Fréttablaðið - 31.03.2003, Side 2
2 31. mars 2003 MÁNUDAGUR
Nei, það kom mér hvorki á óvart hver
var kjörinn né hversu glæsileg kosningin
var. Við stöndum með Davíð.
Sigurður Kári Kristjánsson, frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins, sat um helgina landsþing Sjálf-
stæðisflokksins. Í gær var Davíð Oddsson endur-
kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þess má
geta að Davíð var fyrst kjörinn formaður árið
1991.
Spurningdagsins
Sigurður, kom formannskjörið þér á
óvart?
Reykjanesbraut:
Létust í um-
ferðarslysi
SLYS Mennirnir sem létust í um-
ferðarslysi á Reykjanesbraut á
föstudag hétu Jóhannes Sigurðs-
son, fæddur 1978, til heimilis að
Lækjargötu 34d í Hafnarfirði, og
Søren Staunsager Larsen, fæddur
1946, til heimilis að Víkurgrund 8,
Kjalarnesi. Jóhannes lætur eftir
sig eiginkonu, sex mánaða dóttur
og níu ára stjúpson. Søren lætur
eftir sig eiginkonu og þrjú upp-
komin börn. ■
Fékk á sig heybagga:
Lífshættu-
lega slasaður
SLYS Karlmaður slasaðist mjög al-
varlega þegar um 200 kílóa þung-
ur heybaggi féll á hann. Var verið
að afferma vörubíl við Nesbú á
Vatnsleysuströnd þegar heybaggi
féll af pallinum og á manninn sem
stóð við bílinn. Við það missti
hann meðvitund og var fluttur
með sjúkrabíl á Landspítala – há-
skólasjúkrahús. Þar gekkst hann
undir tvær aðgerðir en hefur ekki
enn komist til meðvitundar. Hon-
um er nú haldið sofandi í öndunar-
vél. ■
Rúta með 64 farþega:
Fauk út af
veginum
LÖGREGLUMÁL Rúta fauk út af veg-
inum undir Hafnarfjalli rúmlega
fjögur síðdegis í gær. Miklar vind-
hviður voru á þessu svæði og
mældist vindhraði um 40 m/sek. Í
rútunni voru sextíu og fjögur ung-
menni frá Akureyri á leiðinni til
Reykjavíkur. Að sögn lögreglunn-
ar í Borgarnesi náði ökumaður að
stýra rútunni út af veginum og
koma þannig í veg fyrir að hún
valt. Þannig hafi hann komið í veg
fyrir hugsanlegt slys.
Björgunarsveitin á Akranesi
og Borgarfirði var kölluð út til að
aðstoða farþegana úr rútunni. Var
þeim komið til Borgarness þar til
gerðar voru ráðstafanir til að
koma þeim til Reykjavíkur. ■
Söngkeppni
framhaldsskólanna:
MA vann
söngkeppni
framhalds-
skólanna
SÖNGUR Anna Katrín Guðbrands-
dóttir frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri fór með sigur af hólmi í
Söngkeppni framhaldsskólanna
og hafði þar með betur en 24 aðr-
ir keppendur.
Anna Katrín söng vísur
Vatnsenda-Rósu í R&B-útsetn-
ingu. Í öðru sæti var Sigþór
Árnason frá Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi með lag
Muse sem á íslensku bar nafnið
Vöðvasafnið. Elísabet Eyþórs-
dóttir, Borgarholtsskóla, hafnaði
í þriðja sæti með lagið „Þá sá ég
þig“. Keppninni var sjónvarpað
og sáu nemendur um útsend-
ingu, sem tókst vel í alla staði.
Gera þurfti hlé á útsendingu í
um tíu mínútur vegna rafmagns-
leysis og biðu bæði keppendur
og áhorfendur með mikilli ró þar
til straumur komst aftur á. ■
Eiginkona Slobodan Milosevic:
Neitar að snúa
aftur til Serbíu
MORÐRANNSÓKN Mirjana Marcovic,
eiginkona Slobodan Milosevic,
harðneitar þrátt fyrir skipanir
lögreglu að snúa aftur til Serbíu,
þar sem á að yfirheyra hana um
morðið á fyrrum forseta Serbíu,
Ivan Stambolic. Mirjana, sem
dvelur í Rússlandi, segist forviða
á þeim yfirlýsingum lögreglu að
hún sé á flótta og verði eftirlýst af
alþjóðalögreglu ef hún mæti ekki
til yfirheyrslunnar.
Lögreglan telur að Marcovic
kunni að búa yfir vitneskju um
morðið á Ivan Stambolic, sem var
myrtur í október árið 2002. ■
MIRJANA MARCOVIC
Dvelur nú í Rússlandi, en neitar því
að hún sé á flótta undan réttvísinni.
ÁREKSTUR Á VESTURLANDSVEGI
Tveir bílar rákust saman á móts
við Blikastaði á Vesturlandsvegi
síðdegis í gær. Ökumenn beggja
bílanna voru fluttir á Landspítala
– háskólasjúkrahús með sjúkra-
bíl. Að sögn lögreglu voru þeir
ekki mikið slasaður. Bílarnir voru
að koma úr gagnstæðri átt þegar
þeir rákust saman. Loka þurfti
veginum í klukkustund í kjölfar-
ið.
■ Lögreglufréttir
Skólastjórinn
semur ekki
Skólastjóri Varmárskóla í Mosfellsbæ hefur enn ekki lokið gerð samn-
inga við aðra starfsmenn en kennara í samræmi við reglur. Skólastjór-
inn segir vandamálið vera greiðslur vegna nýju vetrarfríanna. Lausnin
sé að hætta með vetrarfrí.
SKÓLAR Skólastjóri Varmárskóla
hefur ekki farið að endurteknum
fyrirmælum bæjaryfirvalda um
samninga við starfsmenn skólans.
