Fréttablaðið - 26.03.2003, Side 8
8 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR
WASHINGTON, AP Fyrstu daga
árásanna á Írak notuðu Banda-
ríkjamenn nær eingöngu fjar-
stýrðar sprengjur og flugskeyti í
baráttunni gegn Íraksstjórn, sagði
Richard B. Myers, hershöfðingi og
yfirmaður bandaríska herráðsins.
Samkvæmt uppgefnum tölum
hafa um fjórar af hverjum fimm
sprengjum og flugskeytum verið
fjarstýrðar með leysigeislum,
radar, gervihnöttum og myndavél-
um. Þetta er mikil breyting frá
Persaflóastríðinu 1991 þegar að-
eins tíunda hver sprengja var
fjarstýrð. Talið er að Bandaríkja-
her hafi ráðið yfir allt að 10.000
fjarstýrðum sprengjum áður en
árásin hófst. Búið er að skjóta
rúmlega 2.000 flugskeytum og
sprengjum á Írak fyrstu daga inn-
rásarinnar. ■
VOPNABÚNAÐUR Tæknin er ekki
óbrigðul. Þetta hafa nokkrir
breskir og bandarískir hermenn,
auk fjölda sýrlenskra og íraskra
borgara, orðið áþreifanlega varir
við frá því innrásin í Írak hófst.
Mikið hefur verið látið með
hversu nákvæmar sprengjurnar
eru sem varpað er á Írak. Það hef-
ur þó ekki komið í veg fyrir að
sumar þeirra hafi fallið á önnur
lönd. Aðrar hafa lent á íbúasvæði
borga og minnst tveimur flug-
skeytum hefur verið skotið á
bandarískar og breskar herþotur.
Samkvæmt tölum frá banda-
rísku herstjórninni hefur meira
en 2.000 fjarstýrðum sprengjum,
svokölluðum klókum sprengjum,
verið varpað á Írak frá því stríðið
hófst. Stýribúnaður á hverja
þeirra um sig kostar hálfa aðra
milljón króna og þykir ódýr í sam-
anburði við Tomahawk-flugskeyt-
in, sem kosta andvirði 47 milljóna
króna hvert. Samkvæmt kenning-
unni á að vera hægt að miða bæði
sprengjunum og flugskeytunum á
skotmörk með fárra metra
skekkjumörkum.
Þetta hefur þó ekki alltaf dugað
til þess að sprengjurnar og flug-
skeytin fari rétta leið. Á mánudag
létust fimm Sýrlendingar í norð-
anverðu Írak þegar bandarískt
flugskeyti hæfði rútuna sem átti
að flytja þá heim. Íranar höfðu
skömmu áður kvartað undan því
að bandarískt flugskeyti hefði
sprungið í Íran og sært tvo heima-
menn. Það er þó ekki eina landið
nærri Írak þar sem flugskeyti hef-
ur lent. Tvö Tomahawk-flugskeyti
lentu í Tyrklandi um síðustu helgi
án þess að springa. Svipað gerðist
í árásunum á Serbíu þegar flug-
skeyti sprakk í Sofiu, höfuðborg
Búlgaríu.
Patriot-flugskeytin urðu fræg í
Flóastríðinu 1991 þrátt fyrir að
notagildi þeirra væri minna en af
var látið. Þau hafa reynst flug-
mönnum í breska og bandaríska
flughernum skæðar. Í gær þurfti
bandarískur orrustuflugmaður að
hafa sig allan við til að forðast
Patriot-flugskeyti sem var skotið
að honum. Fyrir nokkrum dögum
var bresk herþota skotin niður af
slíku skeyti.
Yfirmenn bandaríska hersins
segja að þrátt fyrir þessi atvik
hafi það sýnt sig að klóku sprengj-
urnar séu að virka. Bagdad er
ekki í ljósum logum, var haft eftir
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra í fréttaskeyti AP. Ástæðan
væri sú að sprengjum væri beint
að hernaðarskotmörkum, ekki
íbúabyggð.
brynjolfur@frettabladid.is
ÍRAK, AP Óttinn skín úr augum
þeirra fjölmörgu hjálparvana
barna sem lokuð eru inni á stofn-
unum á vegum hins opinbera í
Bagdad. Börnin hafa ekki farið
varhluta af linnulausum loftárás-
um bandarískra og breskra her-
sveita sem dunið hafa á borginni
undanfarna daga og nú heyra þau
innrásarherinn óðfluga nálgast.
