Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 10
Minni flokkarnir hafa aukiðfylgi sitt í síðustu viku sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og stóru flokkarnir misst fylgi. Samfylkingin mælist nú með minna en 30 prósenta fylgi í fyrsta sinn á þessu ári. Sjálfstæð- isflokkurinn er með rúmlega 35 prósenta fylgi, Frjálslyndir eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp 13 prósent, Framsókn hækkar í tæplega 12 prósent en Vinstri grænir eru enn undir 10 prósentum. Sem löngum fyrr myndi ríkisstjórnin falla ef þess- ar niðurstöður gengju eftir. Sú kenning gæti talist skynsöm sem segði að smærri flokkarnir hefðu jafna möguleika til að vaxa á við þá stærri þegar hingað er komið í kosningabaráttunni. Kjós- endur gera líklega upp hug sinn eins og viðskiptavinir vídeóleig- anna. Sumir vita hvaða mynd þeir ætla að leigja en aðrir ætla að ákveða sig fyrir framan rekkann. Þegar þangað er komið hafa allir myndir tiltölulega jafna mögu- leika. Og því lengur sem við- skiptavinurinn stendur fyrir framan rekkann því minna vægi hefur mat hans áður en hann kom á leiguna. Sumir finna mynd við sitt hæfi en aðrir fá hausverk af vöruúrvalinu og grípa bara ein- hverja mynd rétt fyrir lokun. Kosningabaráttan er komin á þetta stig. Við stöndum fyrir framan rekkann og enn hefur um fjórðungur ekki ákveðið sig. Ef við leikum okkur að þessari kenningu og skiptum hinum óákveðnu jafnt á milli flokkanna fimm myndi það hafa þau áhrif að hver hinna litlu flokka myndi bæta stöðu sína um 2 prósentu- stig, Sjálfstæðismenn fara niður í 31 prósent og Samfylkingin niður í 27 prósent. Auðvitað gengur þetta ekki. En þetta gefur ef til vill til kynna hvers litlu flokk- arnir geta vænst að hámarki og hversu langt niður fylgi stóru flokkanna gæti fallið. Í það minnsta er ljóst að þegar svona langt er liðið á baráttuna eiga stóru flokkarnir erfiðara með að auka fylgi sitt en þeir minni. Til að halda sínum 35 prósentum þurfa sjálfstæðismenn að sann- færa rúmlega 17.500 manns af hinum óákveðnu um að kjósa flokkinn. Vinstri grænum dugar hins vegar að sannfæra tæplega 5 þúsund manns um að greiða flokknum atkvæði. Sjálfsagt finnst sumum það nógu erfitt verkefni. Hvað þá að sannfæra hátt í 10 þúsund manns af hinum óákveðnu til að koma flokknum í 12 prósenta fylgi. En hverjar eru víglínurnar í kosningabaráttunni? Það er óðum að koma í ljós að stjórnarflokk- arnir hafa stórlega ofmetið ánægju þjóðarinnar með þessa ríkisstjórn. Þeir hafa haldið því fram að fólk hafi haft það óvenju- gott á kjörtímabilinu en sú skoðun nær ekki ýkja langt út fyrir ríkis- stjórnarherbergið. Allar kannanir um mat fólks á eigin kjörum og væntingar þess um framtíðina benda til að ef fólk kýs með budd- unni muni það ekki kjósa stjórnar- flokkana. Þá hafa kannanir bent til að ríkisstjórnin hafi klárað kvótann sinn í að knýja fram óvin- sæl mál. Þótt afstaðan til innrás- arinnar í Írak hafi ef til vill ekki ein og sér haft afgerandi áhrif þá tæmdi hún örugglega pólitíska inneign ríkisstjórnarinnar. Síðan má ekki horfa fram hjá því að staða Davíðs Oddssonar, oddvita ríkisstjórnarinnar, er veikari fyr- ir þessar kosningar en þær þrjár síðustu. Og jafnvel veikari en sitj- andi forsætisráðherra í háa herr- ans tíð. Þótt fleiri nefni hann