Fréttablaðið - 31.03.2003, Side 17
MÁNUDAGUR 31. mars 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
S
PV
2
05
26
03
/2
00
3
hjá okkur.
Þú ert
Sérhver viðskiptavinur
og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira
vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum.
Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á
persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers
viðskiptavinar.
Við stöndum þétt við bakið á viðskipta-
vinum okkar því velgengni þeirra
skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar
er traust og örugg fjármálaþjónusta
sem þú getur nýtt þér til vaxtar.
Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í
Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,
eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og
á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is
Bush fyrir Bandaríkjaþingi, fljót-
lega í kjölfar hryðjuverka-
árásanna á New York. Ljóst er að
þessi þrjú ríki voru þegar orðin að
slíkum öxulveldum í hugum
áhrifamikilla repúblikana löngu
áður en sú árás var gerð. Í skýrslu
Wolfowitz er beinlínis kvartað
yfir því að „hernaðaráætlanir
hingað til hafi gefið allt of lítinn
gaum að því hversu mikinn hern-
aðarmátt þarf til þess að geta ekki
einungis varist árásum þessara
ríkja, heldur einnig hversu mikið
þarf til þess að fjarlægja ríkis-
stjórnir þessara landa endanlega
frá völdum.“
Bandaríkin verði eina
heimsveldið
Í skýrslunni frá því 2000, sem
finna má á heimasíðunni
www.newamericancentury.org
ásamt fjölbreyttri flóru af öðrum
áhugaverðum gögnum, er talað
um nauðsyn þess að bæla niður
alla viðleitni annarra þjóða til að
öðlast svipuð áhrif á heimsvísu og
Bandaríkin. Rakin er nauðsyn
þess að Bandaríkin komi upp her-
stöðvum í Mið-Austurlöndum,
Suðaustur-Evrópu, Suður-Amer-
íku og í Suðaustur-Asíu, á stöðum
þar sem engar slíkar herstöðvar
eru fyrir.
Skýrsla Wolfowitz fyrir verk-
efnið um nýja ameríska öld, end-
urómar margt það sem þegar var
komið fram í skýrslu Dick
Cheney, þáverandi varnarmála-
ráðherra í ríkisstjórn George
Bush eldri, frá því árið 1992. Í
fyrstu málsgrein þeirrar skýrslu
segir að grunnmarkmiðið í varn-
arstefnu Bandaríkjanna eigi að
vera það að „koma í veg fyrir að
upp rísi eitthvað afl á heimsvísu
sem getur keppt við Bandaríkin í
styrk.“ Þar segir að Bandaríkin
verði að viðhalda þeim aflsmun-
um sem nauðsynlegir eru til þess
að hindra að nokkru ríki „jafnvel
detti það í hug að auka áhrif sín á
einhverju svæði heimsins eða
leika stærra hlutverk í alþjóða-
samfélaginu.“
Varðandi Miðausturlönd segir í
skýrslu Cheney að markmið
Bandaríkjanna eigi að vera það að
viðhalda stöðu Bandaríkjanna
sem áhrifamesta utanaðkomandi
aflsins á svæðinu og að „viðhalda
greiðu aðgengi Bandaríkjanna og
Vesturlanda að olíulindum svæð-
isins“. Í þessu skyni verði það
einnig grundvallaratriði að koma í
veg fyrir að öflug ríkjabandalög í
Arabalöndum nái yfirhöndinni í
þessum heimshluta.
Eldri hugmyndir um innrás í
Írak
Vert er að geta í þessu sam-
hengi þriðja skjalsins, sem sýnir
að hugmyndir núverandi áhrifa-
manna í ríkisstjórn Bandaríkj-
anna um nauðsyn þess að ráðast
með hervaldi á Írak voru kviknað-
ar nokkru áður en 11. september
2001 rann upp. Hér er um að ræða
bréf, dagsett 26. janúar 1998, til
Bill Clinton, þáverandi Banda-
ríkjaforseta. Það er undirritað af
m.a. Dick Cheney, Paul Wolfowitz,
Donald Rumsfeld og Jeb Bush. Í
því er Bill Clinton hvattur til þess
að íhuga alvarlega að beita her-
valdi til þess að fjarlægja Saddam
Hussein frá völdum. Bréfið má
lesa á www.newamericancent-
ury.org.
Í sjálfu sér þarf fátt af því sem
hér kemur fram að koma á óvart,
enda hafa þeir sem undir þessar
skýrslur skrifa margoft verið
nefndir „haukarnir“ í bandarískri
utanríkispólitík, til aðgreiningar
frá „dúfum“ eins og Colin Powell
utanríkisráðherra. En ljóst er að
samhengið í utanríkis- og varnar-
málastefnu núverandi ráðamanna
í Bandaríkjunum nær töluvert
langt aftur og innrásin í Írak er
ekki úr lausu lofti gripin heldur á
hún sér forsendur í dýpri hug-
myndafræði, sem liggur fyrir
skjalfest, um Bandaríkin sem eina
volduga heimsveldið á komandi
öld, án nokkurrar samkeppni.
gs@frettabladid.is
DICK CHENEY
Varaforseti Bandaríkjanna stóð að gerð leyniskýrslu árið 1992, þegar hann var varnar-
málaráðherra, þar sem tíundaðar eru leiðir til þess að tryggja áhrif Bandaríkjanna á öllum
svæðum heimsins. Hér tekur hann við minnismiða úr hendi aðstoðarmanna á leið sinni á
fund í Hvíta húsinu í vikunni.
ÚTBREIÐSLA BANDARÍSKA HERSINS
Áætlanir gera ráð fyrir að bandarískum herstöðvum verði komið fyrir víðar um heiminn á
komandi árum. Hér eru bandarískir hermenn í hertrukk í norðurhluta íraks.
M
YN
D
/A
P/
IA
N
J
O
N
ES