Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 28
STJÓRNMÁL „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á stjórnmálum og ákvað því að fjalla um stjórnmál og al- mannatengsl í lokaverkefninu,“ segir Björn Árni Ólafsson, sem er að leggja lokahönd á BS-ritgerð sína í viðskiptafræði við Við- skiptaháskólann á Bifröst. „Ég legg mesta áherslu á samskipti stjórnmálamanna við fjölmiðla en skoða líka ræðutíma þingmanna. Þar má finna margt athyglisvert sem tengist heildarmyndinni en mér sýnist til dæmis að á báðum þessum vígstöðvum horfi stjórn- málamenn meira á magnið en gæðin.“ Ræðustóll Alþingis er vett- vangur sem þingmenn geta notað til að kynna sjálfa sig og baráttu- mál sín og sá tími sem þeir eyða í stólnum gefur ákveðnar vísbend- ingar um slíkt. „Ögmundur Jónas- son er ræðukóngur síðasta þings. Hann talaði í 24 klukkutíma og 29 mínútur, sem er um 8,7% af heild- arræðutíma þingsins, og náði þar með titlinum af flokksformanni sínum og ræðukóngi síðustu þriggja þinga, Steingrími J. Sig- fússyni. Ögmundur barðist hart gegn Kárahnjúkavirkjun og ál- verinu á Reyðarfirði á síðasta þingi. Hann hafði ekki sigur í því máli en landaði þó ræðukóngstitl- inum. Það má ætla að Steingrímur hafi kosið að beita sér minna í virkjunarmálinu. Afstaða hans hefur vissulega legið ljós fyrir en þar sem framkvæmdirnar eru í nýja kjördæminu hans hefur það líklega ekki þjónað hagsmunum hans að hjakka mikið á því.“ Formaðurinn þagnar og fylgið eykst „Það er athyglisvert hversu lít- ið Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, talaði á síð- asta þingi miðað við önnur þing kjörtímabilsins. Þá vekur það einnig athygli að fylgi Samfylk- ingarinnar hefur stóraukist á sama tíma. Á meðan flestir tala hlutfallslega meira talar Össur minna. Hjálmar Árnason, Þor- gerður Katrín, Guðjón Arnar og Kristján Möller töluðu áberandi meira á þessu þingi en áður. „Kristján þurfti að gera sig sýni- legan hjá fjölda kjósenda í nýju kjördæmi og notaði þingið vel því hann talaði nánast jafnlengi nú og á þinginu á undan, sem var þó töluvert lengra í dögum talið. Þá er Guðjón Arnar búinn að sækja í sig veðrið allt kjörtímabilið og tal- aði í sextán og hálfa klukkustund á síðasta þingi.“ Stjórnarandstaðan talar meira Björn bendir á að þótt stjórn- arandstæðingar tali lengur þýði það ekki að stjórnarþingmen hafi ekkert til málanna að leggja. „Hér koma nokkrar ástæður til greina. Meðal annars sú að stjórnarand- stöðuflokkarnir bera eingöngu ábyrgð á stefnu og aðgerðum síns flokks en ríkisstjórnarflokkarnir bera í raun ábyrgð á stefnu flokksins og stefnu ríkisstjórnar- innar. Þar af leiðandi eiga þing- menn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks oft á tíðum erfiðara með að tjá skoðanir sínar í ræðum og gera það frekar á lokuðum þingflokksfundum.“ thorarinn@frettabladid.is 36 ÁRA „Ætli dagurinn fari ekki bara í vinnu hjá mér,“ segir Matthías Hemstock trommuleik- ari, sem er þrjátíu og sex ára í dag. „Við héldum upp á fimm ára afmæli fóstursonar míns, Ýmis Gíslasonar, á laugardaginn og Gyða móðir hans verður þrítug þann þriðja maí, þannig að það er skammt stórra högga á milli.“ Matthías og Gyða gengu í það heilaga síðasta sumar og hann tel- ur meiri líkur á að þau hjónin geri eitthvað sérstakt á afmæli frúar- innar. „Mínir eigin afmælisdagar verða oft útundan þó ég hafi alveg gaman af því að halda veislur.