Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 32

Fréttablaðið - 08.04.2003, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Íslenskir skíðamenn eru bjartsýn-asta fólk veraldar. Þeir fara ekki svo mikið á skíði, en gá þess oftar til veðurs. Dagar þeirra hefjast á því að horfa í útsynninginn til fjalla, spá og spekúlera í vindhraða og frost- mark. Þeir eiga mikinn gagnabanka um veðurfar og vita til dæmis að ef hitinn fer yfir fjórar gráður á höfuð- borgarsvæðinu rignir í fjöll, en haldist hann í þremur gráðum snjó- ar í brekkur. Löngum stundum bíða þeir eftir kjöraðstæðum þar sem frostmark, snjóalög, vindhraði og skyggni verður að fara saman. Sjaldnast verður þeim að ósk sinni og þegar lóan lendir við Höfn í Hornafirði eftir sitt árlega áætlun- arflug bölva skíðamenn í hljóði og allar vonir um skíðasnjó bráðna í vorsól og nöturlegum hlýindum. ÞEIR reyta hár sitt þegar fregnir berast af rauðbrystingum á Álfta- nesi og blesgæsum í Borgarfirði. Líklega er vænlegra að stunda fjall- göngur í Danmörku, sjóböð við Grænlandsstrendur og víðavangs- hlaup í Amason en að vera skíða- maður á Íslandi. Ráðvilltir ráfa þeir um stræti á snjólausum dögum eins og mörgæsir í eyðimörk og eiga langar rökræður um hvort leysa megi landfestar og fleyta skerinu norðar í von um eina eða tvær gráð- ur í mínus. EN ilmur vors og hlýinda boðar líka kosningar og gylliboðahnoðrar eru á lofti yfir landinu bláa. Tilboðum rign- ir yfir kjósendur sem hafa ekki við að tína upp í poka sinn loforð um peningagjafir. Flokkar standa fyrir fjölskylduskemmtunum svo húsdýra- garðurinn fölnar. Tóti trúður mætir og hljómsveitin Látalæti. Allir fá ókeypis nammi, fulla vasa af skatta- lækkunum og einhverjir bjóða upp á staðfasta styrjaldarstefnu. Brúna- þungir og harðsnúnir stjórnmála- menn brosa nú blítt og alúðlega og lýsa því hamingjusamir hvernig þeir ætli að berjast við stóriðjugóðærið. SKOÐANAKANNANIR á klukkutíma fresti rugla hina skýr- ustu í ríminu og kjósendur sem vilja vera í vinningsliðinu verða svo átta- villtir á kjördag að þeir stinga debetkortinu sínu í kjörkassann. En leiðtogarnir standa með sólgleraugu á hæsta tindi og virða fyrir sér sitt pólitíska landslag. Einhverjir svífa niður en aðrir fara brotnir og laskaðir heim. ■ Snjóléttir dagar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.