Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 12

Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 12
12 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR ÓSKASTUND Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, blæs á kerti á köku sem bökuð var í tilefni af 59 ára afmæli leiðtogans þann 7. apríl. Schröder er staddur í Hannover, þar sem nú fer fram stærsta iðnaðarsýning sem haldin hefur verið í heiminum. Ráðherra telur mikilvægt að tengja Seyðisfjörð Fjarðabyggð: Ný jarðgöng á Austfjörðum SAMGÖNGUR Iðnaðar- og viðskipta- ráðherra vill tengja Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð með jarðgöngum. Valgerður Sverrisdóttir sagði þetta íbúaþingi Seyðisfjarðar á laugardaginn. „Þungamiðja atvinnuþróunar- innar á næstu árum verður á Reyðarfirði,“ sagði Valgerður. „Það er mikilvægt að Seyðfirðing- ar geti sótt vel launaða vinnu í ál- verið ef þeir svo óska, en ekki er síður mikilvægt að á Seyðisfirði geti orðið til afleidd störf og af- leiddur iðnaður sem þjóni álver- inu, eða þjónusta sem nýtir sér þau sóknarfæri sem ótvírætt verða til í tengslum við uppbygg- inguna.“ Á grundvelli þessa sagðist Valgerður sjá fyrir sér að þegar til lengri tíma væri litið myndu jarðgöng tengja Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð og gera þessi byggðarlög að einu atvinnu- svæði. „Ég tel rétt að gerð verði kostnaðaráætlun þar sem ekki eingöngu verði dreginn fram kostnaður við gerð þessara sam- göngubóta heldur einnig að ávinningur byggðarinnar hér og íslensks samfélags í heild verði metinn.“ ■ Skýrsla um framtíð samvinnuformsins: Samvinnufélög á öld samþjöppunar FÉLÖG Samvinnuformið á brýnt er- indi í breyttu efnahagsumhverfi á Íslandi á 21. öldinni, samkvæmt skýrslu dr. Ívars Jónssonar sem tekin var saman fyrir Samband ís- lenskra samvinnufélaga í tilefni af aldarafmæli sambandsins. Í skýrslunni, sem kynnt var á Bif- röst um helgina, er greint frá stöðu samvinnufélaga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð og reifuð sóknarfæri samvinnuformsins á Íslandi. Fram kemur að bændur í Bandaríkjunum nota formið til að styrkja stöðu sína gagnvart stór- fyrirtækjum þar í landi, enda eru smábændur lítils megnugir gagn- vart þeim stórfyrirtækjum sem kaupa afurðir þeirra. Þá segir í skýrslu Ívars að vaxandi sam- þjöppun auðs og valda einkafyrir- tækja á Íslandi skapi andúð á fyr- irtækjunum í fákeppnisstöðu. Spurningin sé hvort almenningur vilji „fákeppni fyrir fáa“ eða „fjár- magn fyrir fjöldann“. Helstu skilaboð skýrslunnar eru að alþjóðavæðing þurfi ekki að fela í sér að samvinnufélögin gangi sér til þurrðar, og að sóknarfæri samvinnuformsins á Íslandi liggi víða, meðal annars í raforkufram- leiðslu, smásölu og þjónustu á sviði tómstunda. ■ Verðbólgan ekki í tveggja stafa tölu Aðalhagfræðingur Seðlabankans segist ekki hafa áhyggjur af því að verðbólgan fari í tveggja stafa tölu vegna stóriðjuframkvæmda. Hann vill ekki tjá sig um boðaðar skattalækkanir stjórnmálaflokkanna. EFNAHAGSMÁL Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur ekki miklar áhyggjur af því að verðbólgan fari í tveggja stafa tölu á þeim þenslutímum sem fram undan eru vegna virkjana- og s t ó r i ð j u f r a m - kvæmda. „Ef ekki verður gripið til neinna að- h a l d s a ð g e r ð a vegna stóriðju- framkvæmda er að vísu hugsanlegt að verðbólga geti nálgast tveggja stafa tölu,“ segir Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans. „En þetta er auðvitað ekki raunhæft því við munum auðvitað hækka vexti.