Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 30
Hrósið 30 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR
HÓTELSTJÓRI „Það er ótrúlega gam-
an að koma heim. Hér eru tengsl-
in á milli fólks svo miklu meiri og
betri en í Bandaríkjunum,“ segir
Sigrún Hjartardóttir, nýráðin hót-
elstjóri hjá Fosshótelunum, sem
um þessar mundir eru að leggja
undir sig þrjú ný hótel og eru því
orðin fjórtán alls. Sigrún stýrir
Fosshótelinu Lind við Rauðarár-
stíg. Hún flutti aftur heim til Ís-
lands fyrir rúmu ári eftir 16 ára
dvöl í Flórída þar sem hún starf-
aði meðal annars sem hótelstjóri á
tveimur hótelum í Orlando:
„Ég fór upphaflega til Orlando
til starfa fyrir Flugleiðir á meðan
félagið var með skrifstofu þar.
Þegar því lauk var mér boðið hót-
elstjórastarf við Parc Corniche
Resort-hótelið en það er íbúða-
hótel og vinsælt meðal Íslendinga.
Síðar varð ég hótelstjóri á Win-
gate Inn, líka í Orlando,“ segir
Sigrún, sem víða hefur farið á
þeim 44 árum sem liðin eru frá
fæðingu hennar. Hún er ættuð af
Snæfellsnesinu en alin upp í Bú-
staðahverfinu í Reykjavík:
„Þegar maður ferðast mikið,
tíu mánuði á ári eins og einu sinni
var, er gott að vera var um sig.
Þess vegna lærði ég sjálfsvarnar-
listina Aikido í Bandaríkjunum og
kom hingað heim með slíkan flokk
þegar Íslendingar voru að kynn-
ast íþróttinni. Hópinn lét ég líka
ferðast um landið. Það er gaman
að stunda líkamsrækt án þess að
þurfa að hlusta á diskótónlist,“
segir Sigrún, sem er einhleyp og
barnlaus „...og kann því bara
ágætlega enda þekki ég ekkert
annað,“ eins og hún orðar það. ■
HÓTELSTJÓRINN
Sigrún Hjartardóttir kann því
vel að vera komin heim –
tengslin við fólk betri hér en í
Bandaríkjunum.
Persónan
■ Steinunn Hjartardóttir hefur ný-
verið tekið við hótelstjórn á Foss-
hóteli Lind við Rauðarárstíg eftir að
hafa stýrt hótelum í Orlando á
Flórída um árabil.
MANNLÍF Á sunnudagskvöldið var
sýnd í ríkissjónvarpinu heimildar-
mynd um tvö pör búsett norður í
landi. Það væri svo sem ekki í frá-
sögur færandi nema fyrir það að
konurnar eru báðar
tælenskar. Saga
þeirra var sögð og
þeim fylgt eftir í
nýju landi í rúm tvö
ár. Myndin endaði
árið 2001 og var þá
önnur þeirra, Noi,
nýlega gift. „Það
hefur gengið mjög
vel hjá okkur síðan myndin endaði.
Allt er við það sama fyrir utan það
að Noi talar nú mun meira í mál-
inu,“ segir Ævar Ísak Sigurgeirs-
son, eiginmaður Noi.
Hann segir að frá því myndin
var fyrst sýnd hafi viðbrögðin ver-
ið ótrúlega góð. „Við sátum og héld-
um utan um hvort annað og vorum
hálffeiminn á meðan við horfðum á
hana tvö ein á sunnudagskvöld,“
segir Ísak og Noi tekur undir það og
bætir við að feimnin sé söm við sig
hjá henni. Hún segist alltaf kunna
jafn vel við sig á landinu og ís-
lenskukunnáttan hafi mikið komið
til vegna vinnunnar. „Það koma svo
margir í búðina heima í Ásbyrgi og
fólk talar við mig íslensku. Ef ég
veit ekki hvernig á að segja eitt-
hvað spyr ég og fólk er mjög viljugt
að bæta við orðaforðann,“ segir
Noi.
Ísak segist vera mjög ánægður
með myndina og telur hana sýna
það sem henni var ætlað. „Ég hefði
aldrei tekið þátt í þessu nema fyrir
þá von mína að hún myndi slá á þá
fordóma sem hér ríkja. Ég tel að
Ásthildi Kjartansdóttur hafi tekist
að laða fram raunsanna mynd af
konum af öðrum kynþætti sem hér
búa. Einkum og sér í lagi hefur ríkt
þekkingarleysi og ákveðnir for-
dómar um líf tælenskra kvenna og
þær eru allar settar undir sama
hatt.“
Ísak telur sig hafa verið afskap-
lega heppinn þegar hann kynntist
konu sinni. „Við erum mjög ánægð
með hvort annað og eins og kom
fram í myndinni dreymir okkur um
að eignast barn. Sá draumur hefur
ekki ræst en hver veit hvað fram-
tíðin ber í skauti sér,“ segir Ísak.
Þau hafa verið í vinfengi við hitt
parið í myndinni, þau Pam og
Sveinbjörn. Noi segir allt við það
sama hjá þeim. „Hún vinnur enn á
Kópaskeri og er þar alla vikuna.
Um helgar fer hún heim og dvelur
hjá þeim Sveinbirni og móður hans.
Þeim kemur einkar vel saman,
móður Sveinbjörns og Pam, og þær
eru góðar vinkonur. Fyrir nokkru
kom frænka Pam frá Taílandi og
hefur hún unnið í rækju á Dalvík,“
segir Noi, sem er alsæl með lífið og
nýja tilveru á Íslandi.
bergljot@frettabladid.is
Imbakassinn
Ég skal segja þér það að
ég á áritanir frá ÖLLUM
leikmönnum Manchester
United!
