Fréttablaðið - 28.04.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 28.04.2003, Síða 6
6 28. apríl 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Styr hefur staðið um ákvörðun Þor-finns Ómarssonar um að úthluta Hrafni Gunnlaugssyni styrk til þess að gera kvikmynd eftir sögu Davíðs Oddson- ar. Hvað heitir myndin? 2Hvað heitir aðstoðarforsætisráðherraÍraka sem gaf sig fram við bandaríska innrásarliðið í síðustu viku? 3Heimsfræg írsk söngkona hefur til-kynnt að hún ætli að hætta að gera tónlist í júlí næstkomandi. Hvað heitir konan? Svörin eru á bls. 30 Bandaríkin og Norður-Kórea: Viðræðum haldið áfram seinna PEKING, AP Viðræðum Bandaríkj- anna og Norður-Kóreu lauk í Peking á föstudag með því að fulltrúar Bandaríkjanna sögðu Norður- Kóreubúa fullyrða að þeir ættu kjarnavopn og kynnu að prófa þau og selja til útflutnings. Kóreumenn sögðust hafa lagt fram nýja tillögu til lausnar deilu þjóðanna en að hún hafi verið huns- uð. Bandarískir embættismenn sögðu markmið sitt vera að kjarna- vopnaáætlun Norður-Kóreu yrði sannanlega úr sögunni og óaftur- kallanleg. Viðræðurnar í Kína stóðu í þrjá daga. Þó ekki hafi náðst áþreifan- legur árangur segir utanríkisráð- herra Kína, Li Zhaoxing, viðræð- urnar vera „mjög góða byrjun“ og að fulltrúar beggja þjóða hefðu samþykkt að hittast að nýju. „Báðir vilja að málið verði leyst á friðsam- legan hátt,“ segir Zhaoxing. Suður-Kóreumenn munu vera tvístígandi varðandi fullyrðingar granna sinna í norðri um kjarna- vopnaeign. Þeir telja slíkar fullyrð- ingar jafnvel vera blekkingu til að nota sem skiptimynt í samningavið- ræðum. ■ Olía streymir í Írak: Erlent fé fest í olíulindum ÍRAK, AP Dæling olíu í norður- hluta Írak er hafin. Lið ráðgjafa kannar hvernig einkavæða megi risavaxinn olíuiðnað landsins og jafnvel opna hann fyrir erlend- um fjárfestum. Olían sem nú er dælt upp ná- lægt borginni Kirkurk er í litlu magni og eingöngu ætluð til að knýja raforkuver sem staðsett eru í Norður-Írak. Í næstu viku á einnig að hefja olíudælingu nálægt Bagdad og í suðurhluta landsins. Öll sú olía er eingöngu ætluð til notkunar á heimamarkaði en ekki til út- flutnings. ■ JAMES KELLY Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Kelly, yfirgefur fundarstað í Peking á föstudag. Hafnarfjörður: Vændi rannsakað frekar VÆNDI Ríkissaksóknari hefur sent lögreglunni í Hafnarfirði til frek- ari rannsóknar mál vændiskonu sem kallaði sig Dömuna. Konan hefur játað að hafa selt blíðu sína í bílskúr í úthverfi Hafnarfjarðar og á heimili sínu á Hvaleyrarholti. Mál hennar og sambýlismanns hennar, sem annaðist bókhald og milligöngu, hafði verið sent til saksóknara. Kristján Guðnason, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, segir málið vera í skoðun og að það verði sent á ný til saksóknara. Komi til þess að konan verði ákærð verður það í fyrsta sinn hér á landi sem slíkt mál fer fyrir dómstóla. ■ UNNIÐ AÐ LAUSN LÆKNAVANDA Á SUÐURNESJUM Heilsugæslan í Reykjavík vinnur að tillög- um um að læknar úr Reykjavík komi og þjóni sjúklingum. Læknisþjónusta á Suðurnesjum: HR vinnur að málinu HEILBRIGÐISMÁL „Það er rétt að heilbrigðisráðuneytið hefur farið þess á leit við