Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 31. mars 2003 Nýjar vörur á hverjum degi! Opnum í dag 27.3 2003 - Opnunartími virka daga 14.00-18.00 - Laugardaga/Sunnudaga 11.00-18.00 - Stendur til 6.4 2003 NIKE Confetti Regatta adidasSPEEDO Triumph Verðdæmi 66˚N Fleece peysur okkar verð 3900 fullt verð 7990 Barnaúlpur Catmando okkar verð 2950 fullt verð 6990 Barna kuldagallar okkar verð 2950 fullt verð 6990 Osh Kosh pólóbolir barna okkar verð 1000 fullt verð 2990 O’Neill, SPEEDO, Adidas, NIKE sundbolir verð frá 1000 NIKE barnabuxur verð frá 1500 isit Zo Eingöngu merkjavara og sömu góðu verðin Mikið af göngu-og útivistarfatnaði ■ Asía JAFNRÉTTI „Það er mat okkar að í auglýsingum Flugleiða sé ótví- ræður kynferðislegur undirtónn,“ segir Þorbjörg I. Jónsdóttir, for- maður Kvenréttindafé- lag Íslands, um auglýs- ingar Flugleiða sem mörgum þykja tvíræð- ar og að íslenskar kon- ur séu niðurlægðar þar. Eftir að íslenskar flug- freyjur komu við sögu í frægum Sopranos- sjónvarpsþætti í hlut- verki hjásvæfa mafíósa gaus upp mikil umræða meðal kvenna um það orðspor sem færi af íslensk- um konum erlendis í kjölfar þátt- arins. Á vefslóðinni feministinn.is hafa hundruð tölvuskeyta gengið á milli þar sem auglýsingar fé- lagsins eru fordæmdar. Guðjón Arngrímsson, fjöl- miðlafulltrúi Flugleiða, hefur mótmælt þessu harð- lega og sagt að þeir sem telji auglýsingarn- ar vera niðurlægjandi skiji enski ekki nægi- lega vel. Þorbjörg segir að stjórn Kvenréttindafé- lagsins hafi rætt þessi mál og mikillar óánægju gæti þar vegna auglýs- ingatækni Flugleiðamanna. „Okkur finnst sérstaklega al- varlegt að Flugleiðir skuli standa að þessari kynningu. Fram hefur komið hjá blaðafulltrúa þeirra að auglýsingarnar séu ekki ósiðleg- ar. Þá finnst mér ástæða til þess fyrir Flugleiðamenn að ræða mál- in við þá auglýsingastofu sem hannar auglýsingarnar,“ segir Þorbjörg. Hún segir að á næstu vikum muni Kvenréttindafélagið taka af- stöðu til þess hvort gripið verði til aðgerða gagnvart flugfélaginu. „Okkur finnst full ástæða til þess að kanna hvort kærugrund- völlur sé fyrir hendi,“ segir Þor- björg. ■ FÓLKSFJÖLDI, AP Íbúar þeirra 15 ríkja sem nú mynda Evrópusambandið verða 88 milljónum færri árið 2100 en þeir eru í dag ef barneignum fjölgar ekki. Þetta er niðurstaða vísindamanna sem hafa rannsakað fæðingartíðni í ríkjunum. Íbúar í ríkjum Evrópusambandsins voru 375 milljónir talsins árið 2000 en yrðu samkvæmt þessu aðeins 287 milljónir eftir 97 ár. Í dag fæðir hver kona að meðal- tali eitt og hálft barn á lífsleiðinni. Það dugar ekki til að viðhalda fólksfjöldanum. Tvær leiðir eru til að koma í veg fyrir að íbúum fækki. Annars vegar að fæðingar- tíðnin fari hækkandi, hins vegar að fleiri innflytjendur leggi leið sína til ríkjanna 15. Stefna margra ríkj- anna hefur þó frekar miðað að því að draga úr fjölda innflytjenda frá löndum utan Evrópusambandsins. Brian C. O’Neill, einn þeirra sem unnu að rannsókninni, segir ekki öruggt að íbúum ríkjanna 15 fækki mjög á þessu tímabili. Breytt aldurssamsetning, þar sem eldra fólki fækkar en þeim sem eru á barneignaraldri fækkar, þrýstir þó á fólksfækkun. Meðal- aldur kvenna við fyrstu barneign hefur einnig hækkað og það dreg- ur úr líkum á að þær eignist mörg börn. ■ HJÁLPARSTARF STÖÐVAÐ Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að stöðva hjálparstarf í Afganistan um stundarsakir. Ákvörðunin var tekin í kjölfarið á morði á sviss- neskum starfsmanni síðastliðinn fimmtudag. Þá réðust vígamenn á tvær bifreiðar Rauða krossins, skutu manninn til bana en létu lausa tvo Afgana sem voru með honum í för. SLEGIST YFIR SJÓNVARPINU Til harðra átaka kom á heimavist háskólanema í Bangladesh þeg- ar nemendur gátu ekki komið sér saman um það hvort horfa ætti á vinsælan framhaldsþátt eða fréttir af stríðinu í Írak á BBC. Hátt í 50 háskólanemar slösuðust í átökunum en auk hnefanna var barist með eldhús- hnífum og járnstöngum. UMDEILDIR Auglýsingar Flugleiða er- lendis eru umdeildar. Kvenréttindafélag Íslands íhugar kæru á Flugleiðir: Meiðandi kynning fyrir íslenskar konur TONY SOPRANO Íslenskar flugfreyjur dúkkuðu upp og reyndust vera hinar mestu glyðrur. FÆRRI OG ELDRI EVRÓPUBÚAR Lengi hefur verið varað við því að meðal- aldur færi hækkandi í ríkjum Evrópusam- bandsins. Nú er mikilli fólksfækkun spáð að óbreyttu. Mikilli fólksfækkun spáð í ríkjum Evrópusambandsins: Gæti fækkað um allt að fjórðung

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.