Fréttablaðið - 08.04.2003, Side 20

Fréttablaðið - 08.04.2003, Side 20
Sonur reggae-goðsins BobMarley hefur tekið að sér að leika Rómeó í nýstárlegri kvik- mynd eftir leikriti Shakespeares sem gerist á Jamaíku. Útfærslan er uppfærð til nútímans og kýs Ky-Mani Marley að kalla hana „One Love“ eftir einu lagi föður síns. Myndinni verður leikstýrt af Don Letts, sem þekktastur er fyr- ir vinnu sína með bresku pönk- sveitinni The Clash. Ljósmyndir af Marilyn Monroesem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings áður verða sýndar á sýningu í London tileink- aðri leikkonunni. Myndirnar eru m.a. úr einkasafni fyrrum eigin- manns hennar, Arthur Miller. Á sýningunni verða einnig sýndir skartgripir sem hún bar. Söngvarinn Robbie Williams baðhina orðljótu Kelly Osbourne um að opna alla tónleika sína á væntanlegri ferð hans um Evrópu. Hann segist heillast af því hvernig stúlkunni virðist sama um allan mótbyr. Á tón- leikaferðinni leikur Williams m.a. fyrir fleiri áhorfendur en hann hefur nokkru sinni gert áður. Það gerist á tón- leikaþrennu í ágúst á hinum fræga tónleikastað Knebworth. Nýjasta breiðskífa The WhiteStripes fór rakleiðis í fyrsta sæti breska sölulistans með nýj- ustu plötu sína „Elephant“. Bretar hafa ekki sparað lofsyrðin í garð rokkdúettsins og setningar eins og „bjargvættir rokksins“ hafa heyrst. Nýja platan er öll unnin á gamla mátann, tók 10 daga í upp- tökum og kostaði innan við 628 þúsund krónur í framleiðslu. Sveitin tók toppsætið af banda- rísku þungarokksveitinni Linkin Park. Kvikmyndin „Phone Booth“, semfjallar um umsátur leyniskyttu í New York, fór beina leið á topp- inn í Bandaríkj- unum. Upphaf- lega átti að frum- sýna myndina, sem skartar Colin Farrell í aðalhlut- verki, í fyrra en hætt var við það eftir að leyniskytta í nágrenni Washington drap 13 manns á göt- um úti. 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR20 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10 THE RING b.i. 16 kl. 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 Sýnd kl. 6 og 9 b.i. 14 ára kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI kl. 88 FEMMES kl. 6 og 8CRUSH kl. 10ADAPTATION kl. 5.30 og 10.05NOWHERE IN AFRICA Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára THUNDERPANTS kl. 4 25th HOUR kl. 10 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6 og 9 CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 10.30 NATIONAL SECURITY bi 12 4, 6, 8, 10 Það er árið 1881 og í Súdan erkominn fram herskár spá- maður, Al-Madhi, sem ógnar breska heimsveldinu. Eina ráðið er því að senda unga og hrausta her- menn til að ganga milli bols og höf- uðs á þessum villimanni. Þetta hljómar nokkuð kunnuglega nú þegar ungir og hraustir Bretar hætta lífi sínu í Írak. Sá vondi skálkur Saddam stenst að vísu engan samanburð við Al-Mahdi, en grundvallarþemað er þó svipað: kristnir menn fara í stríð sem þeir telja Guði þóknanlegt. „Fjórar fjaðrir“ er í senn ástar- saga, vináttusaga og hasarmynd með góðum leikurum, vel og vand- lega tekin. Og ekki vantar leik- stjórann metnaðinn, en frumraun hans var hin velheppnaða períódu- mynd „Elísabet“ um meydrottn- inguna frægu. Að