okkur að við sæjum um þann þátt heilsugæslunnar sem snýr að læknisþjónustunni á Suðunesjum,“ segir Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík. Guðmundur segir unnið að til- lögum um hvernig því væri best komið við. Ráðherra fengi þá til- lögurnar til skoðunar og í fram- haldi af því yrði ákvörðun tekin. Horfið hefur verið frá því að taka yfir rekstur Heilsugæslunn- ar syðra að öllu leyti og nú er að- eins skoðað hvernig læknar úr Reykjavík geti tekið að sér lækn- isþjónustuna. ■ JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁHERRA Á sumardaginn fyrsta tók ráðherrann form- lega í notkun nýtt og endurbætt húsnæði Heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur. Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur: Aðstaða gjörbreytt HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók á sumardaginn fyrsta formlega í notkun nýtt og endur- bætt húsnæði Heilbrigðisstofnun- ar Hólmavíkur. Við sama tilefni var undirritað samkomulag um skilgreinda stefnumótun stofnun- arinnar fram til ársins 2005. Al- þingismenn, sveitarstjórnarmenn í Strandasýslu, embættismenn og fjölmargir aðrir gestir voru við- staddir athöfnina. Heilbrigðisstofnunin hefur nú tekið stakkaskiptum og er allur aðbúnaður vistmanna og starfs- manna gjörbreyttur. Kostnaður- inn við endurbyggingu Heilbrigð- isstofnunarinnar á Hólmavík er rúmar 126 milljónir króna á verð- lagi ársins 2001, en þá var skrifað undir viðaukasamning vegna verksins. ■ FLUGÞJÓNAR FALLAST Á LAUNA- LÆKKUN Flugþjónar hjá flugfé- laginu American Airlines hafa samþykkt launalækkanir sem stjórn félagsins segir nauðsyn- legar til að forða því frá gjald- þroti. Ákvörðun flugþjónanna var tekin í kjölfar sams konar ákvörðunar tveggja aðra starfs- hópa hjá American Airlines. Úthlutun Ferða- málaráðs gagnrýnd Ólga innan ferðaþjónustunnar vegna úthlutunar fjár til landkynningar erlendis. Icelandair, sem er með þriðjung orlofsfarþega, fékk 84%. Ekki bara siðlaust heldur ólöglegt, segir Pétur Óskarsson hjá Kötlu Travel. FERÐAMÁL „Ég tel að það hafið ver- ið ákveðið fyrir fram hvernig þess- um peningum yrði úthlutað. Ekk- ert bendir til annars. Til dæmis verður að teljast hæpið að Icelandair hafi verið með sínar markaðsáætlanir opnar á þessum tíma,“ segir Pétur Óskarsson, fram- k v æ m d a s t j ó r i Kötlu Travel GmbH. Hann gerir al- varlegar athuga- semdir við það hvernig 185 millj- ónum sem Ferðamálaráð úthlutaði til landkynningar erlendis var útdeilt. Þar af fékk Icelandair 156 milljónir króna. Katla Travel, í samstarfi við þýska ferðaheild- salann Thomas Cook, þann næst- stærsta í heimi, gerði einnig tilboð. Pétur telur út í hött hversu stuttur frestur var til að skila inn tilboð- um. „Að ferðamálastjóri einn taki þessa ákvörðun er glapræði og að ætla sér að verja einhverjum 40 ís- lenskum milljónum á þessum risamarkaði í dagblaðaauglýsingar er bara brandari. Þarna vantar all- an fókus og peningunum er hent út um gluggann. Þetta er ekki eins og Fréttablaðið og Ísland, ef Magn- ús Oddsson ferðamálastjóri heldur það.