“ Már segir að í skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram að meginþung- inn af hagstjórnaraðgerðum vegna stóriðjuframkvæmda muni lenda á peningastjórninni en rík- isfjármálin verði að styðja við hana. Aðspurður segir Már að samkvæmt síðustu úttekt Seðla- bankans á stóriðjuframkvæmdum gætu vextir farið yfir 10% ef ekki kemur neinn stuðningur frá að- gerðum í ríkisfjármálum eða hærra gengi. „Þegar búið er að taka fram- kvæmdir vegna Norðuráls inn í þetta er náttúrlega þörf á meiri vaxtahækkun, en ég get ekki svar- að því hversu mikilli. Það veltur á því hvernig gengisþróunin verður og hvað verður gert í ríkisfjár- málunum.“ Már segist ekki vilja tjá sig neitt um boðaðar skattalækkanir stjórnmálaflokkanna. „Það eina sem ég vil segja er að svigrúm til slökunar í ríkisfjár- málum er væntanlega að verða lít- ið og hverfur þegar nær dregur stóriðjuframkvæmum. OECD kveður, ef eitthvað er, fastar að orði. Þetta þýðir að ef skattalækk- anir verða á allra næstu árum verður að skera niður opinber út- gjöld á móti eða hækka aðra skatta. Það er því mikill misskiln- ingur ef einhver heldur að OECD telji óhætt að auka halla ríkissjóðs á næstu misserum.“ trausti@frettabladid.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „Það er mikilvægt að Seyðfirðingar geti sótt vel launaða vinnu í álverið ef þeir svo óska,“ sagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra á íbúaþingi Seyðisfjarðar. MÁR GUÐMUNDSSON, AÐALHAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS Már segir að í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram að megin- þunginn af hagstjórnaraðgerðum vegna stóriðjuframkvæmda muni lenda á peningastjórn- inni en ríkisfjármálin verði að styðja við hana. ■ Ef skattalækk- anir verða á allra næstu árum verður að skera niður op- inber útgjöld á móti eða hækka aðra skatta. BLÁSIÐ TIL SÓKNAR Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, hlýddu andaktugir á fyrirlestur um framtíð samvinnuformsins á Bifröst á helginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Stríðsglæpamenn: Verða allir handteknir BELGRAD, AP Zoran Zivkovic, nýr forsætisráðherra Serbíu, heitir því að handtaka alla þá sem Stríðs- glæpadómstóllinn í Haag grunar um stríðsglæpi. Vesturveldin hafa þrýst á Serba að handtaka Ratko Mladic, foringja Bosníu-Serba í borgarastríðinu sem geisaði í lýð- veldum fyrrum Júgóslavíu. Hann er talinn fela sig í Serbíu og njóta við það aðstoðar hersins. Zivkovic ját- aði að það kynni að vera rétt, hann sagði stjórnvöld ætla sér að ná betri tökum á hernum. ■ Dalai Lama: Tíbet fái heimastjórn NÝJA-DELHÍ, AP „Við sækjumst ekki eftir sjálfstæði. Við verðum að lifa saman hlið við hlið, það er veruleik- inn sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Dalai Lama, trúarlegur leið- togi Tíbeta, þegar hann tilkynnti að fulltrúi hans myndi fara til Peking innan tveggja mánaða til viðræðna við kínversk stjórnvöld. Hann sagði Tíbeta myndu fara fram á heima- stjórn innan Kínaveldis. Bróðir Dalai Lama fundaði með kínverskum embættismönn- um á síðasta ári. Kína hernam Tí- bet 1950, en Dalai Lama flýði landið eftir misheppnaða upp- reisn árið 1959. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.