Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 30
Baltasar Kormákur lét ekkiskamma sig lengi í norska
síðdegisblaðinu Verdens Gang
eins og greint
var frá hér í
blaðinu. Leik-
arar í upp-
færslu á Litlu
hryllingsbúð-
inni í Osló fyr-
ir tveimur
árum hugðu
sér gott til
glóðarinnar
þegar Baltasar
kom til Noregs til að kynna nýj-
ustu kvikmynd sína, Hafið, og út-
húðuðu honum á síðum Verdens
Gang fyrir fjármálaóreiðu og
fyrir að hafa skilið þá eftir á
köldum klaka þegar sýningin
floppaði hér um árið. Þegar
Baltasar kom til Noregs og sá í
hvað stefndi hélt hann þegar í
stað til fundar við lögmann Ver-
dens Gang og las yfir hausamót-
unum á honum. Dró blaðið í land
daginn eftir og baðst afsökunar á
frumhlaupi sínu. Flest var þar
rangt. Til dæmis að Baltasar
hefði verið leikstjóri sýningar-
innar. Hann var framkvæmda-
stjóri hennar en Ari Matthíasson
leikstýrði.
FÉLAGSMÁL Guðmundur Gunnars-
son byrjaði í félagsmálavafstrinu
tíu ára gamall. Þá með skátunum.
Svo var það Iðnskólinn og hann
var ekki fyrr kominn á vinnu-
markaðinn en hann var orðinn
trúnaðarmaður í Straumsvík.
Hann varð formaður Rafvirkjafé-
lagsins 1987 og svo Rafiðnaðar-
sambandsins 1993. Þar situr hann
enn þó um hann blási naprir vind-
ar andstæðinga en er alls ekkert á
förum:
„Við höfum ekki kynnst svona
vinnubrögðum fyrr hér í Rafiðn-
aðarsambandinu en þetta verður
að hafa sinn gang. Þing okkar
verður haldið í næsta mánuði og
þá kemur þetta allt í ljós,“ segir
Guðmundur, sem líkar best að
vera með sjálfum sér þó hann hafi
verið að vasast í félagsmálum
lengur en flestir eins og að ofan
greindi. Segist einfari og líka vel:
„Þrátt fyrir það er ég líka í
stjórn hjá Útivist og nýt þess að
ganga á fjöll og á skíðum þegar
þannig gefur. Á síðasta ári svaf ég
í 40 nætur í tjaldi. Mér er sama
hvar ég sef í tjaldi. Svo lengi sem
ég er ekki með steinvölu upp í
hrygginn,“ segir hann.
Guðmundur er kvæntur Hel-
enu Sólbrá Kristinsdóttur og sam-
an eiga þau einn dreng. Þá á Guð-
mundur uppeldisdóttur og fjögur
börn af fyrra hjónabandi. Þar er
elst Björk Guðmundsdóttir, fræg-
asti Íslendingur allra tíma: „Það
er stór hópur í kringum mig því
barnabörnin eru orðin sjö. Þetta
er samheldinn og skemmtilegur
hópur og gengur á ýmsu þegar við
hittumst. En alltaf gaman,“ segir
Guðmundur. ■
Hrósið 30 8. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Persónan
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
■ hefur átt undir högg að sækja sem
formaður Rafiðnaðarsambandsins. En
hann lætur ekki haggast. Og er ekkert
á förum.
Fær Sindri Sindrason, fráfrandiforstjóri Pharmaco, fyrir að
hafa unnið nokkur ævistörf
fimmtugur.
Félagsmálatröllið er einfari
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
Fimm barna faðir. Þar á meðal Björk.
Fréttiraf fólki
BLÓM
Sextíu blómabúðir í Reykjavík - sex í Kaupmannahöfn.
Neytendasamtökin
í rósastríðið
BLÓMAVERSLUN „Okkur er kunnugt
um háa álagningu í blómaversl-
unum og nú þegar skilaverð til
blómabænda hefur lækkað um-
talsvert er það krafa okkar að sú
verðlækkun skili sér til neyt-
enda. Við ætlum að ganga í þetta
mál,“ segir Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendasamtak-
anna. Jóhannes ætlar að gera
fólk út af örkinni, láta það ganga
á milli blómaverslana og birta
síðan lista yfir álagningu og verð.
Sem kunnugt er af fréttum hef-
ur offramleiðsla á rósum orðið til
þess að stórum hluta uppskerunn-
ar er hent og skilaverð til blóma-
bænda hefur lækkað um 15-20
prósent. Blómabændur staðhæfa
að þessi lækkun komi ekki fram í
verði rósa í blómabúðum, sem sé
allt of hátt miðað við framboð.
Blómaval hefur boðið tíu rósir
í búnti á 990 krónur að undan-
förnu á meðan aðrar blómaversl-
anir eru með tilboð á sambæri-
legum búntum á 1.400-2.000 krón-
ur. Kristinn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Blómavals, telur
þó að hátt rósaverð megi skýra
með fjölda blómaverslana á höf-
uðborgarsvæðinu. Þær séu um 60
talsins á meðan sambærilegar
verslanir í Kaupmannahöfn séu
ekki nema sex. Þar, eins og hér,
séu blómaviðskipti að færast inn
í stórmarkaði og á bensínstöðvar
og það komi að sjálfsögðu við
rekstur hefðbundinna blóma-
verslana. ■