“ Matthías segist aðspurður ekki hafa gert neitt sérstakt þegar hann varð þrítugur. „Ég held ég hafi ekki haldið upp á það en ef ég gerði það þá var það greinilega ekki mjög minnisstætt.“ Það hefur vitaskuld ekkert upp á sig að spyrja Matthías hvernig aldurinn leggst í hann enda „er þetta ekki neinn aldur“, eins og hann orðar það. Hann er á kafi í tónlistinni og það eru spennandi hlutir fram undan. „Ég er nýkom- inn út úr smá skafli og seint í maí ætlum við að koma saman Skúli Sverrisson, Hilmar Jensson og Eyvind Knag. Við tókum upp plöt- una Napoli 23 fyrir tveimur árum og þetta verður í fyrsta skipti sem við hittumst aftur allir síðan þá. Við ætlum að halda tónleika hér heima og förum svo og spilum í London á hátíð á vegum Smekk- leysu.“ Tónlistin er tímafrekt starf og áhugamál og því er ekki mikið svigrúm til að sinna öðrum hugð- arefnum. „Það er helst að ég reyni að grípa í bækur og svo er ágætt að gera við bílinn öðru hvoru,“ segir Matthías dasaður eftir barnaafmæli og á kafi í vinnu. ■ 28 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Ræðuhöld BJÖRN ÁRNI ÓLAFSSON ■ fjallar meðal annars um ræðutíma þingmanna í lokaverkefni sínu við Há- skólann á Bifröst. Hann telur stjórnmála- menn oft horfa frekar á magnið en gæð- in á þessum vettvangi og bendir á að þeir sem tali minna hafi þó oft heilmikið til málanna að leggja. Afmæli MATTHÍAS HEMSTOCK ■ trommuleikari er 36 ára í dag. Hann er að slappa af eftir að hafa haldið upp á 5 ára afmæli fóstursonar síns á laugar- daginn og ætlar ekki að gera neitt sér- stakt í dag. # 6       # 6             # 6   !          789:)$;'""()<=: "#$%&"&'( )*+,-++    7  $>')?@* + //5  $  ++ +  A MATTHÍAS HEMSTOCK „Mínir eigin afmælisdagar verða oft útund- an þó ég hafi alveg gaman af því að halda veislur.“ Enginn aldur HJÁLMAR ÁRNASON Hann er formaður Iðnaðarnefndar og tal- aði einnig mikið 1999-2000 þegar Eyja- bakkaumræðan var í hámarki. Hann talaði öllu minna á næstu tveim þingum en kom fílefldur til leiks á síðasta þingi þegar Kára- hnjúkaumræðan fór af stað með látum. Hann talaði í 5 klukkustundir og 43 mínút- ur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra er eini framsóknarmaðurinn sem talaði lengur en Hjálmar en hún eyddi alls 10 klukkustundum og 40 mínútum í ræðu- stóli. BJÖRN BJARNASON Það fór lítið fyrir honum á nýloknu þingi. Hann talaði samtals í 39 mínútur, sem er stysti tíminn hjá þeim þingmönnum sem sátu allt þingið. „Það er þó ekki hægt að túlka þetta þannig að Björn hafi ekki skoð- anir á málunum eða hann sé eitthvað sér- staklega feiminn. Hann heldur úti mjög öflugri vefsíðu og skrifar mikið af greinum. Það má segja að hann hafi tileinkað sér aðra tækni, þurfi síður á ræðustólnum að halda og sé trúlega í betra sambandi við kjósendur en þeir sem tala til þeirra úr ræðustóli þingsins,” segir Björn Árni. Áherslan á magnið frekar en gæðin BJÖRN ÁRNI ÓLAFSSON „Þingmenn stjórnarand- stöðunnar tala áberandi meira en stjórnarþing- mennirnir og ef við skoð- um meðaltal heildartíma eftir flokkum kemur í ljós að þingmenn Vinstri grænna töluðu lang- lengst. Hver þeirra talaði að meðaltali í 16 klukku- tíma.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.