Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 6
6 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.65 -0,73% Sterlingspund 120.60 -0,58% Dönsk króna 11.18 -0,09% Evra 82.98 -0,13% Gengisvístala krónu 119,38 -0,53% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 323 Velta 5.312 milljónir ICEX-15 1.422 0,38% Mestu viðskipti Ísl. hugbúnaðarsj. hf. 680.937.538 Kaupþing banki hf. 609.337.063 Landsbanki Íslands hf. 372.640.541 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. £3,30% Grandi hf. 2,63% Flugleiðir hf. 2,17% Mesta lækkun Landsbanki Íslands hf. -0,96% Búnaðarbanki Íslands hf. -0,93% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8334,1 0,0% Nasdaq*: 1424,6 -0,1% FTSE: 3889,2 0,9% DAX: 2899,8 2,7% NIKKEI: 7969,1 1,9% S&P*: 890,3 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Bráð lungnabólga herjar nú á heims-byggðina og má rekja uppruna hennar til Kína. Hvað kallast faraldurinn? 2Árlegri skíðakeppni sem haldin er ár-lega á Akureyri hefur verið aflýst vegna snjóleysis. Hvað kallast leikarnir? 3Ungfrú Ísland.is verður haldin áóvenjulegum stað. Hvaða staður er það? Svörin eru á bls. 30 SAKAMÁL Kviðdómur í Escambia- sýslu í Flórída hefur ákveðið að Sebastian „Dexter“ Young verði ákærður fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Dexter er grunaður um að hafa myrt hina íslensku Lucille Mosco. Hann er einnig ákærður fyrir morðtil- raun. Sonur Lucille, Jón Atli Júlí- usson, slapp illa særður undan næturárás Dexters um miðjan mars síðastliðinn. „Ég og Jón Atli bárum vitni ásamt lögreglunni. Það varð til þess að kviðdómurinn ákvað sig á þremur mínútum,“ segir Robert N. Mosco, bróðir Lucille og móð- urbróðir Jóns Atla. Robert segir kviðdóminn hafa verið einróma í ákvörðun sinni. David Rimmer saksóknari íhugi nú að krefjast dauðarefsingar yfir Dexter, eins og lög í Flórída heim- ili. „Sebastian stígur alla vega ekki fæti í frelsið aftur,“ segir Ro- bert um fyrrverandi mág sinn. Að sögn Roberts neitar Dexter alfarið að hafa myrt Lucille. Einnig að hafa skotið Jón Atla í bakið með haglabyssu og stungið margsinnis með hnífi. Lucille var eiginkona Dexters í fimm ár: „Hann neitar þessu ennþá og segir meðal annars að það sé ver- ið að níðast á sér vegna þess að hann er svartur. Lögreglan sagði að frásögn hans tæki stöðugum breytingum. Hann heldur að hann sé svo miklu gáfaðri en allir í kringum sig,“ segir Robert. Fjölskylda Lucille er að sögn Roberts mjög ánægð með ákvörð- un kviðdómsins: „Við hlökkum mikið til að koma þessu af stað og ljúka málinu. Við vonum bara að pólitíkin þvælist ekki fyrir. Málið er að verða svo- lítið stórt hérna í sýslunni,“ segir Robert, sem biður að heilsa öllum á Íslandi. gar@frettabladid. MÓTMÆLI „Mér ofbýður þessi ein- hliða umfjöllun um ástandið í Írak. Allt búið og gert og ekkert þýði að sperra sig út af þessu lengur? Það er nú ekki,“ segir Þor- valdur Þorvaldsson andófsmaður, sem ekki lætur deigan síga þó svo að margir þykist sjá fyrir endann á stríðinu í Íran. Aðspurður segir Þorvaldur síður en svo mál að hætta mótmælastöðu. Sama stefna Bandaríkjanna sé uppi. „Þau hafa lagt Írak í rúst, eyðilagt fornminjar, hvatt til upplausnar og skemmdarverka. Svo er ætlast til þess að menn yppi bara öxlum og sætti sig við orðinn hlut. Bar- áttan heldur áfram í Írak og innan landamæra þar eru fjölmörg sam- tök sem berjast gegn hernáminu. Mótmælin halda áfram enda full ástæða til, Bandaríkjamenn ætla ekki að láta þarna staðar numið.“ Þorvaldur segir bráða nauðsyn á því að Íslendingar breyti stefnu sinni í þessu máli. „Ótrúlegt er hvað íslenskir ráðherrar hafa komist upp með miklar rang- færslur í fjölmiðlum. Davíð Odds- son heldur því fram að 500 þúsund börn hafi dáið af völdum Saddams Hussein! En þarna er hann að tala um þau börn sem hafa dáið af völdum viðskiptabannsins sem þessi sami Davíð hefur staðið að og stutt. Dæmigert fyrir mann sem er að reyna að koma eigin glæpum yfir á aðra. Árás hafi ekki verið umflúin, segir Halldór Ásgrímsson. En þeir koma sér alltaf undan því að svara grund- vallarspurningu málsins: Á hvern hátt ógnaði Írak Bandaríkjunum, Bretlandi og umheiminum yfir- leitt? Svo þegar þeir eru komnir í rökþrot enda þeir alltaf með að segja: En Saddam er svo vondur!