Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 13
■ Evrópa
13MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2003
FRAKKAR HALDA SIG HEIMA
Pöntunum hjá frönskum ferða-
skrifstofum hefur fækkað um 15
til 25 prósent síðan Bandaríkja-
menn og Bretar gerðu innrás í
Írak. Eiga þessar tölur við um
ferðalög Frakka til útlanda og
eru nokkuð breytilegar eftir
áfangastöðum.
PÁFI Á LEIÐ TIL SPÁNAR
Vatikanið hefur staðfest að Jó-
hannes Páll páfi annar muni fara
í opinbera heimsókn til Spánar í
maí næstkomandi. Þetta er sú
fyrsta af mörgum ferðum páfa
út fyrir landsteinana á þessu ári
en hann mun að öllum líkindum
einnig heimsækja Króatíu, Bosn-
íu og Slóvakíu.
SKÆÐUR BERKLAFARALDUR
Rúmenar horfast nú í augu við
versta berklafaraldur sem geisað
hefur í landinu í 27 ár. Á síðustu
vikum hafa að meðaltali sex
manns látist úr sjúkdómnum á
degi hverjum og yfir 80 ný til-
felli komið upp. Yfirvöld áforma
að úthluta sem nemur 550 millj-
ónum íslenskra króna til þess að
reyna að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins.
RÍKISBORGARARÉTTUR „Í sendiráðinu
var mér sagt að konsúllinn væri
veikur og því ekki hægt að losa
mig undan ríkisborgararéttinum,“
segir Þór Saari hagfræðingur,
sem í gær ætlaði að stíga það
skref að skila inn bandarísku
vegabréfi sínu og afsala sér þar
með ríkisborgarétti sínum innan
öflugasta herveldis heims, en varð
að hverfa frá áformum sínum.
Klukkan 10 í gærmorgun
mætti hann ásamt lögmanni sín-
um eins og ákveðið hafði verið í
sendiráð Bandaríkjanna á Laufás-
vegi til að ganga frá þeim forms-
atriðum sem þurfti til að slíta
tengslin við fæðingarland sitt. Þór
gerði ráð fyrir að ganga inn í
sendiráðið sem Bandaríkjamaður
en koma út eftir að formsatriðum
væri lokið sem Íslendingur. Þau
áform brugðust.
„Mér var sagt að líklega yrði
hægt að ljúka þessu í næstu viku,“
segir Þór, sem verður að una
sínum bandaríska ríkisborgarétti.
Þór hefur búið í Bandaríkjun-
um um 16 ára skeið þar sem hann
nam hagfræði og viðskiptafræði.
Um tíma starfaði Þór í World Tra-
de Center, í turni 2. Hann er ein-
nig með íslenskan ríkisborgarétt
og starfar hér á landi. Hann lýsti
því í grein í Fréttablaðinu í gær að
ástæða þess að hann vildi losna
við ríkisborgararéttinn væri sú
stefna sem ríkisstjórn George
Bush fylgdi innanlands sem utan.
Innrásin í Írak fer hvað mest fyr-
ir brjóstið á Þór.
Samkvæmt upplýsingum frá
sendiráði Bandaríkjanna er ekk-
ert fordæmi fyrir því hér á landi
að einstaklingar hafi óskað eftir
að losna við bandarískt ríkisfang
sitt af pólitískum ástæðum. Einn
einstaklingur óskaði eftir því fyr-
ir skömmu að fá að skila inn ríkis-
borgararétti en hann hafði búið á
Íslandi um langan tíma og var að
fá íslenskan ríkisborgararétt. ■
ÞÓR SAARI
Mætti í bandaríska sendiráðið á fyrir fram ákveðnum tíma en varð frá að hverfa án þess
að fá að skila vegabréfi sínu.
