Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 20
OPNUN  16.00 Eyvindur P. Eiríksson opnar sýningu ljóðmyndverka, með flutningi ljóða og tónlistar í Lóuhreiðri, Lauga- vegi 61. Fram koma m.a. Erpur Þ. Ey- vindarson, G. Rósa, Særós Mist og Ketill Larsen. SÝNINGAR  15.00 Í Listasafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson- ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vas- ulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Þar er einnig sýningin Penetration, sem er sýning á verkum norska listamannsins Patrick Huse. Loks er í safninu fastasýning á verkum Erró.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðardóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýningin List- in meðal fólksins, þar sem listferill Ás- mundar Sveinssonar er settur í sam- hengi við veruleika þess samfélags sem hann bjó og starfaði í.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur. Safnið er opið á skírdag og laug- ardag kl. 11-17, en lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 APRÍL Þriðjudagur Við fórum bara í orðabók ogleituðum að orðum sem byrj- uðu á ferða-,“ segir Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður. „Af því þetta átti að verða ferða- lag í kringum landið. Þá fundum við þetta stórskemmtilega orð, ferðafuða.“ Ferðafuða þýðir samkvæmt orðabók hringja eða sylgja á reið- tygjum, eða eitthvað sem lokar hring. Þær Harpa og stalla henn- ar, Ólöf Nordal, völdu þetta orð sem yfirskrift sýningar sem er á ferðalagi í kringum landið. „Venjulega dettur fólki reynd- ar eitthvað annað í hug, því fuð þýðir svolítið annað,“ segir Harpa. Hún fræðir blaðamann einnig á því að bleiki liturinn hafi fylgt sýningunni á alla staðina. „Ýmist hefur salurinn allur verið málaður bleikur eða aðeins hluti af honum. Á einum staðnum var það bara einn rammi, sem var í þessum fallega skærbleika lit.“ Þær byrjuðu hringferðina í Slunkaríki á Ísafirði haustið 2001. Þaðan héldu þær áfram með sýninguna til Akureyrar, þar sem þær sýndu sumarið 2002. Um haustið var sýningin komin til Seyðisfjarðar og nú um pásk- ana var hún opnuð í Áhaldahús- inu í Vestmannaeyjum. Meining- in er svo að ljúka hringnum á Kjarvalsstöðum í október. „Við lögðum af stað í þetta ferðalag vegna þessa að við höf- um svo mikla trú á því að lista- fólk eigi að tala saman. Það fyrir- byggir alls konar misskilning og öfund, og fólk lærir að meta hvert annað miklu betur. Og þetta hefur tekist svo geysilega vel. Við höfum fengið svo rosa- lega góð viðbrögð á öllum stöðun- um. Mesta kikkið er að upplifa hvað þetta smellvirkar.“ Núna eru verkin á þessari far- andssýningu orðin níutíu, því alltaf bætast ný við í hverjum áfanga. Öll eru verkin í minni kantinum til þess að auðveldara sé að ferðast með þau. „Á hverjum stað sýnir með okkur bæði fólk af staðnum, sem við bjóðum að vera með, og svo alltaf einhverjir sýnendur úr Reykjavík líka. Það fylgja alltaf fimmtán til tuttugu manns sýn- ingunni á hvern stað, en það er ekki alltaf sami hópurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ MYNDLISTARSÝNING Fyrirbyggir öfund og misskilning HÁVARÐUR TRYGGVASON Kontrabassinn minn er smíðað-ur í Frakklandi af manni sem heitir Patrick Charton. Ég pantaði hann hjá honum eftir að hafa séð bassa eftir hann á sýningu. Ég bjó í Belgíu á þessum tíma og fór til hans að velja við í bassann. Það var ævintýri að koma í kjallarann hjá honum. Svo hófst hann handa við smíðina og ég kom undir lokin og fylgdist með framvindunni. Þegar hann var búinn hitti ég hann í París og fékk bassann af- hentan, þá var hann búinn að bæta skrauti á hann. Þetta var svolítið eins og að eignast barn. Ákvörðunin er tekin og svo er meðgöngutíminn. Mað- ur fylgist aðeins með, fer í sónar og sér nokkurn veginn hvað er. Svo kemur hann fullmótaður og þó maður hafi haft mikið um það að segja hvernig hann er kemur alltaf eitthvað á óvart. Bassinn er níu ára og hefur þroskast vel. Hljóðfæriðmitt! KJARTAN ÓLAFSSON Skammtímaminnið á kaffi er núþannig að maður man bara hvar maður fékk síðast gott kaffi. Og það var í Kaffitári í Banka- stræti, þar sem ég fékk mjög góð- an kaffibolla um daginn. Ég var þar á fundi með Messíönu Tómas- dóttur. Besta kaffiðí bænum FRÁ OPNUN FERÐAFUÐU Í VESTMANNAEYJUM Síðasti áfangi farandsýningarinnar Ferðafuðu var opnaður í Vestmannaeyjum á skírdag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.