Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 29
Pondus eftir Frode Øverli 29ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2003 ■ Áhugamálið ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Sýning hennar, Mobiler, stendur til 11. maí á Kjarvalsstöðum. Bíó, bar, Búdda og börnin Ég hef verið búddisti í 13 ár, enþað er ekki beinlínis áhuga- mál, heldur meira trúarbrögð,“ segir Ilmur Stefánsdóttir mynd- listarkona. Hún segist ekki geta nefnt neitt eitt sérstakt áhugamál sem hún eigi sér, fyrir utan mynd- listina, en það er heldur ekki bein- línis áhugamál, heldur vinna. Þannig að það er úr vöndu að ráða. „Ég hef mikinn áhuga á börnunum mínum,“ segir Ilmur. „Það má segja að þau séu áhugamálið mitt. En svo fer ég líka í bíó alltaf á mánudögum og á bar á miðviku- dögum. Þetta tvennt heyrir til minna áhugamála.“ Allt í allt eru það því b-in fjög- ur: bíó, barinn, Búdda og börnin, sem eiga áhuga Ilmar. Ilmur segir búddismann hafa gefið sér mikið og hún kyrjar reglulega, bæði á morgnana og á kvöldin. „Ég fæ út úr búddismanum eins konar átta- vita,“ segir Ilmur. „‘Ég veit betur í hvaða átt ég stefni í lífinu.“ Hún fékk upphaflega áhuga á búdd- isma út af einskærri forvitni. Af b-unum fjórum fékk hún fyrst áhuga á bíóferðum, síðan kom barinn, svo búddisminn og þar á eftir börnin. Ilmur segist ekki vilja missa neitt af þessu út úr jöfnunni. Hvert styðji annað. Eitt áhugamálið er þó enn ónefnt, nefnilega Valur, eiginmaðurinn, en hann byrjar ekki á b. Sýning Ilmar, Mobiler, stendur á Kjarvalsstöðum til 11. maí. ■ Próflaus verðlaunahafi FYRIRMYNDARBORGARI Þýskur ellilíf- eyrisþegi, Wilibald Schmid, var á leið til athafnar þar sem hann átti að taka við verðlaunum fyrir 25 ára fyrirmyndarakstur, þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Þá kom í ljós að Schmid gamli var próflaus og hafði einmitt misst prófið 25 árum áður fyrir gáleysislegan akstur. Hann lét þó prófleysið ekki á sig fá og hélt áfram að keyra eins og ekkert hefði í skorist. Talsmaður bílaklúbbsins í Essen, sem ætlaði að heiðra karlinn, var að vonum frekar kindarlegur þegar upp komst um prófleysið. „Við ætluð- um að veita honum verðlaun fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd,“ sagði talsmaðurinn. ■ ■ Andlát María Stefanía Stefánsdóttir, Hrafnagilsstræti 32, Akureyri, lést 17. apríl. Sigríður Helgadóttir, Safamýri 48, Reykjavík, lést 17. apríl. Steinunn Sigurðardóttir, Hösk- uldsstöðum, Reykjadal, lést 16. apríl. Gréta Hermannsdóttir lést í Sví- þjóð 10. apríl. ■ Jarðarfarir 13.30 Katrín Jónsdóttir frá Seyð- isfirði verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Vilhjálmur Vilhjálmsson, Suðurhólum 16, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. Ég átti geðveikt tíu gíra hjól þeg- ar ég var strákur... Vá, hvað ég elskaði þetta hjól! En það er eitt sem hefur alltaf böggað mig... Af hverju eru strákahjól með stöng á milli sætis og stýris, en ekki stelpuhjól? Ég meina... þegar verða slys þá er það jú við karlpening- urinn sem þarf nauðsynlega að hafa smá RÝMI, þú skil- ur... Ég þurfti meira að segja að láta skera mig upp eftir slæmt óhapp... annað eistað kreistist alveg í spað... Trala la! Er aðkoma!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.