“ segir Þorvaldur, hvergi nærri hættur andófi. ■ Kosningabaráttan: Vinir Dóra STJÓRNMÁL „Jú, mér hefur svo sannarlega borist þetta til eyrna þó ekki hafi ég barið gripinn aug- um sjálfur. Síminn stoppar ekki og vinir mínir eru að gera mér við- vart,“ segir Halldór Bragason, betur þekktur sem Dóri Braga, forsprakki hljómsveitarinnar Vinir Dóra. F r a m s ó k n a r - menn hafa látið framleiða barm- merki þar sem á stendur letrað: Vin- ir Dóra. „Þetta er fínt barmmerki sem hugmynda- ríkir ungir framsóknarmenn í Reykjavík létu gera til heiðurs oddvitanum í borginni. Merkið þykir kjörgripur og eftirsóknar- verður til eignar. Ekki spillir að það felur í sér sögulega tilvísun í tónlistarsöguna,“ segir Björn Ingi Hrafnsson hjá Framsókn. „Ég kýs að gefa ekki upp hverja ég styð í komandi kosning- um og á þeim forsendum finnst mér rétt að taka fram að þetta tengist ekki hljómsveitinni á einn eða annan hátt,“ segir Dóri. ■ MEST ATVINNULEYSI HJÁ UNGU FÓLKI Atvinnuleysið var mest meðal yngstu ald- urshópanna, eða 8,5% meðal 16 til 24 ára. Atvinnuleysi karla í þessum aldurshópi mældist 11,3% en 5,7% hjá konum. Hagstofan: Tæplega 4% atvinnuleysi ATVINNA Atvinnuleysi mældist 3,9% á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar. Alls voru 6.100 manns án vinnu og í atvinnu- leit. Atvinnuleysi var 4,5% hjá körl- um en 3,2% hjá konum. Atvinnu- leysið var mest meðal yngstu ald- urshópanna, eða 8,5% meðal 16 til 24 ára. Atvinnuleysi karla í þess- um aldurshópi mældist 11,3% en 5,7% hjá konum. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar voru 152 þúsund manns starfandi á ársfjórðungn- um. Á vinnumarkaði voru að með- altali rúmlega 158 þúsund manns sem jafngildir 80,2% atvinnuþátt- töku. Atvinnuþátttaka karla var 83,5% en kvenna 76,8%. Rannsóknin nær til fyrstu 13 vikna ársins, frá 30. desember 2002 til 30. mars 2003. Heildarúr- takið var 3.944 manns á aldrinum 16-74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. ■ Þorskveiðar: Bannaðar í Eystrasalti BRUSSEL, AP Evrópusambandið hef- ur bannað sjómönnum að veiða þorsk í Eystrasalti í von um að stofninn nái að rétta aðeins úr kút- num eftir áratugalanga ofveiði. Bannið gildir fram í september. „Þessi veiði er alvarleg ógn við vernd og uppbyggingu þorsk- stofnanna,“ sagði Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Sambandið hyggur á viðræð- ur við þau Eystrasaltsríki sem ekki eiga aðild að Evrópusam- bandinu. ■ LÖGREGLUMÁL Foreldrar þriggja drengja á Ísafirði hafa krafist leiðréttingar á bókun sem lögregl- an á staðnum gerði um miðjan febrúar og birti á lögregluvefn- um. Þar sagði frá árás fjögurra þrettán ára drengja á einn sjö ára dreng. „Þó meiðsli hafi ekki verið alvarleg er árásin engu að síður alvarleg. Mál þetta var falið Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar og foreldrum drengjanna til meðferðar,“ segir orðrétt í fyrrgreindri bókun lög- reglunnar. Foreldrarnir telja þessa bókun ranga. Ungi drengurinn hafi orðið fyrir aðkasti eins þrettán ára drengs en hinir þrír hafi ekki átt hlut að máli. Á vefsíðu bb.is segir að lögregluyfirvöld á Ísafirði fall- ist ekki á breytingu á bókuninni. Bréfaskipti hafa verið vegna málsins. Foreldrar eins af eldri drengjunum hafa kært meðferð lögreglunnar á Ísafirði á þessu máli til embættis ríkislögreglu- stjóra. „Við óskum eftir því að embætti ríkislögreglustjóra hlut- ist til um rannsókn á málinu og leiðrétting verði gerð á fyrr- greindri fréttatilkynningu,“ segir í niðurlagi kærubréfsins. ■ HALLDÓR BRAGASON “Framsóknar- menn verða að eiga sinn blús í friði fyrir mér.” ÞORVALDUR ÞORVALDSSON Andófsmaðurinn öflugi telur vert að halda vöku sinni, Bandaríkjamenn séu hvergi nærri hættir styrjaldarbrölti sínu. Samtökin Átak gegn stríði halda sínu striki: En Saddam er svo vondur ÓSÁTTIR VIÐ LÖGREGLU Foreldrar þriggja drengja eru ósáttir við lögregluyfirvöld á Ísafirði. Foreldrar á Ísafirði: Vilja breytta bókun lögreglu Þrjár mínútur að gefa út morðákæru Meintur banamaður íslenskrar konu hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og morðtilraun gegn syni hennar. Hann segist saklaus. Verið sé að níðast á honum vegna þess að hann sé blökkumaður. Sak- sóknari íhugar kröfu um dauðarefsingu. LUCILLE MOSCO „Lögreglan sagði að frásögn hans tæki stöðugum breytingum,“ segir Robert N. Mosco, um meintan banamann systur sinnar, Lucille Mosco. „Dexter heldur að hann sé svo miklu gáfaðri en allir í kringum sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.