Fréttablaðið - 26.03.2003, Síða 12
Endalokin?
„DV hefur vegnað illa síðan ég
hætti að vinna þar fyrir rúmu ári.
Eftir það hrapaði lest-
ur blaðsins um 16% ...
Blaðið safnar tugmillj-
óna skuldum í mánuði
hverjum og stefnir
hröðum skrefum til
endalokanna“.
JÓNAS KRISTJÁNSSON, FYRRVERANDI RITSTJÓRI DV, Á VEF
SÍNUM JONAS.IS
Sjómenn óþarfir
„Það eru litlu bátarnir sem þurfa
flestu sjómennina. Stærstu togar-
arnir eru orðnir það sjálfvirkir að
ég efast um að það verði neinn
um borð eftir nokkur ár“.
SÓLEY KRISTJÁNSDÓTTIR, FRAMBJÓÐANDI FRJÁLSLYNDA
FLOKKSINS Í 5. SÆTI REYKJAVÍK NORÐUR, Á XF.IS.
■ Af netinu
Þorvaldur Þorvaldsson
formaður félags gegn stríði
Dramb er falli næst
„Mér finnst þessi niðurstaða gefa rétta mynd en
hún sýnir að yfirgnæfandi meirihluti er andvígur stríð-
inu og ekki síst stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar.
Þessi innrás er lögleysa, tilræði við Sameinuðu þjóðirn-
ar og slæm ávísun á framtíðarheimskipan. Það þarf að
fara margar aldir aftur í tímann, helst að menn séu að
stefna ¥¥a aðstæður Rómaveldis. Eitt ríki telji sig geta
ákveðið fyrir allan heiminn hvernig hlutirnir eiga að
vera. Fylgni almennings við stríðið hlýtur að valda von-
brigðum. En dramb er falli næst. Ég er búinn að missa
alla von að hægt sé að koma vitinu fyrir þessa ríkis-
stjórn. Það eru kosningar á næstunni og er ég viss um
að stuðningsyfirlýsingu ríkisst¥jornarinar við innrásina
í Írak hafi áhrif. ■
Jón Hákon Magnússon
Samtökum um vestræna samvinnu.
Samstaða nauðsynleg
„Mín skoðun er að við þurfum að sýna samstöðu inn-
an NATO. Ég skil vel að fólk sé á móti stríðinu. Þá kem-
ur mér ekki á óvart, eins og skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins sýndi, að konur séu þar í meirihluta. Gagnvart stríði
eru þær viðkvæmari en við karlarnir. Úr því sem komið
er tel ég ekkert annað í stöðunni en að klára þetta mál.
Eitt verða menn að átta sig á. Ástæðan fyrir að innrásin
gengur hægar heldur en fólk taldi í fyrstu er að í fyrsta
sinn í sögunni er reynt að komast hjá því að ráðast gegn
almenningi. Ekki hefur verið lokað fyrir rafmagn, vatn
og síma. Í venjulegu stríði hefði þessu verið rústað í
byrjun. Aðgerðirnar eru sérhæfar í þeim tilgangi að
svæla Saddam Hussein út með öllu sínu hyski en hlífa
almenningi. Þrátt fyrir tel ég í engu óeðlilegt að fólk á
Íslandi sé mótfallið stríðinu.“ ■
Silvio Berlusconi, forsætisráð-herra Ítalíu, er um margt sér-
kennilegur stjórnmálamaður með
óvenjulega fortíð. Eftir nokkrar
ákafar tilraunir til að komast til
metorða innan gamla flokkakerf-
isins á Ítalíu gafst hann upp og
stofnaði sinn eigin flokk, vann
kosningasigur og forsætisráð-
herra í kjölfarið. Hann þraukaði
reyndar ekki lengi í því embætti í
fyrstu en náði aftur forystu í rík-
isstjórn og hefur nú setið sem for-
sætisráðherra óvenju lengi á
ítalskan mælikvarða. Allan sinn
pólitíska feril hefur Berlusconi
barist gegn því spillingarorðspori
sem fer af honum. Hann heldur
úti heilum her lögfræðinga til að
verjast ýmiskonar málaferlum og
ákærum um skattsvik og hin fjöl-
breytilegustu lagabrot. Þessi
málaferli má rekja aftur fyrir
þann tíma að Berlusconi hóf af-
skipti af póltík. Og það þarf ekki
djúphyglan sálfræðing til að
draga þá ályktun að þessi barátta
hans við kerfið hafi hvatt hann til
framboðs á sínum tíma. Framboð
hans var einskonar áfrýjun til
þjóðarinnar. Hér er ég, sagði
Berlusconi við Ítali; hér stend ég
sem hef fært ykkur allar þessar
sjónvarpsstöðvar, allt þetta við-
skiptaveldi, hið frábæra knatt-
spyrnulið AC Milan og er að gef-
ast upp á þessum kerfisköllum og
hælbítum; hjálpið mér! Og Ítalir
kusu auðvitað glæsileika
Berlusconi, þótt samviskan væri
óhrein, fremur en álappalegu op-
inberu starfsmenn.