BORGARAR Í JERÚSALEM
Samtökin Law Society hafa haft eftirlit
með mannréttindabrotum Ísraelsmanna
og Palestínumanna á Vesturbakkanum og
Gaza-ströndinni síðan árið 1990 og á þeim
tíma hlotið sem svarar milljörðum króna í
styrki frá aðilum víðs vegar í heiminum.
Fjármálaóreiða:
Misnotuðu
styrki
JERÚSALEM, AP Alþjóðlegar styrk-
veitingar til palestínsku mann-
réttindasamtakanna Law Society
hafa verið stöðvaðar vegna gruns
um að hundruð milljóna króna úr
sjóðum þeirra hafi verið notuð í
vafasömum tilgangi.
Ákvörðunin var tekin í kjölfar
skýrslu óháðs endurskoðanda þar
sem fram kom að 300 milljónir
króna vantaði í sjóði samtakanna.
Höfðu peningarnir meðal annars
verið notaðir til að kaupa bíla
handa umsjónarmönnum sjóð-
anna og í vafasamar lánveitingar
til ættingja þeirra. Um 120 millj-
ónir höfðu verið lagðar inn á
sparireikning án vitneskju gef-
enda en að sögn talsmanns sam-
takanna var um eins konar vara-
sjóð að ræða. ■
VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining
(ÍE) birtir á næstu vikum afkomu-
tölur síðasta árs.
Síðustu tölur sem hafa verið
birtar um afkomu ÍE voru fyrir
þriðja ársfjórðung ársins í fyrra.
Þá varð gríðarlegt tap á rekstrin-
um, ekki síst vegna þess að á því
tímabili voru gjaldfærðar mjög
háar upphæðir vegna greidds
fjögurra mánaða uppsagnarfrests
um 200 starfsmanna.
Þó nokkrar mannabreytingar
hafi orðið hjá ÍE mun tala starfs-
manna vera óbreytt frá því eftir
fjöldauppsagnirnar í fyrrahaust.
Um 350 starfsmenn eru á Íslandi
og á bilinu 120 til 140 í Bandaríkj-
unum.
Yfirlýst markmið ÍE er að ná
rekstrinum í jafnvægi fyrir lok
þess árs; að þá sé fyrirtækið hætt
að ganga á eigin sjóði til að fjár-
magna daglegan rekstur. Á aðal-
fundi félagsins í maí skýrist
hvernig útlitið er varðandi þetta
markmið.
Gengi hlutabréfa DeCode, móð-
urfélags ÍE, á Nasdaq-hlutabréfa-
markaðnum hefur verið um og
undir 2 dollurum á hlut að undan-
förnu. Lokagengið á mánudag var
1,95. Það er 5,4% hærra en um ára-
mót. Að meðaltali hefur gengi
erfðafræðifyrirtækja á Nasdaq
lækkað um 10,7% frá áramótum. ■
Tælenski herinn:
Hommum
vísað frá
BANGKOK, AP Tælenski herinn
áformar að veita samkynhneigðum
karlmönnum og klæðskiptingum
undanþágu frá herskyldu af ótta
við að þeir muni grafa undan starf-
semi hersins. Hingað til hafa þess-
ir menn sinnt herskyldu eins og
aðrir en að sögn talsmanns tæ-
lenska hersins hafa þeir átt erfitt
með að aðlagast og því oftar en
ekki verið reknir úr hernum.
Í viðtali sagði tælenskur herfor-
ingi að samkynhneigðir menn og
klæðskiptingar hefðu líkamlegar
hvatir sem væru óviðeigandi og
því stæði nú til að bera kennsl á þá
í læknisskoðun og senda þá heim. ■
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá Íslenskri erfðagreiningu en starfsmenn eru jafn
margir og þeir voru eftir fjöldauppsagnir í fyrrahaust.
Íslensk erfðagreining birtir afkomutölur ársins
2002 á næstu vikum:
Hefur haldið fjölda
starfsmanna í horfinu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
H
O
R
ST
EN
Konsúll Bandaríkjanna sagður veikur:
Bandarískur í
eina viku í viðbót