Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 8
SÝRLENDINGAR VILJA SAMVINNU Utanríkisráðherra Sýrlendinga, Farouq al-Sharaa, segist fagna hugmyndum George Bush um samvinnu Sýrlendinga og Banda- ríkjamanna. „Við vonum að yfir- lýsingar forsetans marki tíma- mót og að við getum hafið gagn- legar viðræður.“ Við páskamessu í Texas sagðist Bush sannfærður um að sýrlensk stjórnvöld vildu samstarf við Bandaríkjamenn og að Sýrlendingar tækju ekki á móti „stríðsglæpamönnum“ frá Írak. EYDDU EFNAVOPNUM Íraskur vísindamaður, sem ku hafa starfað við efnavopnaáætl- un stjórnvalda í Írak í rúm tíu ár, hefur greint bandaríska her- námsliðinu frá því að Írakar hafi eytt efnavopnum örfáum dögum áður en stríðið hófst. Þetta kem- ur fram á netsíðu The New York Times. Sömuleiðis segir hann Íraka hafa á laun sent óhefð- bundinn vopnabúnað til Sýrlands á árunum 1990-2000 og að Írakar hafi unnið með al Kaída-samtök- unum. 8 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Erlent Stjórnmál Framsóknarflokkurinn – kjölfestan í íslenskum stjórnmálum – ekki slagsmál SVEFN Tveir af hverjum þremur vinnandi Bretum ná sér í kríu í vinnutímanum samkvæmt nýrri könnun þar í landi. Sex af hverj- um tíu sögðust fá sér nokkra mín- útna blund daglega á baðherberg- inu, bílastæðinu eða jafnvel við skrifborðið. Boots-verslanirnar spurðu 1.900 viðskiptavini hversu marga tíma á nóttu þeir svæfu og 41% sagðist sofa sjö tíma á nóttu, en æskilegt meðaltal er sjö og hálf- ur til átta tímar. „Ef fólk þarf að fá sér blund að deginum staðfestir það bara að nætursvefninn er ekki nógu góður,“ segir prófessor Chris Idzikowski, sérfræðingur Boots í svefnvenjum. „Það er allt í lagi að fá sér kríu í vinnunni, en fólk ætti að hafa það hugfast að það tekur 20 mín- útur fyrir heilann að hrökkva al- mennilega í gang aftur,“ segir Idzikowski. ■ STJÓRNMÁL „Ég hugsa að helsta hliðstæðan væri Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna í kosning- um 1971. Þeirra aðalmál var út- færsla landhelginnar, á svipaðan hátt og aðalmál Frjálslyndra er breyting á kvótakerfinu,“ segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um það hvaða helstu hliðstæður hann sjái í íslenskri stjórnmálasögu við Frjálslynda flokkinn, en uppgang- ur Frjálslyndra í skoðanakönnun- um undanfarið hefur vakið þó nokkra athygli. Hann segir Frjáls- lynda vera breyt- ingaflokk, sem fari fram með kröfu um ákveðnar kerfis- breytingar. Að því leyti svipi þeim einnig nokkuð til Bandalags jafnaðarmanna. „Bandalag jafnaðarmanna lagði mikla áherslu á stjórnarskrár- breytingar,“ segir Svanur. „Frjáls- lyndir eiga sér nokkra hliðstæðu við flokka sem hafa boðað slíkar kerfisbreytingar.“ Svanur vill þó ekki meina að Frjálslyndir séu eins málefnis framboð. „Mér finnst það oft gleymast í þessari umræðu að þeir eru með borgarfulltrúa í Reykja- vík,“ segir Svanur. „Ekki eru þeir með borgarfulltrúa í Reykjavík út af kvótakerfinu. Þeir hafa mjög markvisst talað um velferðarmál og sérhæft sig í þeim.