Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 24
26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR Sunnudagskvöldið á Stöð 2 varstrembið en bein útsending gerði hefðbundið tveggja tíma gláp að sex tíma rispu sem lauk ekki fyrr en klukkan fimm að morgni og þrátt fyrir að efnið væri allt æsispennandi þurfti mikið kaffi til að komast í gegnum þetta. Kvöldið byrjaði á klukkutíma sem er aðeins 45 mínútur með Kiefer Suther- land í 24. Ég hef eitthvað verið að amast við því að þættirnir haldi ekki sama dampi og þeir gerðu í fyrra. Þetta virðist þó allt vera á uppleið og allt útlit er fyrir að maður sé enn á ný fastur í öðrum sólarhring í lífi Jack Bauer. Spennukippurinn sem hefur orðið á síðustu klukkustundum í þess- um meinta sólarhring er morð- kvendinu Ninu Meyers að þakka, alvöru tálkvendi sem vefur öllum um fingur sér. Skildi við Jack milli heims og helju og horfði á Boomtown. Það er eitthvað við þessa þætti sem ég er ekki að fíla en samt horfi ég alltaf á Beyglausan (var ekki hægt að finna flottara íslenskt nafn á Fearless?) og félaga. Stóra stundin rann svo upp klukkan eitt þegar hin þögla Ósk- arsstund rann upp. Þrátt fyrir stríðsógnina var þetta afskaplega keimlíkt öðrum Óskarskvöldum. Amerískt, dálítið púkó, leiðinlegt á köflum en samt æðislegt og ómissandi. Píanistinn, uppreisnar- seggurinn Michael Moore og Nicole Kidman voru stjörnur kvöldsins og Steve Martin stóð sig þokkalega. Þrátt fyrir að Chicago sé sögð sigurvegari kvöldsins reið hún ekkert sérlega feitum hesti frá þessu að mínu mati og ég sofn- aði því sáttur á sófanum. Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ sér ekki eftir næstum heilum vinnudegi fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöld. Sex klukkustundir 21.00 Miðnæturhróp 21.30 Joyce Meyer 22.00 Life Today 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 18.00 Sportið með Olís 18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 19.00 Intersport-deildin (4 liða úrslit) Bein útsending. 21.00 Suspicious Minds (Undir grun) Einkaspæjarinn Jack Ramsey er ráðinn til að leysa vandamál verksmiðjueigandans Richards Whitmores. Hann á í stökustu vandræðum með umhverfisvernd- arsinna sem gera honum lífið leitt. Ekki eru áhyggjurnar minni af eigin- konunni Isabelle en Richard grunar hana um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Jayne Heitmeyer, Vittorio Rossi, Gary Busey. Leikstjóri: Alain Zaloum. 1997. Bönnuð börnum. 22.30 Sportið með Olís 23.00 Fastrax 2002 (Vélasport) Hraðskreiður þáttur þar sem öku- tæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. 23.30 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu skop- myndablaði sem notið hefur mik- illa vinsælda. 0.25 Breathe (Andardráttur) Eró- tísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 1.45 Dagskrárlok og skjáleikur 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.05 Ed (3:22) 20.50 At 21.20 Svona var það (23:27) (That 70’s Show) Bandarísk gamanþáttaröð um ungt fólk á átt- unda áratugnum. 21.45 Vísindi fyrir alla (11:48) Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Framleiðandi: Lífsmynd. 22.00 Tíufréttir 22.20 Handboltakvöld 22.35 Hamingjuleit (3:6) (Happiness) Meðal leikenda í þessum bresku gamanþáttum eru Paul Whitehouse, Fiona Allen úr Smack the Pony, Mark Heap og Johnny Vegas. 