Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 15

Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2003  15.00 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  17.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spil- in fyrir þá næstu.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsend- ing frá síðari leik Barcelona og Juventus í 8 liða úrslitum.  20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu. Útsending frá síðari leik Valencia og Inter Milan í 8 liða úrslitum.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  0.25 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  0.30 Skjár 1 Mótor (e). Þáttur um mótorsport. hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 APRÍL Þriðjudagur KAPPAKSTUR Ökuþórinn Michael Schumacher þakkaði móður sinni stuðninginn í gegnum tíðina, eftir að hann bar sigur úr býtum í kappakstrinum í San Marino í Formúlu 1 um helgina. Móðir hans lést skömmu fyrir kappakst- urinn en þrátt fyrir það ákváðu hann og bróðir hans Ralf að taka þátt. Schumacher, sem er fimmfald- ur heimsmeistari, sagðist ekki hafa getað náð svo langt án stuðn- ings móður sinnar. „Móðir mín hafði mikla ánægju af því að koma á kappakstursbrautina þeg- ar við vorum að keppa í Kerpen [heimabæ Schumacher í Þýska- landi] og henni fannst mjög gam- an að horfa á okkur keppa. Móðir mín og faðir studdu okkur alltaf og gerðu okkur kleift að gera það sem við gerum nú. Hún hefði vilj- að að ég keppti í dag, ég er viss um það.“ Schumacher þakkaði liðsmönn- um sínum í Ferrari einnig fyrir stuðninginn. „Allir í liðinu, forset- inn, tæknimennirnir og kokkur- inn, hafa veitt mér gífurlegan stuðning á þessum hræðilega degi. Það hefur hjálpað mér mikið.“ ■ IVERSON Allen Iverson brýst framhjá George Lynch, leikmanni Hornets, í leiknum í fyrrakvöld. Iverson skoraði 55 stig. Úrslitakeppni NBA: Iverson með 55 stig KÖRFUBOLTI Allen Iverson bætti stigamet sitt í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 55 stig í sigri Phila- delphia 76ers á New Orleans Hornets, 98:90, í fyrrakvöld. Þar með komst hann í hóp þeirra Michael Jordan, Charles Barkley, Wilt Chamberlain, Rick Barry og Elgin Baylor, sem allir hafa skorað meira en 55 stig í úr- slitakeppninni. Jordan á metið með 63 stig í einum leik. Tracy McGrady átti einnig góðan leik þegar hann skoraði 43 stig er Orlando Magic vann Detroit Pistons 99:94 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni. Þá unnu meistarar L.A. Lakers Minnesota Timberwolves með 117 stigum gegn 98. Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Shaquille O’Neal 32. ■ AP/M YN D SCHUMACHER Michael Schumacher eftir kappaksturinn um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á keppnistímabilinu. Kimi Räikkönen, liðs- maður McLaren, og Rubens Barrichello hjá Ferrari lentu í öðru og þriðja sæti. Michael Scumacher: Þakkaði móður sinni AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.