en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem óskaforsætisráðherra eftir kosningar þá er Davíð einnig sá stjórnmálamaður sem flestir bera minnst traust til. Annað hvort er þetta ekki sami Davíðinn og var síðast í framboði eða þá þjóðin ekki sú sama. Eins og Davíð benti sjálfur á um áramótin er traust á stjórnmálamönnum eitt mikil- vægasta málið í stjórnmálum. Vantraustið á honum heldur ann- ars vegar aftur af möguleikum Sjálfstæðisflokksins og hins veg- ar því að stjórnarflokkarnir nái í gegn með fullyrðingar sínar um góða stjórn og gott bú. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kosningabaráttuna og fylgi stjórnmálaflokkanna. 10 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það heyrist stundum að Ingi-björg Sólrún Gísladóttir og Davíð Oddsson séu eins stjórn- málamenn – gott ef ekki eins manneskjur líka. Helsti atvinnu- mannþekkjari landsins, sjálfur Gulli stjarna, var borinn fyrir þessu einhvers staðar en með full- tingi korta sinna og fræða leitað- ist hann við að sýna okkur fram á að bæði væru þau valdasjúkar steingeitur. Nú sé fjarri mér að gera lítið úr speki Gulla stjörnu þó að ég hafi að vísu sjálfur – húðlatur maðurinn – aldrei getað lifað mig inn í þetta eilífa steingeitar-klifur- tal sem dynur á manni þegar fréttist hvaða afmælisdag maður hefur. Stjörnuspeki geymir forna og merka visku sem enginn skyldi forsmá, en ég held engu að síður að eitthvað hafi glapið Gulla sýn við lesturinn á kortunum því að þótt Ingibjörg Sólrún og Davíð hafi komið við á svipuðum slóðum um sína daga þá eru þau engu að síður í flestu tilliti algjörar and- stæður. Maður og kona Það virðist nefnilega fara merkilega mikið fram hjá mörg- um stjórnmálaskýrendum sem þrástagast á þessum líkindum að þau eru hvort af sínu kyni. Davíð er karlmaður, Ingibjörg Sólrún er kona. Og það er ekki bara ómerki- legt aukaatriði, þetta eru ekki bara einhver tilfallandi mismun- andi hylki sem þessar metnaðar- gjörnu steingeitur hafa smeygt sér í, heldur er þetta grundvallar- munur sem mótar allt þeirra starf. Davíð er mjög karllegur stjórnmálamaður en Ingibjörg Sólrún er mjög kvenlegur stjórn- málamaður, jafnt í því hvernig þau koma fyrir og hvernig þau taka ákvarðanir og láta vald sitt í ljós. Kannski hefur vísvitandi verið gert lítið úr þessum kynja- mun vegna einhverrar tilhneig- ingar í opinberri umræðu til að „af-kvenna“ (ef nota má svo fífla- legt orð) þær konur sem komast til áhrifa og mannvirðinga í sam- félaginu – m.ö.o. svipta þær kven- leika sínum og gefa þeim karllega eiginleika af þeirri ástæðu að karlkynið er talið hið eðlilega og náttúrulega valdakyn, hið ráðandi kyn og því hljóti kona með vald að vera karlleg. Ólíkur málflutningur Davíð Oddssyni virtist í sjón- varpinu á dögunum vera beinlínis illt að þurfa að sitja við sama borð og „þessi kona“ sem hann kemur sér aldrei til að nefna á nafn og hafði beinlínis á orði að það væri „afskaplega óþægilegt“ að þurfa að hlusta á hana tala, enda hefur hann ekki treyst sér í tveggja manna tal við hana. Þessi ríka andúð var af Guðlaugi stjörnu- spekingi höfð til marks um það hversu lík þau væru – en skyldi því ekki vera einmitt öfugt farið? Málflutningur þeirra er að minnsta kosti afar ólíkur – reyni menn bara að ímynda sér Ingi- björgu Sólrúnu