Varmárskóli er annar tveggja
grunnskóla í Mosfellsbæ. Í Lága-
fellsskóla hafa þegar verið gerðir
sérstakir ráðningarsamningar við
aðra starfsmenn en kennara. Í
bréfi frá fræðslu- og menningar-
sviði Mosfellsbæjar 4. október í
haust eru áréttuð fyrirmæli frá
haustinu 2000 um að slíkir samn-
ingar séu gerðir. Þá átti að gera í
framhaldi af breyttum vinnutíma
og nýjum kjarasamningi vegna
einsetningar grunnskólanna. Um
er að ræða húsverði, matráða, rit-
ara, skólaliða, stuðningsfulltrúa
og starfsfólk skólaselja, alls um
40 manns.
Björn Þráinn Þórðarson, for-
stöðumaður fræðslu- og menning-
arsviðsins, segir margt gamal-
reynt starfsfólk hafa tekið óstinnt
upp að þurfa að skrá hjá sér
vinnustundir þannig að unnt yrði
að leggja grundvöll að ráðningar-
samningum. Það sé miður, því
mikilvægt sé að vinnureglur milli
stofnana séu með sama hætti.
„Þetta er spurningin um það
hvernig á að skilgreina vinnutíma
þessa fólks á árs-
grundvelli. Fólk
fór úr því að fá
laun níu mánuði á
ári í að fá laun allt
árið svo það færi
ekki á atvinnu-
leysisbætur yfir sumarið,“ segir
Björn Þráinn.
Viktor A. Guðlaugsson, skóla-
stjóri Varmárskóla, segir málið
vera leyst að öllu öðru leyti en því
að ágreiningur sé um greiðslur
vegna vetrarfrís. Bæjaryfirvöld
hafi gefið leyfi fyrir því að starfs-
fólkið gæti unnið af sér páska- og
jólafrí en ekki hin nýju vetrarfrí.
Fólk sé ekki reiðbúið að afsala sér
launum vegna vetrarfrísins. „Það
er fyrst og fremst verið að karpa
um vetrarfríin. Fólki finnst því
ekki bera skylda til að taka þetta
frí,“ segir Viktor.
Í Lágafellsskóla hafa laun
starfsfólksins í vetrarfríum ein-
faldlega verið felld niður í vetrar-
fríum, að sögn Viktors. „Það hefur
ekki náðst samkomulag um það
hér í Varmárskóla. Þó þetta séu
aðeins um 2 prósent af árslaunun-
um skiptir það máli fyrir fólkið.
En það er til einföld lausn. Hún er
sú að vera ekki með nein vetrar-
frí,“ segir Viktor.
gar@frettabladid.is
VARMÁRSKÓLI
„Þetta er spurningin um það hvernig á að skilgreina vinnutíma þessa fólks á ársgrundvelli.
Fólk fór úr því að fá laun níu mánuði á ári í það að fá laun allt árið svo það færi ekki á at-
vinnuleysisbætur yfir sumarið,“ segir Björn Þráinn Þórðarson, forstöðumaður fræðslu- og
menningarsviðs Mosfellsbæjar. Illa gengur að ganga frá nýjum samningum við starfsfólk
Varmárskóla.
■
Gamalreynt
starfsfólk tók
óstinnt upp að
þurfa að skrá
hjá sér vinnu-
stundir.
SØREN STAUNS-
AGER LARSEN
JÓHANNES
SIGURÐSSON
GASÁRÁS Á MARKAÐ Flytja
þurfti átján manns á sjúkrahús
eftir að gasárás var gerð á stór-
markað í tékknesku borginni
Olomouc. Fólkið átti erfitt með
öndun eftir að hafa andað gasinu
að sér. Líklegast er talið að tára-
gas hafi verið notað. Varað hafði
verið við árásum eftir að reynt
var að kúga fé út úr borgaryfir-
völdum.
■ Evrópa
Tveir slösuðust þegar flugvél hrapaði í Hvalfirði:
Þakkar bóndanum lífsbjörg sonarins
FLUGSLYS „Við erum að ljúka við
frumrannsókn slyssins. Vettvangs-
rannsókn lauk í gær og flak vélar-
innar var flutt til Reykjavíkur,“
segir Þormóður Þormóðsson hjá
Rannsóknarnefnd flugslysa.
„Rannsókn sem þessi beinist að öll-
um hugsanlegum þáttum en augu
okkar beinast helst að veðurfars-
legum aðstæðum,“ bætti Þormóð-
ur við.
Á föstudagskvöld brotlenti
tveggja sæta flugvél í suðurhlíðum
Miðfellsmúla á Hvalfjarðarströnd.
Mennirnir tveir sem voru í vélinni
komust lífs af með ótrúlegum
hætti. Líðan mannanna tveggja er
eftir atvikum og njóta þeir að-
hlynningar á Landspítalanum.
„Hann er öklabrotinn og með
annars stigs bruna á höndum, fót-
um og hægra megin á höfði,“ sagði
faðir annars mannsins í viðtali við
Fréttablaðið í gær. „Við gerum
okkur kannski ekki alveg grein
fyrir þessu ennþá. Ég fékk náttúr-
lega sjokk, þó ég hafi ekki fylgst
með þessu í fréttum og séð það
sem aðrir sáu. Núna er ég bara
nokkuð rólegur. Það er engin
spurning að það er bóndanum að
þakka að þeir komust lífs af, því
þeir voru orðnir mjög kaldir þegar
hann kom þeim til hjálpar.“ ■
GJÖRÓNÝTT FLAK FLUGVÉLARINNAR
Mikil mildi þykir að ekki skuli hafa farið ver þegar flugvélin hrapaði og brann.