23.05 Geimskipið Enterprise (25:26) (Enterprise) Bandarískur ævintýramyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Scott Bakula, John Billingsley, Jolene Blalock, Dominic Keating, Anthony Montgomery, Linda Park. 23.50 Kastljósið Endursýndur 0.10 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey (Breast Cancer Battles) 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours (Nágrannar) 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Just Shoot Me (14:22) 13.05 Dreaming of Joseph Lee (Ástfangin af öðrum) Eva er þokka- full, ung kona sem er vön að fara sínar eigin leiðir. Hún lendir milli tveggja karlmanna og úr verður at- hyglisverður ástarþríhyrningur þar sem ljóst er að eitthvað verður undan að láta. Aðalhlutverk: Rupert Graves, Samantha Morton, Lee Ross. Leikstjóri: Eric Styles. 1999. 14.35 Tónlist 15.00 Spænsku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours (Nágrannar) 18.05 Spin City (7:22) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Friends 3 (4:25) (Vinir) 20.00 Að hætti Sigga Hall (4:12) 20.30 Dharma og Greg (19:24) 20.55 Coupling (8:9) (Pörun) 21.25 The Mind of the Married Man (5:10) 22.00 Crossing Jordan (4:25) 22.40 Dreaming of Joseph Lee 0.10 Amazing Race 3 (12:13) 0.55 Spin City (7:22) . 1.15 Friends 3 (4:25) (Vinir) 1.35 Ísland í dag, íþróttir, veður 2.00 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 10.00 Follow That Dream 12.00 Heartbreakers 14.00 Coyote Ugly 16.00 For Love or Country: The Arturo Sandoval Story (Ást eða frelsi) 18.00 Follow That Dream 20.00 Heartbreakers 22.00 Nell 0.00 Maléna 2.00 Lost Souls (Glataðar sálir) 4.00 Nell 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 20.00 Trailer 21.00 South Park 6 21.30 Crank Yankers 22.03 70 mínútur 23.10 Lúkkið 23.30 Meiri músík 17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.30 Innlit útlit (e) 19.30 The Drew Carey Show (e) 20.00 Guinness World Records Fólk er fífl og það sannast hvergi betur en í þessum fjölskrúðugu þáttum þar sem menn reyna að ganga fram af sjálfum sér og öðr- um með skemmtilegum fíflalátum og stundum stórhættulegum. Sjáið fullorðið fólk dansa á línu, sjúga spagettí upp í nefið, jórtra, borða úr, henda sér fram af byggingum og margt fleira sem sýnir hvað iðjuleysi hefur í för með sér. 21.00 Fólk - með Sirrý Fólk er þáttur um allt sem við kemur dag- legu lífi Íslendinga og Fólki er ekk- ert mannlegt óviðkomandi; þar verður meðal annars rætt um tísku, heilsu, kjaftasögur, fordóma og mannleg samskipti auk þess sem málefni vikunnar verður að venju krufið til mergjar af sérfræðingum, leikmönnum og áhorfendum. 22.00 Law & Order 23.40 Boston Public (e) 0.30 Dagskrárlok Stöð 2 20.00 24 Hinn eldhressi Siggi Hall gerir víðreist á Stöð 2 á miðvikudags- kvöldum. Þessi skemmtilegasti kokkur landsins heimsækir marga spennandi staði í nýrri syrpu. Yfirskrift síðasta þáttar var Rínarlöndin en meistara- kokkurinn brá sér m.a. á veit- ingastaðinn Ente og kynnti okk- ur fyrir vínframleiðandanum Guntrum. Í kvöld heldur Siggi Hall uppteknum hætti og heim- sækir eitt fremsta hvítvínshérað í heimi, Elsass (Alsace) í Frakk- landi. Áhorfendur fræðast um vínframleiðendurna Sparr og Chaumbard og fylgst verður með því hvernig gæsalifrarpaté er búið til. Dagskrárgerð annast Ingi R. Ingason. Hvítvínshér- aðið Elsass ■ Þrátt fyrir að Chicago sé sögð sigurveg- ari kvöldsins reið hún ekk- ert sérlega feitum hesti frá þessu að mínu mati og ég sofnaði því sáttur á sófan- um. Sýn 21.00 Spennumynd með Patrick Bergin Patrick Bergin, Jayne Heitmeyer, Vittorio Rossi og Gary Busey leika aðalhlutverkin í spennu- myndinni Undir grun, eða Suspicious Minds, sem er frá ár- inu 1997. Einkaspæjarinn Jack Ramsey er ráðinn til að leysa vandamál verksmiðjueigandans Richards Whitmores. Hann á í stökustu vandræðum með um- hverfisverndarsinna sem gera honum lífið leitt. Ekki eru áhyggjurnar minni af eiginkon- unni Isabelle en Richard grunar hana um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Leikstjóri er Alain Zaloum. Myndin er bönnuð börnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.