“ Iceland Express hefur einnig gert athugasemdir við það hvernig fjármununum er ráðstafað en Sturla Böðvarsson samgöngumála- ráðherra hefur afgreitt kvörtun félagsins sem stjórnsýslukæru og því geti hann ekki tjáð sig um mál- ið. Pétur telur einsýnt að það séu undanbrögð til þess fallin að frysta umræðuna fram yfir kosningar. „Þetta er blóðugt. Við erum með 34% markaðshlutdeild í flutning- um orlofsferðamanna til landsins frá Þýskalandi og Austurríki – hóps sem skiptir ferðaþjónustuna hér miklu máli – mestu lands- byggðarferðamenn sem til eru auk Frakka. Við erum ekki að tala um eitthvað Dirty Weekend-hopp sem skilur lítið eftir og hefur eingöngu þýðingu fyrir Reykjavík,“ segir Pétur, sem hefur sent bréf til sam- gönguráðherra þar sem hann setur fram sjónarmið sín. Þegar félag í einkaeign eins og Icelandair fær 160 milljónir úr rík- issjóði í markaðsstarf sitt er það ekki lengur einkamál þess, að sögn Péturs. Undanfarin 10 ár hafi Icelandair boðið ferðaheildsölu- fyrirtækjum í Þýskalandi peninga- greiðslu sem bundin sé því skilyrði að fyrirtækið skuldbindi sig til að fljúga eingöngu með Icelandair. „Við þetta er í sjálfu sér ekkert að athuga nema að þegar hið opinbera greiðir hluta þessa „markaðs- kostnaðar“ skekkir það samkeppn- ina verulega. Þetta er ekki bara siðlaust heldur ólöglegt líka,“ segir Pétur. jakob@frettabladid.is ■ Bandaríkin PÉTUR ÓSKARSSON Segir brandara að ætla einhverjar 400 íslenskar milljónir í dagblaðaauglýsingar á risamarkaði. Þær geti aldrei skilað neinu og séu því peningar út um gluggann. ■ “Að ferða- málastjóri einn taki þessa ákvörðun er glapræði.” FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Forsvarsmenn T-lista: Telja Ellert vera vanhæfan FRAMBOÐ Sérframboð Kristjáns Pálssonar í Suðurkjördæmi hefur krafist þess með kæru að Ellert Eiríksson víki úr yfirkjörstjórn. Í kæru sem send var yfirkjörstjórn er vísað til þess að Ellert hafi ver- ið formaður kjörnefndar Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu, sömu kjörnefnd og hafnaði Krist- jáni Pálssyni. Hann hafi hagsmuni af því að hygla Sjálfstæðisflokkn- um í kjördæminu. Hann sé því vanhæfur á grundvelli stjórn- sýslulaga. Ellert Eiríksson vísar þessum ásökunum á bug. Hann segist hins vegar hafa ákveðið fyrir um mánuði síðan að víkja sæti. Það hafi hins vegar ekkert með van- hæfi að gera. „Konan mín stund- ar háskólanám og nú eru próf að hefjast. Ég hafði ákveðið að taka mér frí til að sinna fjölskyld- unni.“ Hann hafi greint formanni yfirkjörstjórnar frá þessari ákvörðun sinni fyrir mánuði síð- an. Ekki náðist í Karl Gauta Hjaltason, formann yfirkjör- stjórnar. Ellert segir T- listamenn seinheppna í kærunni í ljósi þess að hann hafi þegar ákveðið að víkja sæti. Kristján Pálsson segir að Ell- ert hefði í ljósi þessa verið í lófa lagið að tilkynna slíka ákvörðun fyrr. Þegar kæran var lögð fram hafi ekkert bent til annars en að Ellert myndi sitja sem fastast. „Við lögðum fram bréfið á laug- ardaginn og það er bókað af Ell- ert sjálfum, þannig að þetta er ótrúlegt yfirklór hjá honum að grípa enn einu sinni til konu sinn- ar til að verja sig.“ ■ KRISTJÁN PÁLSSON “Ótrúlegt yfirklór hjá Ellert Eiríkssyni að grípa enn einu sinni til konu sinnar til að verja sig.”

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.