“ Að þessu leyti til minna Frjálslyndir einnig nokkuð á Borgaraflokkinn, að mati Svans, því Borgaraflokkur- inn lagði áherslu á velferðarmál, var frjálslyndur og tók talsvert af verkalýðsfylgi Sjálfstæðisflokks- ins yfir til sín. Svanur telur ekki loku fyrir það skotið að sama sé uppi á teningnum nú í tilviki Frjálslyndra. Í samhengi íslenskrar stjórn- málasögu er Frjálslyndi flokkur- inn það sem kalla má fimmta framboðið. Það kemur fram til viðbótar við hina fjóra flokkana, sem vissulega hafa tekið talsverð- um breytingum á undanförnum árum. Fimmta framboðinu, segir Svanur, tekst nærri alltaf að afla talsverðs fylgis. En erfitt er hins vegar að segja til um framtíð Frjálslyndra, að mati Svans. Örlög svipaðara framboða hafa yfirleitt verið þau að aðrir flokkar taka upp málstað þeirra og framboðið fjarar út. „Frjálslyndir geta þannig orðið fórnarlömb eigin vel- gengni,“ segir Svanur. Hann bend- ir þó á eina stóra undantekningu frá þessari venju, sem er Kvenna- listinn. Hann bauð fram fyrst 1983 og hélt velli í margar kosningar, og sameinaðist síðan öðrum flokk- um á vinstri væng í Samfylking- unni. gs@frettabladid.is Fegurð í bílahöll FEGURÐARSAMKEPPNI Ungfrú Ís- land.is verður kjörin í beinni sjón- varpsútsendingu á Skjá einum föstudaginn 25. apríl. Keppnin fer fram í höfuðstöðvum Bifreiða og landbúnaðarvéla á Grjóthálsi í Reykjavík en fyrstu verðlaun eru einmitt Getz-bifreið frá umboð- inu. Ungfrú Ísland.is leggur ekki einvörðungu upp úr útliti kepp- enda heldur skyggnist undir yfir- borðið og metur innri mann að jöfnu við þann ytri. Athygli hefur vakið að tveir keppenda eru af er- lendu bergi brotnir þó komnir séu með íslenskan ríkisborgararétt. Irena kemur frá Póllandi og Svetl- ana er rússnesk. Báðar hafa stúlk- urnar verið búsettar hér á landi um nokkurra ára skeið. ■ VIÐSKIPTI „Þessi mikla sala er fyrst og fremst út af háum raunvöxtum hér á landi og þeirri staðreynd að lánshæfismat íslenska ríkisins er mjög hátt hjá alþjóðlegum stofn- unum,“ segir Þórður Pálsson, yfir- maður greiningardeildar hjá Kaupþingi, en Kaupþing hefur undanfarið selt mikið af íslensk- um húsbréfum og öðrum skulda- bréfum á erlendum markaði. Mánaðarleg sala Kaupþings á ís- lenskum skuldabréfum til útlanda að undanförnu hefur numið um fimm milljörðum króna. „Miðað við það að bréfin eru verðtryggð og í ríkisábyrgð,“ segir Þórður, „þá eru þau hagstæðari en önnur slík bréf annars staðar, vegna þess að vextirnir annars staðar eru lægri.“ Afföll á húsbréfum hafa horfið undanfarið vegna mikillar sölu og bréfin hafa farið í yfirverð. Þessi mikla sala hefur haft áhrif til lækkunar raunvaxta hér á landi, segir Þórður. Aðspurður um það af hverju Kaupþing hefur selt mest af húsbréfum og öðrum skuldabréfum á erlendum mark- aði undanfarið segir hann það af- rakstur mikils kynningarstarfs í erlendum útibúum Kaupþings um áraraðir. Hann vill ekkert segja um ágóða Kaupþings af sölunni. „Við erum að sjálfsögðu ekki að tapa á þessu,“ segir Þórður. ■ Þreyttir Bretar. Fá sér kríu í vinnunni GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Frjálslyndi flokkurinn hefur aukið verulega við sig fylgi í skoðanakönnunum. Fimmta framboðið hefur yfirleitt skilað árangri í stjórnmálasögu undanfarinna áratuga. Frjálslyndir á siglingu Uppgangur Frjálslynda flokksins eru ein helstu stórtíðindi skoðanakannana undanfarið. Flokkurinn á sér nokkrar hliðstæður í stjórn- málasögunni, segir prófessor í stjórnmálafræði. ■ Ekki eru þeir með borgarfull- trúa í Reykjavík út af kvótakerf- inu. KAUPÞING Hefur selt útlendingum íslensk húsbréf og önnur skuldabréf í stórum stíl undanfarið. Mikið selt af íslenskum skuldabréfum til útlendinga: Fimm milljarðar á mánuði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.