Yfir 900 börn búa á sex barna-
hælum á vegum íraskra félags-
málayfirvalda í Bagdad. Þau eru á
öllum aldri en eiga það yfirleitt
sammerkt að vera munaðarlaus
eða hafa verið yfirgefin af for-
eldrum sínum. Auk þess eiga
mörg barnanna við alvarlega lík-
amlega fötlun að stríða.
Nú þegar er farið að gæta mat-
arskorts á barnahælunum vegna
stríðsrekstursins. Starfsmenn
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna hafa fært stofnunum matar-
birgðir en ef að líkum lætur verða
þær á þrotum áður en langt um
líður. Þó hælin hafi ekki orðið fyr-
ir skemmdum í loftárásunum hafa
sprengingarnar valdið mörgum
barnanna gífurlegu sálrænu
áfalli, að sögn talsmanna barna-
hjálparinnar. ■
BIÐJA UM MESTA STYRK SÖG-
UNNAR Matvælaáætlun Samein-
uðu þjóðanna mun fara fram á
fjárstuðning að andvirði nær 80
milljarða króna til að tryggja
írösku þjóðinni matvælaaðstoð um
hálfs árs skeið. Talsmaður stofn-
unarinnar telur að Írakar eigi eft-
ir mat til fimm vikna. 16 milljónir
reiða sig á matvælaaðstoð.
REYNA AÐ KOMA Á FRIÐI Sádi-
arabísk stjórnvöld hafa sett sig í
samband við ríkisstjórnir Banda-
ríkjanna og Íraks með áætlun um
að koma á friði. Utanríkisráð-
herra Sádi-Arabíu vildi ekki
segja í hverju hún væri fólgin.
Hann sagði áætluninni ekki hafa
verið hafnað en heldur ekki tekið
vel í hana.
TRUFLUNARBÚNAÐUR EYÐILAGÐ-
UR Bandaríkjamenn hafa eyði-
lagt sex stöðvar Íraka sem voru
notaðar við tilraunir til að trufla
rafrænan vopnabúnað banda-
manna. Yfirstjórn Bandaríkja-
manna segir að truflunarbúnað-
urinn hafi ekki haft nein áhrif á
hernaðaraðgerðir.
ÁÆTLAÐ MANNFALL Erfitt er að
fullyrða nokkuð um mannfall í
Írak. Bandamenn hafa þó stað-
fest að 20 bandarískir hermenn,
hið minnsta, og 18 breskir her-
menn hafi látið lífið. Þeir áætla
einnig að rúmlega 500 íraskir
hermenn hafi látist síðustu tvo
daga. Írösk stjórnvöld segja að
meira en 200 óbreyttir borgarar
hafi látið lífið frá því árásir
hófust.
HLAÐIN SPRENGJUM
Stórar B-52 sprengjuþotur fljúga
frá Bretlandi, hlaðnar sprengjum,
til árása á Írak.
Sprengjuárásir:
Flestar
sprengjur
fjarstýrðar
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
HJÁLPARVANA
Þær hörmungar sem fylgja stríðsátökum koma oftar en ekki verst niður á börnum sem
geta sér enga björg veitt og fylgjast skilningsvana með því sem fyrir þau ber.
Hjálparvana börn í Bagdad:
Yfirgefin börn heyra
sprengjurnar nálgast
VOPNUM BÚNAR HERÞOTUR
Þessar þotur á dekki flugmóðurskipsins Harry S. Truman eru vopnaðar fjarstýrðum sprengjum. Flugvélunum var ekki beitt í gær þar sem
sandstormur í Írak kom í veg fyrir að hægt væri að beita þeim.
Ekki jafn klókar og af er látið
Fjarstýrðar sprengjur og flugskeyti hafa kostað óbreytta borgara og breska flugmenn lífið.
Bandarísk heryfirvöld segja að þrátt fyrir þetta hafi þau tryggt að mannfall meðal óbreyttra
borgara sé með minnsta móti.