Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Snjóþunglyndi gerir vart við sig.Ekki einasta vegna þess að skíða- vertíðinni er lokið áður en hún hófst heldur líka þar sem snjóleysi gæti haft áhrif á fiskveiðar sumarsins og valdið vatnsleysi í ám og lækjum. Vandinn sameinar skíða- og veiði- menn um gjörvalla eyju. Í loforða- hreti kosningavertíðar mun þessi þrýstihópur ganga spjöldum vopnað- ur að Stjórnarráðinu og krefjast fannfergis á fjöllum. Loforðameist- arar munu svo sannarlega grípa þessa kröfu á lofti og heita svo sem einu almennilegu hreti. Það er þó loforð sem auðvelt ætti að vera að efna miðað við mörg önnur sem fljúga um loftin þessi dægur. Dylgjur og hálfkveðnar vísur er kostulegur kveðskapur og Blátoppur hyggst ekki leggja þá vísnagerð fyr- ir sig. Það mátti glögglega sjá í Bolludagsfárinu forðum. Þar voru nú ekki dylgjur þegar heilu starfs- mannafélögin skyldu endurskoða sín subbulegu skattframtöl og sviksam- legar ráðagerðir. Fréttamenn fengu á sig fullgerða kvæðabálka um slæ- leg vinnubrögð og sviksemi við flokksmálstaðinn. Einhver rogaðist um með peningahauga og kastaði á annan og þar var nú ekki hálfur kveðskapur. Frambjóðendur reiða sig á gullfiskaminni kjósenda og kannanir sýna að 99,9 prósent kjós- enda muna ekkert stundinni lengur. Eyjarskeggjar sitja pikkfastir á lista staðfastra og grátbiðja Bússa um að fá að pússa skóna hans, vera dyramotta, leika tré í garðinum hans og styðja árásir á hvað sem er – bara svo hann taki ekki saman á Miðnes- heiði og fari með dótið sitt. Dugmik- ill Dóri, útlandsmálastjóri, vill hjálpa Ali litla handalausa eftir að hafa staðfastur samþykkt loftárásir á húsið hans í Bagdad. Þá er nú líkt og við búum í Undralandi sjálfu. Hollívúddstjörnur sem eru svo skammsýnar að gagnrýna Bússa fá ekki vinnu lengur. Þær geta í mesta lagi fengið að kenna leiklist á grunn- skólastigi á Sýrlandi eða leika stytt- ur á götum Bagdadborgar. Menning- arfrömuðir í Hvíta Húsinu segja af sér í mótmælaskyni við það virðing- arleysi sem Bandaríkjaher sýndi fornminjum í Bagdad á sigurstundu, en enginn segir af sér þar vestra vegna sakleysingjanna sem féllu. Þeir voru fórnir á altari frelsisins. ■ Vorvindar á Undralandi Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is s: 554-5022 Nýbílavegi 20 Kóp. Veitingahús Súpa og 4réttir kr. 1390 á mann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.