Við eigum engan Berlusconi á
Íslandi – kannski blessunarlega.
Hann er einskonar sambland af
Alberti Guðmundssyni, sem gat
sótt fylgi til þjóðarinnar utan
flokkakerfisins vegna knatt-
spyrnufortíðar sinnar og glæsi-
leika, og Jóni Ólafssyni, fjölmiðla-
kóngi og viðfangi skattarannsókn-
arstjóra. Jón auðgaðist í óþökk
helstu valdablokka eins og
Berlusconi og hægri stefna Al-
berts var eins óljós og óflokkan-
leg og stefna ítalska forsætisráð-
herrans; þokukennd hugmynd um
reisn hins sjálfstæða manns.
Flokkur Berlusconi heitir
Áfram Ítalía. Yfirskrift lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins er til-
vísun til þess. Davíð Oddsson, for-
maður flokksins, hefur án efa
fengið þessa hugmynd þegar hann
dvaldist í sumarleyfi sínu á Ítalíu
síðastliðið sumar í boði
Berlusconis. En hvað þessi tilvís-
un merkir veit ég ekki. En mér
finnst hún óvænt í ljósi opinberr-
ar krossferðar Davíðs gegn þeim
sem hann kallar „götustráka“. Það
er varla hægt að ímynda sér betri
fulltrúa þessarar götustrákahug-
myndar Davíðs en einmitt sjálfan
Berlusconi. ■
12 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Bandaríkin eru eina risaveldiðí heiminum nú um stundir og
núverandi valdaklíka þar í landi
hefur þá trú að alþjóðasamfélag-
ið sé þeim til óþurftar. Þá virðast
þeir telja að alþjóðalög séu bara
fjötur um fót og hefti svigrúm
þeirra til athafna, - til að mynda
þegar heyja skal stríð. Þeir hafa
því skilgreint hagsmuni sína
þannig að óþarfi sé að ráðfæra
sig við aðrar þjóðir, nema þá að-
eins að þær séu sammála afstöðu
Bandaríkjanna, þá má hafa þær
með, til skrauts. Hagsmunir
smáþjóða felast hinsvegar klár-
lega í því að farið sé að alþjóða-
lögum enda hafa þær ekki bol-
magn til að fara sínu fram í trás-
si við alþjóðasamfélagið. Það
skýtur því skökku við að Ísland
skuli vera í hópi hina viljugu
hauka sem styðja einhliða og
ólögmætar aðgerðir Bandaríkja-
stjórnar í Írak. Það gengur þvert
gegn hagsmunum Íslands.
Við yfirstandandi stríð verð-
ur sú spurning sífelld áleitnari
hvenær árásarstríð er réttlætan-
legt? Sitt sýnist hverjum en
samkvæmt gildandi alþjóðalög-
um eru hernaðaraðgerðir aðeins
réttlætanlegar í sjálfsvörn og
þegar öryggisráð Sameinuðu
Þjóðanna ályktar að slík ógn
stafi af ríki að hernaðaraðgerðir
þurfi til að koma í veg fyrir
hörmungar. Auðvitað geta komið
upp þær aðstæður að grípa þarf
til aðgerða án samþykkis örygg-
isráðsins, - til að mynda þegar
koma þarf fólki til aðstoðar sem
ráðist er á. Ekkert slíkt á við í
Írak. Írakar hafa ekki ráðist á
Bandaríkin og því er ekki um
neina sjálfsvörn að ræða, örygg-
isráðið hefur ekki ályktað að
stríðsaðgerðir séu réttlætanleg-
ar og alþjóðasamfélagið er upp
til hópa á móti þessu hernaðar-
brölti Bandaríkjanna. Það er
heldur ekki verið að frelsa fólk
undan árás þótt fanturinn hann
Saddam hafi áður ráðist gegn
eigin fólki. Stríðið í Írak er sum-
sé með öllu ólögmætt.
