Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 18

Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 18
18 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR FRÁBÆR TILÞRIF Skautaparið Yuko Kawaguchi og Alexander Markuntsov sýndi frábær tilþrif á heims- meistaramótinu í skautadansi sem haldið er um þessar mundir í Washington. Skautadans FÓTBOLTI Stærstu knattspyrnufélög Evrópu gætu á næstu misserum neitað að hleypa leikmönnum sín- um í landsleiki. Þetta segir David Dein, varaformaður Arsenal, í heimildarmynd sem sýnd var í gærkvöldi á BBC-sjónvarpsstöð- inni. Hann á von á því að bylting verði næsta árið hvað varðar skipulag í hinum alþjóðlega knatt- spyrnuheimi. Í myndinni er brugðið ljósi á deiluna sem komið hefur upp á milli knattspyrnufé- laga og landsliða um það hvort eða hversu mikið leikmenn eigi að spila með landsliðum sínum. Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur lýst ákvörðun knattspyrnu- sambands Englands um að tefla fram tveimur mismunandi liðum í landsleik gegn Ástralíu á dögun- um sem farsa. „Í framtíðinni geta menn ekki leikið vináttuleiki með eitt lið í 45 mínútur og annað næstu 45 mínúturnar. Það er ekki rétt gagnvart andstæðingnum og það er alls ekki sanngjarnt gagn- vart almenningi. Enska knatt- spyrnusambandið á ekki að skipu- leggja þannig leiki og því ætlum við að skerast í leikinn,“ sagði Blatter. ■ FÓTBOLTI Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, sem leikur með norska liðinu Stabæk, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Skotum næsta laugardag í undankeppni EM. Tryggvi kemur í hópinn í stað Heiðars Helgusonar, leikmanns Watford, sem er meiddur. Tryggvi hefur leikið 29 A-lands- leiki og skorað í þeim átta mörk. Hann lék í síðasta landsleik Ís- lands, gegn Eistlandi í nóvember í fyrra. ■ FÓTBOLTI Heimavöllur skoska landsliðsins heitir Hampden Park. Völlurinn var eitt sinn sá stærsti og fullkomnasti í heiminum og rúmaði 150 þúsund áhorfendur. Bygging vallarins hófst árið 1903 eftir að forráðanenn áhuga- mannafélagsins Queen’s Park keyptu 13 hektara land í suður- hluta Glasgow. Mesta aðsókn á Hampden Park er 149.415 manns á leik Skota og Englendinga árið 1937 og sama ár sáu 146.433 manns bikarúrslita- leik Celtic og Aberdeen. Leikur Celtic og Leeds United í undanúr- slitum Evrópukeppni meistaraliða dró að sér 136.505 áhorfendur og er það metaðsókn í leik í Evrópu- keppni félagsliða. Árið 1993 hófust umfangsmikl- ar endurbætur á vellinum. Þeim er ekki að fullu lokið en kostnað- urinn er orðinn um 70 milljónir punda. Skoska knattspyrnusambandið tók völlinn á leigu af Queen’s Park árið 2000 en rekstur vallarins er í höndum hlutafélags. Völlurinn rúmar 52.000 áhorfendur eftir breytingarnar en áhorfendur á leik Skota gegn Írlandi í febrúar voru 33.337. ■ HEIÐAR Heiðar Helguson var með í fyrri leik Íslands og Skotlands á Laugardals- velli. Hann verður fjarri góðu gamni á Hampden Park á laugardag. Landsleikur Íslands og Skotlands: Tryggvi í stað Heiðars NÝR LANDSLIÐSBÚNINGUR Leikmenn enska landsliðsins kynna nýjan landsliðsbúning fyrir leikinn gegn Liechten- stein í undankeppni EM á laugardag. Fé- lagslið hafa kvartað undan því að rándýrir leikmenn sínir komi þreyttir til baka eftir að spilað með landsliðum sínum. Heimildarmynd um deilu félaga og landsliða: Leikmönnum ekki hleypt í landsleiki? AP /M YN D SKOSKIR STUÐNINGSMENN Þessir ágætu knattspyrnuunnendur verða á heimavelli á laugardag. Hampden Park: Var lengi stærsti völl- ur heims A P/ M YN D FÓTBOLTI Ólafur lék með Hibernian frá 1997 til 2000 og þekkir því skosku knattspyrnuna mjög vel. Fréttablaðið bað Ólaf um að segja frá skoska liðinu. „Heildarmunur- inn á liðunum er kannski sá að Skotarnir leika allir svipaða knattspyrnu, þ.e. enskan eða skoskan bolta, en Íslendingarnir leika víðs vegar um Evrópu.