Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2003 STEKKUR Í MARK Alþjóðlegt vélsleðamót var haldið á Lágheiði fyrir ofan Ólafsfjörð á laugardag. Justin Tate vann í Pro Stock-flokki og eins og sjá má á myndinni var hann glaður í bragði er hann stökk í mark. FÓTBOLTI Gífurleg spenna er á toppi sem botni ensku úrvals- deildarinnar eftir leiki gærdags- ins. Manchester United og Arsenal berjast sem fyrr um meistaratitilinn. Þrjú lið berjast um tvö laus sæti í Meistaradeild Evrópu og stendur Chelsea þar best að vígi. Liverpool hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið að undan- förnu og er til alls líklegt. Á botninum hafði Bolton sæta- skipti við Leeds, sem nú er aðeins einu sæti frá fallsæti. ■ ■ Fótbolti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUÐNI OG COLE Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, í bar- áttu við Andy Cole, leikmann Blackburn Rovers, í leik liðanna í gær. Andy Cole fór afar illa með tvö færi fyrir Blackburn í leiknum, sem endaði með markalausu jafntefli. STAÐAN L S 1. Manchester United 35 74 2. Arsenal 34 71 3. Chelsea 35 63 4. Newcastle 35 62 5. Liverpool 35 61 6. Everton 35 56 7. Blackburn 35 53 8. Tottenham 35 50 9. Southampton 34 48 10. Man. City 35 48 11. Middlesbrough 35 46 12. Charlton 35 46 13. Birmingham 35 44 14. Aston Villa 35 42 15. Fulham 34 41 16. Bolton 35 39 17. Leeds 34 38 18. West Ham 35 35 19. WBA 35 24 20. Sunderland 35 19 Enski boltinn: Gífurleg spenna Huddersfield Town: Denis Law heiðursforseti FÓTBOLTI Denis Law hefur verið útnefndur heiðursforseti sjóðs sem á að tryggja tilveru Hudd- ersfield Town. Law hóf feril sinn með Hudd- ersfield árið 1956 en lék síðar með Manchester City, Torino og Manchester United. United keypti hann árið 1962 fyrir 115 þúsund pund en það var metupp- hæð á sínum tíma. Law sagði það mikinn heiður að vera falið þetta embætti. Hann vill bjarga Huddersfield og getur ekki hugsað sér að félag með jafn langa hefð og sögu líði undir lok. ■ Talið er að Arsene Wenger,knattspyrnustjóri Arsenal, ætli að bjóða Hollendingnum Dennis Bergkamp nýjan samning við félagið til eins árs. Samning- ur Bergkamp við Arsenal rennur út eftir þessa leiktíð. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.