Reynt hefur verið að réttlæta
stríðsaðgerðirnar í Írak með vís-
an í Kosovóstríðið árið 1999 en
þar fékkst heldur ekki samþykki
í öryggisráðinu því Rússar hót-
uðu að beita neitunarvaldi. Því
er til að svara að aðstæður í
Kosovó voru allt aðrar en í Írak í
dag. Serbar höfðu ráðist inn í
Kosovo og Slobodan Milosevic
fór þar fram með þjóðernis-
hreinsunum á hendur Kosovóal-
bönum. Þar var verið að murka
lífið úr fólki og alþjóðasamfélag-
inu bar skylda til að koma því til
hjálpar, enda nutu aðgerðirnar
yfirgnæfandi stuðnings alþjóða-
samfélagsins hvað svo sem leið
afstöðu Rússa.
Önnur réttlæting felst í því að
ólíðandi sé að Írakar komist upp
með að hunsa tólf ára gamlar álykt-
anir öryggisráðsins um afvopnun.
Að tíminn sé einfaldlega á þrotum.
Þessi röksemd heldur ekki vatni
því ályktanir öryggisráðsins eru
brotnar þvers og kruss út um allan
heim, án þess að Bandaríkjamenn
virðist hafa miklar áhyggjur af því.
Til að mynda hefur Ísrael þverbrot-
ið fjölda ályktana öryggisráðsins,
meðal annars þrjátíu ára gamla
ályktun um að skila hernumdu
svæðunum í Palestínu. Og þrátt
fyrir að heimsfriðinum stafi senni-
lega meiri hætta af ríkishryðju-
verkamanninum Aríel Sharon en
skúrkinum Saddam Hussein virðist
W. Bush standa á sama um það.
Utanríkisstefna Bandaríkjanna
hefur gjörbreyst í tíð núverandi
forseta sem engu virðist skeyta um
alþjóðasamfélagið. Hin nýja stefna
um fyrirbyggjandi stríð felur í sér
að Bandaríkjamenn ákveða ein-
hliða af hverjum þeim kann að
stafa ógn í framtíðinni og áskilja
sér rétt til að grípa til einhliða hern-
aðaraðgerða í þeim tilgangi að upp-
ræta einhverja ímyndaða ógn í
óræðri framtíð. Megum við þá eiga
von á að þeir fari með hernaði gegn
harðstjórum hringinn í kringum
jarðarkringluna? Hvar verður
bombað næst? Í Kóreu, Kína eða
kannski a Kúbú? Auðvitað á al-
þjóðasamfélagið að hafa bolmagn
til að koma harðstjórnum og hryll-
ingsmennum frá völdum en það
verður að gerast í gegnum alþjóð-
legar stofnanir en ekki eftir duttl-
ungum eins ríkis, sama hve vold-
ugt það kanna að eða hversu
miklum vopnum það kann að
vera búið. ■
Um daginnog veginn
EIRÍKUR
BERMANN
EINARSSON
■
stjórnmálafræðingur
skrifar um stríðið í Írak
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um áfram Ítalíu Berlusconis
og áfram Ísland Davíðs..
Hvenær er árásar-
stríð réttlætanlegt?
■ Bréf til blaðsins
■ Bætiflákar
Áfram Ítalía og áfram
Ísland
Skiptar skoðanir
Eiga Íslendingar að taka afstöðu?
Þér hundar
Eyjólfur Þorkelsson
Á bálkesti Mammons þeir brenndu
sinn heiður
við böðlana ráðamenn bundu
sitt trúss.
Falið var hrægömmum
friðdúfuhreiður,
á fjöreggi heimsins kjamsar
nú Bush.
Sem biksvartir hrafnar að
hræinu þjóta,
hlakkandi krunkið í hlustirnar sker.
Af hervaldsins borði þeir
brauðmolar hrjóta
er bláhandar klærnar nú skara
að sér.
Sem Pílatus Halldór í handlaugar
kafar,
hamast og puðar í erg og í gríð;
þó natinn þær skrúbbi, af
naglbeðnum stafar
nádaunninn stækur um ókomna tíð.
Tekið stórt
upp í sig
Sæmundur Friðriksson útgerða-
stjóri Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. segist ekki geta neitað því
að botnvörpur skaði sjávarbotn-
inn. „En hversu mikill skaðinn er
fyrir lífríkið skal ósagt látið. Að
mínu mati er ekki búið að sanna
það né sýna með óyggjandi hætti.
Mér finnst menn taka frekar stórt
upp í sig án þess að vita um niður-
stöðu málsins.“
–––––––––––––-
Neðansjávarmyndir sem sýna skaða af völd-
um botnveiðafæra vöktu mikla athygli á
fundi sem Félag smábátaeigenda stóð fyrir í
Borgarnesi um síðustu helgi. .