Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 4
4 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Sveitarstjórnir
Eru Íslendingar góðir ökumenn?
Spurning dagsins í dag:
Heldur þú að samkomulag náist um
framtíð Evrópska efnahagssvæðisins?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
48,5%
51,5%
Engan veginn
Vissulega
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Andrés Sigmundsson:
Kveðst
umvafinn
flokks-
bræðrum
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ég vonast til
að þetta gangi allt upp,“ segir
Andrés Sigmundsson, bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins, um
nýjan meirihluta í Vestmannaeyj-
um, sem tók til starfa í síðasta
mánuði.
Andrés segir að þegar skipað
var að nýju í nefndir í framhaldi
þess að nýr meirihluti hans og
Vestmannaeyjalista tók við völd-
um hafi ýmsir flokksbræðra hans
innan Framsóknarflokksins skilað
sér þótt ýmsir meðal framsóknar-
manna hafi tekið þann kost að
halla sér að minnihluta Sjálfstæð-
isflokksins.
„Ég er umvafinn framsóknar-
mönnum,“ segir Andrés og kveðst
fagna því sérstaklega að vera í
betri félagsskap en áður.
Andrés skipaði Skæring
Georgsson varamann sinn en
sjálfstæðismenn hafa lýst því að
þeir muni kæra þá ákvörðun til fé-
lagsmálaráðuneytisins. ■
Ráðherrar:
Efla ímynd
hrossa
STJÓRNMÁL Landbúnaðarráðherra,
samgönguráðherra og utanríkis-
ráðherra undirrita í dag sam-
komulag um átaksverkefni til
kynningar og markaðssetningar á
íslenska hestinum.
Verkefnið stendur til ársins
2007. Efla á „jákvæða ímynd
hrossaræktar og hestamennsku
og auka sölu á íslenska hestinum
og hestatengdri vöru og þjónustu
innanlands og utan.“
Lögð er áhersla á forystuhlut-
verk Íslands sem upprunalands
íslenska hestsins. Efla á almennan
áhuga á hestamennsku, meðal
annars í grunnskólum og fram-
haldsskólum. ■
JÖRÐ GENGUR ÚT Borgarbyggð
vill taka hæsta tilboði í eyðijörð-
ina Stapasel með fyrirvara um
kaupskilmála. Sex tilboð bárust
frá ýmsum stöðum. Hæsta tilboð-
ið kom frá aðila úr sveitarfélag-
inu sjálfu.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum:
Þrefalt fleiri án atvinnu
ATVINNUMÁL „Bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar hefur sagt frá undirrit-
un samnings varðandi stálpípu-
verksmiðju hér á Suðunesjum,“
segir Kristján Gunnarsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur. Hann segir
engan kominn með vinnu vegna
þessa ennþá nema starfsmenn
Íslenskra aðalverktaka sem
vinna að undirbúningi lóðar.
Hann segir þetta atvinnusköpun
fyrir stóran hóp véla- og verka-
manna, sem sé mjög jákvætt.
„Varla verður aftur snúið mið-
að við þá vinnu sem komin er af
stað. Ég horfi björtum augum til
þessa. En það leysir ekki þennan
bráða atvinnuvanda sem hér er.
Á fimmta hundrað manns eru at-
vinnulausir, sem er yfir fimm
prósent. Tala atvinnulausra hef-
ur nærri þrefaldast frá því í
fyrra. Við erum mjög óróleg yfir
þessu hérna hjá Verkalýðs- og
sjómannafélaginu. Þau merki
sem við sáum frá atvinnulífinu í
haust bentu öll til þess að það
myndi þrengja að hjá okkur,“
segir Kristján. Hann segir að
Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja
hafi gefið út viðvörun til sveitar-
félaganna í haust.
Kristján segir að þó loðnuver-
tíðin sé farin af stað rétti hún lít-
ið úr stöðunni. Hann segir fleiri
atvinnutækifæri skila sér hægar
en samdráttur. „Hluti af bráða-
vandanum er sá að sveitarfélög-
in eru ekki að vinna nógu vel
saman. Þau vinna að málunum
hvert í sínu horni. Suðurnesin
eru eitt vinnusvæði. Fólk setur
vegalengdirnar ekki fyrir sig.