lýsa samtali eins og Davíð sagði frá að hann hefði átt við Hrein Loftsson. Það er eitt- hvað fantatískt stundum við mál- flutning Davíðs, honum hættir til að ýkja og sviðsetja og dramat- ísera, hann er skáld og sagnamað- ur, málar allt stórum djörfum dráttum í orðum sínum. Ingibjörg Sólrún er hins vegar jarðbundin og málefnaleg, hún segir ekki sög- ur heldur tínir saman staðreyndir sem smám saman skapa sannfær- andi mynd, hún talar um hug- myndir og lífsafstöðu fremur en persónur og tal hennar virðist fremur snúast um leit að niður- stöðu en þörf fyrir að snúa okkur á sitt band. Að vísu eru þau bæði skýr í framsetningu og eiga auðvelt með að tala þannig að maður skilji þau. Bæði hafa þann hæfileika að láta allt sem þau segja hljóma eins og sáraeinföld sannindi – á góðum degi er viss tærleiki í málflutn- ingi þeirra beggja. En fleira skil- ur þó á milli: Davíð er orðheppinn og fyndinn sem bæði er styrkur hans og veikleiki því hann sér einatt fyndnu hliðina á málflutn- ingi andstæðinganna og hefur gott auga fyrir því sem fáfengi- legt er, sem er góður eiginleiki fyrir rithöfund en ekki alls kostar heppilegt fyrir valdamann því með því að benda á hið hlálega hjá andstæðingnum virðist hann gera lítið úr minnimáttar. Ingibjörg Sólrún lætur yfirleitt alveg ógert að snúa út úr fyrir andstæðingum á þennan hátt en henni er hins vegar gjarnt að efast um klisjur sem kann að virka hofmóðugt af fólki sem dálæti hefur á þess hátt- ar málflutningi. Raunverulegt val Þau hafa ólíkan stíl og stjórnar- hættir þeirra eru ólíkir. Bæði voru þau vinsælir borgarstjórar en leið þeirra úr þeim stóli og í landsmálapólitíkina er merkilega ólík. Davíð tók ekki áhættu, hann lagði ekkert undir sjálfur þegar hann skoraði Þorstein Pálsson á hólm og hirti af honum leiðtoga- hlutverk Sjálfstæðisflokksins og leið hans eftir það var greið til æðstu metorða sökum þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn og óskiptur á meðan vinstri menn hafa kosið að skipa sér í marga flokka. Allir þekkja leið Ingi- bjargar Sólrúnar inn í landsmálin – hún afsalaði sér einni helstu valdastöðu landsins til að setjast í sæti í Reykjavík sem þá var talið alveg vonlaust til þingsetu. Hún var lengi að reyna að ná sáttum við leiðtoga hinna vinstri flokk- anna um að hún væri sjálfs sín ráðandi – sem þeir gátu ekki fall- ist á – og hún hirti ekki formanns- stöðu af neinum á leið sinni. Eins? Öðru nær, en bæði geta orðið forsætisráðherrar. Milli þeirra er raunverulegt val. ■ Vinnum bug á fátækt Kona sem er öryrki skrifar: Ég vildi gjarnan heyra annantón í forsætisráðherranum okkar þegar umræðuna um fá- tækt ber á góma. Tón sem hljóm- aði á þá leið að farið yrði í að- gerðir til handa þessum hópi sem allra fyrst. Tón sem útskýrði að auðveldara sé fyrir lítið þjóðfé- lag að koma í veg fyrir að vissir þjóðfélagshópar festist í fá- tækragildrunni en milljónaþjóð- irnar í kringum okkur. Þess í stað talar forsætisráðherrann um að hér sé minnsta fátæktin í öllum heiminum – er hann þá að miða við höfðatölu? Við erum ein fá- mennasta þjóð í heimi. Finnst al- menningi 20.000 manna hópur sem er undir fátæktarmörkum lítill eða stór? Þessi tala er sam- bærileg við íbúafjölda næst- stærsta bæjarfélagsins á land- inu. Telst það lítill eða stór hóp- ur? Þó að hópurinn teldi aðeins þúsund manns þá væri það samt þúsund manns of mikið. Svo talar forsætisráðherra um að hér hafi alltaf verið fátækt, eins og við því sé ekkert hægt að gera. Ég segi aftur á móti, í litlu þjóðfélagi sem þessu á hvergi að vera jafn auðvelt að vinna bug á fátækt og útrýma þessum smán- arbletti. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um muninn á forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Eins?■ Bréf til blaðsins Tími jafnra tækifæra Hjálmar Árnason, varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins Óðaverðbólga „Fram kom hjá hinum ágæta Guðjóni Arnari að Frjálslyndir hafa ekki unnið sína heimavinnu nógu vel. Hækkun persónuafsláttar um hvern þúsundkall þýðir í raun tveggja milljarða útgjöld fyrir ríkissjóð. Að ætla að taka þetta í einu stökki eins og þeir segja þýðir út- gjaldaaukningu um yfir tuttugu milljarða á einu ári. Það þýðir kollsteypu með óðaverðbólgu, vaxtahækkunum og þar fram eftir götum. Því er einn fremsti skattasérfræð- ingur þjóðarinnar, Halldór Ásgrímsson, fyrstur með þá hugmynd að lækka tekjuskattinn um fjögur prósent, það kemur fólki best og svo bætast hin ótekjutengdu barna- kort við. Það er ábyrgasta leiðin sem verður farin, er innan þeirra þolmarka sem efnahagslífið býður upp á og felur jafnframt í sér bestu kjarabæturnar fyrir fólkið.“ Sigurður Ingi Jónsson, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður Ruglingur á hugtökum „Ég held að menn hafi ruglast á hugtökum. Gefum okkur að Halldór Ásgrímsson fari með rétt mál, að hver þúsundkall sem gefinn er í skattaafslátt kosti ríkið 2,2 milljarða. Lítum á þá misþróun sem hefur orðið á af- slættinum á móti launaþróun. Skattaafslátturinn er 14.000 krónum lægri en hann væri ef hann hefði fengið að þróast eins og launaþróunin hefur verið. Það þýðir að verið er að skattleggja þjóðina um 31 milljarð umfram það sem annars væri. Það er stóri áfellisdómurinn í þessu máli. Ríkið hefur tekið óhemjuskatta af launafólki með því að leyfa þróuninni að verða. Við ætlum að hækka skattaafsláttinn þannig að skattmörkin hækki um 10.000. Þannig fær fólk 10.000 krónum meiri ráðstöfun- artekjur. Það kostar rétt tæplega tíu milljarða á ári.“ Framsókn og frjálslyndir deila um skatta Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Hlutabréf í ævintýri „Við, sem kusum Vigdísi árið 1980, munum aldrei gleyma því. Það var einsog að eignast hluta- bréf í ævintýri að eiga hlutdeild í sigri hennar. Tilfinningin var ólýsanleg og hverfur aldrei. Það sama liggur í loftinu núna. Vor- blærinn hvíslar ævintýrum.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Á VEFNUM XS.IS. Davíðskvótinn „Það er ég alveg viss um að við Árni Mathiesen áttum það sam- eiginlegt að heyra af 30.000 tonna kvótaaukningunni í frétt- unum. Davíð, eins og honum er bæði tamt og lagið, hunsaði allt í senn, sjávarútvegsráðherra, Hafró, og verklag við úrvinnslu, ákvarðanatöku og tilkynningu á aflamarksbreytingum.“ SIGURÐUR INGI JÓNSSON Á VEFNUM XF.ISHalldór Ásgrímsson og Guðjón Arnar Kristjánsson deildu um skattatillögur Frjálslynda flokksins í Kastljósi í síðustu viku. ■ Annað hvort er þetta ekki sami Davíðinn og var síðast í fram- boði eða þá þjóðin ekki sú sama.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.