“ Fimm Íslendinganna hafa leik- ið yfir 40 landsleiki en Christian Dailly er leikjahæstur Skota með 41 leik. Ólafur telur fjölda lands- leikja ekki eina mælikvarðann á reynslu. Knattspyrnureynsla Skotanna er gríðarleg og „ekki má gleyma því að það er mun erfiðara að komast í skoska liðið. Hvað hafa þeir t.d. leikið marga deildar- leiki? Robert Douglas lék með Dundee í áratug og Celtic síðustu þrjú ár. Colin Cameron lék með Hearts í úrvalsdeildinni og Barry Ferguson hefur verið í byrjunar- liði Rangers í mörg ár. Þarna eru margir reyndir leikmenn sem geta borið uppi skoska landsliðið en okkur vantar sömu breidd.“ Skotar eiga marga leikmenn sem eru í lykilhlutverkum í sínum fé- lagsliðum t.d. Cameron, Fergu- son, Lambert, Crawford og Mc- Namara. „Christan Dailly og Steven Pressley leika í skosku vörninni. Þeir eru að vísu reyndir en ekki fljótir og gætum við að mínu mati ógnað þeim með skyndisóknum. Skotar eiga mjög sterka miðju- menn og fljóta sóknarmenn. Kenny Miller og Colin Cameron eru mjög fljótir og Don Hutchison er sterkur leikmaður. Stephen Crawford er lunkinn sóknarmað- ur, útsjónarsamur og nýtir færin sín vel. Hann er kannski ekki fljótur á fyrstu metrunum, en fljótur þegar hann er kominn á ferðina og kemur mönnum að óvörum. Við þurfum að hafa gæt- ur á Crawford.“ Skotar ættu að vera í góðri leikæfingu enda langt liðið á breska tímabilið. Á móti kemur að pressan er mikil á skoska lands- liðinu fyrir leikinn og gæti það verið okkar hagur. „Þetta er alltaf spurning um hvernig okkur tekst að stilla saman hópinn á þeim stutta tíma sem við höfum.“ obh@frettabladid.is Okkar möguleikar felast í skyndisóknum Íslendingar leika gegn Skotum á laugardag í undankeppni EM. Varnar- menn Skota eru ekki fljótir, segir Ólafur Gottskálksson, markvörður Grindavíkur. sem lék þrjú tímabil með skoska liðinu Hibernian. LEIKMENN SKOTLANDS Markverðir L M Neil Alexander (Cardiff City) - - Robert Douglas (Celtic) 7 - Paul Gallacher (Dundee United) 3 - Varnarmenn Graham Alexander (Preston) 8 - Gary Caldwell (Newcastle United)* 4 - Christian Dailly (West Ham) 41 4 Robert Malcolm (Rangers) - - Steven Pressley (Hearts) 5 - Maurice Ross (Rangers) 8 - Andy Webster (Hearts) - - Lee Wilkie (Dundee) 5 - Miðjumenn Colin Cameron (Wolves) 16 2 Scot Gemmill (Everton) 25 1 Paul Devlin (Birmingham City) 3 - Barry Ferguson (Rangers) 14 2 Paul Lambert (Celtic) 35 1 Jackie McNamara (Celtic) 14 - Gary Naysmith (Everton) 10 1 Jamie Smith (Celtic) - - Sóknarmenn Stephen Crawford (Dunfermline) 8 3 Scott Dobie (WBA) 6 1 Don Hutchison (West Ham) 20 6 Kenny Miller (Wolves) 1 - Steven Thompson (Rangers) 7 2 *Gary Caldwell er skráður leikmaður Newcastle en hefur verið í láni hjá Coventry frá því í fyrra. SKOTLAND - ÍSLAND Skotar höfðu betur í leik þjóðanna á Laugardalsvelli í haust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.