Þegar unnið er í atvinnumálum
hér á Suðurnesjum þarf að skoða
þau sem eina heild,“ segir Krist-
ján. ■
Kynferðislegt ofbeldi:
Eyjarskeggj-
ar fyrir rétt
WELLINGTON, AP Fimmti hver íbúi
á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi hef-
ur fengið á sig ákæru fyrir kyn-
ferðislegt ofbeldi. Eyjarskeggj-
ar eru aðeins um 45 og er því um
níu manns að ræða.
Fjöldi lögreglumanna frá
Englandi og Nýja-Sjálandi tók
þátt í umfangsmikilli rannsókn á
meintri kynferðislegri misnotk-
un eyjarskeggja en ásakanir þar
að lútandi höfðu borist frá um 20
konum sem búið höfðu á eynni.
Að rannsókninni lokinni var
ákveðið að gefa út ákæru á hend-
ur níu karlmönnum. Á meðal
ákæruatriða eru nauðganir og
kynferðisleg misnotkun á ung-
um börnum.
Pitcairn, sem er afskekkt eld-
fjallaeyja, var numin árið 1790
af níu áhafnarmeðlimum breska
skipsins Bounty, en þeirra á
meðal var stýrimaðurinn sem
leiddi uppreisnina gegn Bligh
skipstjóra. ■
Gordon Brown:
Enga Evru í
Bretlandi
BRETLAND Búist er við því að
Gordon Brown, fjármálaráð-
herra Bretlands, noti kynningu
sína á fjárlagafrumvarpi næsta
árs til að mæla gegn því að Bret-
ar taki upp evruna.
The Times segir að meðal
þess sem Brown muni leggja
áherslu á í kynningu sinni séu
slæm áhrif strangra reglna
evrusvæðisins um fjárlagahalla.
Þær eru taldar hafa gert evru-
ríkjum erfitt fyrir við að auka
hagvöxt. Þær myndu einnig
koma í veg fyrir lántöku sem
Bretar þurfa að leggja í til að
standa straum af kostnaði við
aðgerðir ríkisstjórnarinnar. ■
Ekkert lát á útbreiðslu
Yfir hundrað manns hafa nú látist af völdum heilkennis alvarlegrar
bráðrar lungnabólgu. Óttast er að holskefla tilfella sé í vændum og leita
yfirvöld um allan heim nú leiða til þess að takast á við þennan áður
óþekkta vágest.
FARALDUR, AP Skráð dauðsföll af
völdum HABL, heilkennis alvar-
legrar bráðrar lungnabólgu, eru
nú orðin yfir eitt hundrað. Yfir
2.300 manns hafa veikst í heim-
inum öllum, flestir í Kína og
Hong Kong, og heldur tilfellun-
um áfram að fjölga þó að hart sé
barist gegn útbreiðslu sjúk-
dómsins. Dæmi eru um að lækn-
ar og hjúkrunarfólk hafi veikst
af sjúkdómnum.
Tæplega áttræð kona í Hong
Kong varð þess vafasama heið-
urs aðnjótandi að verða hund-
raðasti einstaklingurinn sem
deyr úr HABL. Þrátt fyrir stór-
tækar aðgerðir yfirvalda hefur
sjúkdómurinn haldið áfram að
breiðast út í héraðinu. Ráða-
menn í Hong Kong óttast nú að
holskefla tilfella sé í vændum og
er stefnt að því að við lok þessa
mánaðar geti sjúkrahús á svæð-
inu tekið á móti allt að 3.000
sjúklingum. Í dag geta þau að-
eins annað um 1.500 manns og er
því hætt við að neyðarástand
skapist ef ekki verður hafinn
undirbúningur nú þegar fyrir
það sem koma skal.
