. „Við vildum gera þetta af því að við erum rússneskar í húð og hár,“ bætti Lena við. „Við ætlum að rústa öllu sem hefur farið fram á sviði Eurovision áður með kynþokka- fullu atriði okkar.“ Nú þarf kjóll Birgittu svo sann- arlega að vera fleginn. ■ Eurovision 2003: Rússar senda TaTu TATU Lesbíudúettinn TaTu keppir fyrir hönd Rússa í Eurovision. Stúlkurnar eru afar borubrattar og segjast ætla að vinna keppnina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.