þessu sinni tekst honum þó ekki alveg jafn vel upp. „Fjórar fjaðrir“ hefur marga kosti og er á köflum mikilfengleg, en sagan sjálf er tætingsleg og áherslur óljósar. Og niðurstaðan er varla samboðin öllu því sem á und- an er gengið enda stendur ennþá yfir blóðugt stríð í Súdan, stríð sem hefur staðið í áratugi og eng- inn á Vesturlöndum séð ástæðu til að skakka þann ljóta leik. Enda er lítið um olíu í Súdan. Þráinn Bertelsson THE FOUR FEATHERS Aðalhlutverk: Heath Ledger, Kate Hudson, Wes Bentley, Micael Sheen Handrit: Michael Schiffer Leikstjórn: Shekhar Kapur Umfjöllunkvikmynd Huglausa hetjan Hljómsveitin Fritz varð til uppúr leifum rokksveitarinnar Port, sem átti stutta lífdaga í lok síðustu aldar. Sú sveit var í náðinni hjá Skífunni um tíma og gaf meðal annars út þrjú lög á safnplötunum Spírur og kvistir. Af einhverjum ástæðum liðaðist sveitin í sundur þegar aðrir hlutir toguðu fastar en tónlistin. Gítarleikarinn Magnús Þór Magnússon hélt áfram að semja tónlist og ákvað að senda inn tvö lög í hljómsveitakeppni tónlist- artímaritsins Sánd, sem haldin var fyrir áramót, og vann. Við það bretti Magnús upp ermarnar, kall- aði til fyrrum trommara Port og tvo aðra vini sína og stofnaði Fritz. Hljómsveitin leikur rokktónlist og neitar að skilgreina tóna sína frek- ar. „Við erum að klára að hljóð- blanda þessi tvö lög sem ég sendi inn á sínum tíma,“ segir Magnús Þór Magnússon gítarleikari. „Sveitin var bara stofnuð í kring- um þessa keppni. Við vorum búnir að tala lengi saman um að hittast og djamma en aldrei komið því í framkvæmd. Þegar ég svo vann þessa „hljómsveitakeppni“ var ekki til nein hljómsveit. Ég hringdi þá bara í þessa stráka og þrýsti á þá. Við ákváðum að stofna hljóm- sveit. Núna hlökkum við til þess að fara að semja lög saman.“ Þannig má segja að Fritz hafi byrjað feril sinn á öfugum enda. Vaninn er sá að sveitir æfi sig sam- an og fari svo í hljóðver en þessi sveit var sérstaklega sett saman til þess að vinna sigurlögin í Hljóð- rita. Fritz hefur því ekki enn kom- ið fram á sínum fyrstu tónleikum. Magnús segist hafa langað að fara með lög sín í hljóðver lengi en það sé afar dýrt. Það hafi því verið gott framtak hjá Sánd að bjóða ókeypis hljóðverstíma sem verð- laun í keppninni. „Þetta kemur mjög vel út. Lögin hljóma samt ekki eins og þegar ég sendi þau inn á sínum tíma en það er eitthvað nýtt og skemmtilegt að fæðast. Eftir þetta ætlum við að byrja að æfa á fullu.“ Lögin tvö sem Fritz er að vinna verða að öllum líkindum gefin út á væntanlegri safnplötu IMP. Nýjasta tölublað Sánd er komið út og prýðir rokksveitin loðna Brain Police kápu þess. biggi@frettabladid.is ■ TÓNLISTFréttiraf fólki FRITZ „Það var hringt í mig á fimmtudegi og mér til- kynnt að við hefðum unnið keppnina, nafnið á sveitinni kom á föstu- degi,“ útskýrir Magnús. „Þetta er allt búið að vera mjög undarlegt.“ Byrjað á öfugum enda Í janúar voru tilkynnt úrslit í hljómsveitakeppni tónlistarblaðsins Sánd. Sigurvegari var hljómsveitin Fritz, sem var ekki til fyrr en hún sigraði. Fyrir sigurlaunin hljóðritaði sveitin tvö lög. NÝTT AFL Heimasíða: www.nu.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.