Kínverskir ráðamenn hafa nú
viðurkennt að sjúkdómurinn sé
mun útbreiddari þar í landi en
áður hefur komið fram. Kínverj-
ar hafa verið harðlega gagn-
rýndir fyrir að halda leyndum
mikilvægum upplýsingum varð-
andi útbreiðslu sjúkdómsins og
tefja þannig fyrir sérfræðingum
sem eru að reyna að komast að
rótum sjúkdómsins.
Sendinefnd frá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni hefur verið í
Guangdong-héraði í Kína síðan á
fimmtudag í þeim tilgangi að
komast að uppruna HABL.
Rannsóknin beinist einkum að
því að kanna hvort veiran sem
veldur sjúkdómnum gæti hafa
borist í menn frá húsdýrum eða
jafnvel villtum dýrum. Sérfræð-
ingar telja að sjúkdóminn megi
rekja til áður óþekkts afbrigðis
kórónaveiru en slíkar veirur
finnast venjulega aðeins í dýr-
um.
Í Víetnam hafa að minnsta
kosti fjórir látist af völdum
HABL. Hefur komið til tals að
hætta að hleypa inn í landið gest-
um frá þeim löndum þar sem
sjúkdómurinn hefur komið upp.
Ekki er þó talið líklegt að af því
verði þar sem það myndi að lík-
indum skaða ferðaþjónustuna í
landinu verulega. ■
Skattatillögur flokkanna skipta meirihluta landsmanna litlu eða engu máli í kosningunum:
Meirihlutinn kýs ekki skattamál
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands-
manna segir að tillögur stjórn-
málaflokkanna í skattamálum
stjórni litlu eða engu um það
hvernig þeir ætla að kjósa í vor
samkvæmt skoðanakönnun,
Fréttablaðsins frá því á laugar-
daginn.
Rúmlega 46% þeirra sem tóku
afstöðu segja að tillögur flokk-
anna í skattamálum komi til með
að skipta miklu máli um hvernig
þeir verja atkvæði sínu í kosning-
unum. Rúmlega 27% segja að til-
lögurnar skipti litlu máli og rúm-
lega 26% segja þær ekki skipta
neinu máli.
Nokkur munur er á afstöðu
kynjanna til mikilvægis skattatil-
lagna flokkanna. Um 53% kvenna
segja þær skipta miklu máli um
það hvernig atkvæðinu verði var-
ið en um 40% karla eru sömu
skoðunar. Karlar búsettir í þétt-
býli láta skattatillögurnar sig
meiru varða en karlar á lands-
byggðinni. Um 44% þeirra segja
tillögurnar skipta miklu máli en
34% karla á landsbyggðinni. Ekki
er teljandi munur á afstöðu kven-
na eftir búsetu. Á heildina litið
lætur fólk í þéttbýli skattatillög-
urnar sig meiru varða en fólk á
landsbyggðinni. Um 49% íbúa í
þéttbýli segja þær skipta miklu
máli um það hvernig þeir verja at-
kvæði sínu í vor en 43% íbúa á
landsbyggðinni.
Í könnuninni var hringt í 600
manns á landinu öllu og tóku tæp
93% þeirra afstöðu. Spurt var:
Hversu miklu máli munu tillögur
stjórnmálaflokkanna í skattamál-
um skipta um hvernig þú verð at-
kvæði þínu í kosningunum í vor? ■
HVERSU MIKLU MÁLI MUNU TIL-
LÖGUR STJÓRNMÁLAFLOKK-
ANNA Í SKATTAMÁLUM SKIPTA
UM HVERNIG ÞÚ VERÐ ATKVÆÐI
ÞÍNU Í KOSNINGUNUM Í VOR?
HETJUR AÐ STÖRFUM
Almenningur í Hong Kong er farinn að líta á lækna og hjúkrunarfólk sem hetjur á borð
við bandarísku björgunarmennina sem hættu lífi sínu í World Trade Center. Þó nokkur
dæmi eru um að heibrigðisstarfsmenn hafi veikst af HABL og læknirinn sem uppgötvaði
sjúkdóminn er þegar látinn.
ANDRÉS SIGMUNDSSON
Ánægður með nýja meirihlutann.
VOGAR Á VATNSLEYSUSTRÖND
Milli fjögur og fimm hundruð manns eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum.