Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 30
Guðbergur Bergsson gerir hiðmagnaða málverkafölsunar- mál að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu JPV-Út- gáfu og segist skil- ja jafn lítið í því og kvótamálinu. „Það fyrrnefnda virðist vera þrjótslega ís- lenskt með lævísu, dönsku ívafi hvað varðar lög, rétt og fagurfræði. Kvótamálið er aftur á móti laust við hana, enda rammíslenskt, kolruglað og ljótt klúður frá upphafi.“ Þá botnar Guðbergur ekkert í því að „Thor Vilhjálmsson skuli hafa verið kallaður sem vitni um málverk en verið stöðvaður í miðjum klíð- um, þegar hann var að fara „á kostum“, eins og sagt var í frétt- inni“. Guðbergur spyr í fram- haldinu hvers Thor eigi að gjalda „að dómari, sem þekkir eflaust ekki mun á málverki eftir Tiziano og Kjarval, skuli stinga upp í hann og reka úr réttarsalnum?“ Guðbergur vottar „skáldbróður“ sínum að sjálfsögðu samúð sína og skeggræðir svo falsanir á sinn sérstaka hátt. Framsóknarmenn slá hvergi afí kosningabaráttunni og reyna hvað þeir geta að höfða til unga fólksins. Þannig gerði Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra sér lítið fyrir og mætti í 70 Mínútur á PoppTíVí og skellti hinum margrómaða ógeðs- drykk í sig og gerði gott betur með því að færa Sveppa og félögum brodd til að bergja á. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra tók lagið svo eft- ir verður munað hjá Gísla Mart- eini og Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra fór í yfirhaln- ingu í Ísland í bítið og lét breyta sér í svaka skutlu. Þá hafa ung- æðislegar sjónvarpsauglýsingar framsóknar vakið athygli og síð- an hefur flokkurinn komið merki sínu á auglýsingar nýjustu Al Pacino-myndarinnar, The Recruit. Glöggir menn draga það að vísu í efa að framsóknarmenn hafi séð myndina áður en þeir kýldu á hana þar sem einkunnar- orð hennar eru „traust, svik og blekkingar“. Hrósið 30 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR STÉTTARFÉLÖG „Ég hef nefnilega aldrei unnið í banka,“ segir Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna. Friðbert er kerfisfræðingur og hóf störf hjá Reiknistofu bankanna árið 1978. „Við vorum ennþá að nota gata- spjöld til að forrita tölvur þegar ég byrjaði.“ Friðbert var varaformaður félagsins frá 1989 og tók við for- mennsku árið 1995. Miklar breyt- ingar hafa orðið í fjármálageiranum á þeim tíma. Skömmu áður en Frið- bert tók við varaformennsku sam- einuðust nokkrir viðskiptabankar í Íslandsbanka. Félagsmönnum fækkaði á því tímabili, en fjölgaði síðan aftur þegar verðbréfamarkað- ur þróaðist hér á landi. Nú standa aðrar sameiningar fyrir dyrum. Friðbert segir að slíkar breytingar gangi best þegar Samband banka- manna hefur verið með í ráðum. Utan vinnutíma er tvennt sem hefur tekið hug og tíma Friðberts. Annað er golf. „Ég er mikill íþróttafíkill, keppti í blaki með ÍS í gamla daga og hef þjálfað og spil- að,“ segir Friðbert og viðurkennir að golfið hafi heltekið hann strax. Golfvellir eru orðnir iðagrænir og hann segist hafa notað tímann um páskana til að sveifla kylfunum. „Svo hef ég líka leikið í keilu og við hjá Reiknistofunni höfum verið með lið. Golfið á nú samt hug minn þessa dagana.” Hitt áhugamálið er menntun. „Ég byrjaði aftur í skóla.“ Friðbert fór í rekstrarnám í endurmenntun háskólans og lauk því. „Mér fannst ég ennþá geta lært, þannig að ég innritaði mig í hagfræði og lauk því 2001.“ Friðbert stundar nú masters- nám í hagfræði. Hann segir að vegna anna hafi hann stundum átt erfitt með tímasókn. „Þá hefur ver- ið gott að hafa eignast góða vini í náminu af yngri kynslóðinni sem hafa tekið fyrir mann glósur.“ Frið- bert segir endurmenntun lífsnauð- synlega fyrir bankamenn. „Ég hef verið að predika þetta yfir fólki og því eins gott að ganga á undan með góðu fordæmi.“ ■ Persónan FRIÐBERT TRAUSTASON ■ formaður Sambands íslenskra bankamanna hefur aldrei unnið í banka. Hann er kominn með golfbakt- eríuna og varð hagfræðingur fyrir tveimur árum. ...fær Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir að hafa sund- staði höfuðborgarinnar opna um páskana. Meira að segja á föstu- daginn langa. Veitti ekki af að skola af sér súkkulaðið. Fréttiraf fólki Hagfræðingur og aldrei unnið í banka Aðstandendur Jackass-sýn-ingarinnar í Háskólabíói á dögunum segja að sögusagnir um að Steve-O og félagar hafi verið ofurölvi í beinni útsend- ingu í Djúpu lauginni á Skjá ein- um séu út í hött. Steve-O hafi hins vegar verið illa sofinn eftir annasama tvo daga, flug yfir Atlantshafið og upptökur á áhættuatriðum á Íslandi. Daginn fyrir þáttinn fór hann og spókaði sig í miðbæ Reykjavíkur og heillaði að sögn alla í kringum sig með gríni og glensi, ekki síst konur sem fylgdu honum í hópi á hótelið þar sem gamanið hélt áfram. Morgun- inn eftir var hann mættur klukkan níu í ýmiss konar kynningarvinnu – viðtöl, upptök- ur og fleira – þannig að þegar það kom að Djúpu lauginni klukkan fimm var hann út- keyrður.                       !" #$"%$"           ! "#$$%&%%'()(*+,-,./-,0- (1-.!+!-2..!2.3,.'4 5550-,0-6-'#7'  Þríburar þurfa meira „Það tekur ekkert yngra systkini við stígvélunum þegar þau verða of lítil og alltaf þarf að kaupa þrennt af öllu,“ segir Guðbjörg Gunnarsdótt- ir, formaður Félags þríburafor- eldra, en félagið hefur látið í sér heyra í framhaldi af fréttum um baráttu þríburaforeldra í Hveragerði um af- slátt af leikskóla- gjöldum. Sú barátta hefur enn ekki ár- angur borið. Félag þríburaforeldra hef- ur sent blaðinu bréf þar sem segir meðal annars: „Oft er fjallað um þessi mál á þann hátt að þeir sem ekki þekkja til geta varla á nokkurn hatt skilið hvers vegna eigi að aðstoða þríbura umfram þá sem eiga kannski þrjú börn með stuttu millibili. Stundum er nefnt að flestir þríburar séu glasabörn og hvort fólk hefði ekki átt að hugsa sinn gang áður en það fór út í þessa vitleysu,“ segir meðal annars í bréfi þríburaforeldrana. Og svo er komið að kjarna málsins: „Fyrst má nefna að þríburar eru alltaf fyrirburar og það er áhyggju- efni í hverri þríburameðgöngu hversu langt móðirin nái að ganga með börnin. Dæmin hjá okkar fé- lagi sýna að þetta getur verið frá 26 vikum til 37 vikna en full meðganga er 40 vikur.“ Og um fæðingarorlofið segir í bréfinu: „Í dag er fæðingar- orlofi þannig háttað að móðir fær 6 mánuði með fyrsta barni og 3 mán- uði með hverju barni umfram það. Samtals 12 mánuði með þríburum. Feðraorlof þríburaforeldra er 3 mánuðir. Ef sömu foreldrar hefðu eignast þrjú börn með stuttu milli- bili fengi móðirin samtals 18 mán- uði og faðirinn 9 mánuði.“ Á fjölmörgu öðru er tæpt í bréfi þríburaforeldrana og ljóst að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga svo mörg börn í einu. Til dæm- is verða þríburaforeldrar að bíða með börnin heima þar til þau ná leikskólaaldri því fæstir þeirra hafi efni á því að borga hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir gæslu hjá dagmömmu: „Við erum ekki að kvarta. Aðeins að benda á að stundum mætti taka tillit til stöðu okkar, sem er augljós- lega önnur en flestra annara fjöl- skyldna,“ segir Guðbjörg Gunnars- dóttir. ■ ■ BARNALÁN Í Félagi þrí- buraforeldra eru nú 42 fjöl- skyldur og því 126 börn. Að gefnu tilefni láta þeir nú í sér heyra því ekki er allt sem sýnist. MÓÐIR MEÐ ÞRÍBURA Guðbjörg Gunnarsdóttir með þríburana Kjartan, Sverri og Hákon. Þeir eru 9 ára. FRIÐBERT TRAUSTASON Hvetur félagsmenn sína til endurmenntun- ar og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. HABL-faraldurinn. Andrésar Andar leikarnir. Höfuðstöðvar B&L, Grjóthálsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.