Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 18

Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 18
■ ■ FUNDIR  16.30 Námstefna um karlaheilsu verður haldin í Norræna húsinu. Ásgeir Theodórs meltingarsérfræðingur, Gestur Þorgeirsson hjartalæknir, Ingólfur Gísla- son, félagsfræðingur Jafnréttisstofu, og Óttar Guðmundsson geðlæknir flytja er- indi. Allir karlar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.  20.00 Íslensk-japanska félagið stendur fyrir dagskrá undir yfirskriftinni Heimur ungu kynslóðarinnar í Alþjóða- húsinu, 1. hæð. Ragnar Þorvarðarson, sem var skiptinemi í Japan, segir frá dvöl sinni í máli og myndum. Sagt verð- ur frá menningar- og menntasamskipt- um Íslands og Japans. Loks verður fjall- að um tónlist í Japan, hiphop og margt, margt fleira. ■ ■ OPNUN  13.30 Ellefta sýningin í sýningar- röðinni Fellingar verður opnuð í Þjóðar- bókhlöðunni í dag. Guðrún Vera Hjart- ardóttir sýnir ljósmyndaröð sem hún kallar Tilraun. Á opnuninni verður Guð- rún Vera með uppákomu. ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Opið bíó 12 verður haldið í húsakynnum MÍR við Vatnsstíg 10a. Bíó Reykjavík hvetur alla kvikmyndagerðar- menn að safnast saman og horfa á stuttmyndir eftir sjálfan sig og aðra, svo lengi sem stuttmyndin er undir 45 mín- útum. Skapandi umræður fyrir og eftir hverja mynd. Enginn aðgangseyrir.  19.30 Kvikmyndakúbburinn Cine Club Hispano sýnir myndina Plata que- mada, eða Brunnar brýr að baki, sem gerð var á Kúbu árið 2000. Sýnt verður í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. ■ ■ TÓNLIST  12.15 Fjórðu og síðustu tónleikarnir í hádegistónleikaröð Íslensku óperunn- ar á vormisseri bera yfirskriftina Anti- pasti. Flytjendur eru þau Sesselja Krist- jánsdóttir mezzósópran, Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór og Clive Poll- ard píanóleikari. Á efnisskránni eru ítöl- sk ljóð og antikaríur.  18.00 Pönk gegn stríði er yfirskrift tónleika, sem haldnir verða í Iðnó í kvöld. Fram koma hljómsveirnar I Adapt, Dys, Kimono, Vígspá, Innvortis, Lunchbox, Hrafnaþing og Elín Helena.  19.30 Ég býð þér dús, mín elsku- lega þjóð nefnist leik- og söngskemmt- un byggð á ljóðlist Halldórs Laxness, sem haldin verður í Bókasafni Kópavogs í kvöld í tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Aðgangur er ókeypis.  20.00 Hin sívinsælu sönglög Vestmannaeyingsins Oddgeirs Krist- jánssonar verða flutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi. Hafsteinn Þór- ólfsson söngvari, sem er barnabarn Oddgeirs, sér um flutninginn ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleik- ara og Matta Kallio harmonikuleik- ara.  20.00 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðlu- leikari og Kristinn Örn Kristinsson pí- anóleikari flytja á tónleikum í Salnum, Kópavogi, verk eftir J. S. Bach, Eugéne Ysaÿe, Olivier Messiaen, Johannes Brahms og Camille Saint-Saëns. Að- gangur ókeypis og allir velkomnir með- an húsrúm leyfir. ■ ■ SÝNINGAR  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Á Kjarvalsstöðum er Ilmur Stefáns- dóttir með sýningu er hún nefnir Mobiler. Þar sýnir hún umbreytt farar- tæki, vídeómyndir og örsögur.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norð- urslóðum.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu, stendur yfir sýning á sovésk- um veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir al- menningssjónir. Heilbrigði, ham- ingja og friður er yfirskrift sýningar- innar.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á áður ósýndum verkum listakon- unnar Louisu Matthíasdóttur.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, sýna Hlíf Ás- grímsdóttir og Ólöf Oddgeirsdóttir verk sín.  Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona sýnir stór ofin verk í fordyri Hallgríms- kirkju. Hún er einnig með innsetningu í glugga Meistara Jakobs gallerís, Skóla- vörðustíg 5.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir fjölmarga myndlistar- menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 APRÍL Þriðjudagur Jú, ég er ábyggilega í yngrikantinum, að minnsta kosti miðað við Ísland,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleik- ari. Hún er að ljúka prófi í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands aðeins 18 ára gömul og stefnir á fram- haldsnám erlendis strax í haust. Liður í prófinu eru opin- berir tónleikar, sem verða í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þetta er engan veginn í fyrsta sinn sem hún flytur einleiks- verk opinberlega á tónleikum, þótt þetta sé reyndar í fyrsta skipti sem hún heldur heila ein- leikstónleika. Foreldrar Elfu Rúnar eru báðir hljóðfæraleikarar og tónlistar- kennarar, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Elfa Rún þykir afburða- nemandi, sumir segja ekki síðri en Sigrún Eðvaldsdótt- ir var á hennar aldri. Kenn- ari hennar hefur verið Guð- ný Guðmundsdóttir. Píanóleikari með henni á tónleikunum er faðir hennar, sem verður að teljast harla óvenjulegt. „Hann hefur spilað með mér annað slagið í gegn- um allt námið. Við höfð- um ákveðið þetta fyrir löngu að okkur langaði að hafa tónleikana saman.“ Elfa Rún byrjaði að læra fjögurra ára á fiðluna og segir að annað hafi eiginlega aldrei komið til greina. „Það var samt ekki fyrr en frá fjórtán ára aldri eða svo sem ég fór að taka þetta af alvöru. Þá fór maður að verða samvisku- samari.” Stöku sinnum kom fyrir að hún harðneitaði að fara í spilatíma. „En þá fór mamma bara fyrir mig. Síðan kom hún heim með fullt af skemmtilegum hlutum, nýjum hugmyndum og nýju efni. Þá sá ég náttúrlega eftir öllu.“ Elfa Rún segist ekki taka neina tónlistarstefnu fram yfir aðra. „Það er gaman að spila allt. En það fer eiginlega eftir því hvað maður er að spila hverju sinni. Þegar maður er að spila barokktónlist, þá langar mann ekki til að spila neitt annað. Síðan spilar maður kannski bara nú- tímatónlist og þá vill maður ekki sjá barokktímann.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLEIKAR HRAFN JÖKULSSON Besta kaffið í bænum er á Vega-mótum, það er mjög einfalt. Ég er orðinn háður capuccinoinu þeirra og þar að auki er matseðill- inn prýðilegur og starfsfólkið dá- samlegt. Besta kaffiðí bænum ELFA RÚN KRISTINSDÓTTIR Fiðlutónleikar hennar í Saln- um í kvöld eru hluti af loka- prófi hennar frá Listahá- skóla Íslands. Gaman að spila allt FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.