Fær Nói Albínói fyrir að hafasigrað heiminn þó aðeins
fimm þúsund manns hafi séð
myndina hér á landi.
Fréttiraf fólki
ÍSAK OG NOI
Þau eru stödd í Reykja-
vík um þessar mundir
og horfðu tvö ein á
myndina. Þau eru af-
skaplega ánægð hvort
með annað og það
vantar ekkert inn í líf
þeirra nema lítið barn.
Vantar bara barn
Noi og Ísak, annað parið sem fram kom í myndinni um Pam og Noi, eru
alsæl með lífið. Ekkert skortir hjá þeim nema barn en þau eru vongóð
um að breyting geti orðið þar á. Allt við það sama hjá hinu parinu.
Heim eftir 16 ár í Flórída
VON UM BETRA LÍF
Þessi börn hafa dvalið lengi í flóttamannabúðum í Serbíu. Nú eiga þau vonandi í vændum betra líf á Akureyri, þar sem ný heimili bíða
þeirra og foreldra þeirra. Þeim og fjölskyldum þeirra var haldið móttökuhóf á vegum Rauða krossins í gær áður en þau halda norður. Þar
eru bæjarbúar tilbúnir að aðstoða fólkið á alla lund og íbúðir fullbúnar húsgögnum eru tilbúnar.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/TH
O
R
STEN
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Já, en þú ert nú líka
framkvæmdastjór-
inn, Alex minn!
■
Ég tel að Ást-
hildi hafi tekist
að laða fram
raunsanna
mynd af konum
af öðrum kyn-
þætti sem hér
búa.
Ný fjölmiðlakönnun Gallupleiðir ýmislegt forvitnilegt í
ljós og þannig hefur það vakið at-
hygli manna að hinn nafntogaði
stjórnmálaspjallþáttur Egils
Helgasonar, sem
kenndur er við
silfur hans, er
ekki á meðal tíu
vinsælustu þátt-
anna á dagskrá
SkjásEins. Sam-
kvæmt könnun-
inni nær hann
vart 15% áhorfi þar sem Law &
Order er neðstur á listanum með
15,3% uppsafnað
áhorf á þeim tíma
sem könnunin tók
til. Það er hin
glaðlega Valgerð-
ur Matthíasdóttir
og félagar hennar
í Innlit/útlit sem
eru í fylkingar-
brjósti vinsælustu þáttanna á
SkjáEinum með 28% áhorf. The
Bachelor kemur í kjölfarið með
27,4% áhorf og stefnumótaþáttur-
inn Djúpa laugin er í þriðja sæt-
inu með 24,9%. Sigríður Arnar-
dóttir vermir svo fimmta sætið
með Fólki.
Íslenskir friðarsinnar hafa ekkifarið í grafgötur með andúð
sína á störfum Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra og Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra
síðustu daga.
Þrátt fyrir þessa
almennu stemn-
ingu þegir einn
nafntogaðasti bar-
áttumaður lands-
ins fyrir friði,
Ástþór Magnús-
son, þunnu hljóði
en hann hefur hingað til ekki
vandað þeim Davíð og Halldóri
kveðjurnar. Þeir sem þekkja til
Ástþórs eiga bágt með að trúa
Það hefur sjálfsagt ekki fariðfram hjá neinum að kjánaprik-
in í Jackass eru á leiðinni til
landsins. Þeir voru í Dublin á dög-
unum og gerðu þá allt vitlaust.
Lögreglan hér á Íslandi virðist
ekki ætla að láta þá sögu endur-
taka sig hér og hefur boðað Ísleif
Þórhallsson, sem stendur fyrir
komu Jackass hingað, til viðtals í
dag. Það fylgir ekki sögunni hvort
Ísleifur verði beðinn um að sýna
fram á að Jackass-menn séu
fyndnir en það virðist hafa mynd-
ast nokkur stemning fyrir því að
bera vafasamt glens undir emb-
ætti Ríkislögreglustjórans eftir að
Ómar R. Valdimarsson, ritstjóri
Pólitík.is, leitaði álits embættisins
á því hvort Jón Gnarr sé fyndinn.
Í Hveragerði ólgar nú óánægjameðal íbúa vegna uppsagnar
og ráðningar á lækni við Heilsu-
gæslustöðina. Árni Jónsson,
læknir þar til skamms tíma, hef-
ur ekki verið í vinnu frá því í
janúar en þá var hann sendur
heim og sagt að fara í fríi. Hon-
um barst síðan uppsagnarbréf
fyrir skömmu, undirritað af
framkvæmdastjóra Heilsu-
gæslustöðvarinnar, Herdísi
Þórðardóttur. Nú berast þær
fregnir að ráðinn hafi verið nýr
læknir, Sigurður Baldursson, og
kemur hann frá Keflavík.
því að allur vindur hafi farið úr
honum í hamaganginum í kring-
um tölvupóstsendingar hans í
fyrra og dettur helst í hug að yf-
irvöldum hafi tekist að kippa
undan honum fótunum með því
að leggja hald á allar tölvur Frið-
ar 2000.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að himininn
er blár vegna þess að blái hluti sólarljóssins
dreifist meira en annað ljós frá sameindum
lofthjúpsins. Það skýrir hins vegar ekki hvers
vegna tunglið er gult.