Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 8
LANDHELGISGÆSLAN „Þegar um svona eftirlit er að ræða reynum við að auglýsa ekki opinberlega fyrir mönnunum sem þarna eru hvernig eftirlitinu er háttað,“ segir Dagmar Sigurðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt frétttilkynningu sem Gæslan sendi frá sér á föstudag er fjöldi erlendra togara að út- hafskarfaveiðum við lögsögumörk- in á Reykjaneshrygg, alls 43 togarar að veiðum. Sigurður Steinar Ketils- son, yfirmaður gæsluframkvæmda, kaus að tjá sig ekki um málið og Dagmar tók þann kostinn að segja sem minnst, því þó ekki væri líklegt að togarasjómenn erlendra skipa væru fastir lesendur Fréttablaðsins væru þeir oft með íslenska umboðs- menn. ■ 8 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR Jafnréttið er kosningamál Mér finnst rosalega asnalegt að strákar í Foldaskóla þurfa ekki að fara í svona hollustufræðslu heldur fá þeir bara leiktíma, en við stelpurnar í 8. bekk þurfum að gera það. Elín í 8. bekk Foldaskóla. Morgunblaðið, 26. apríl. Kálfurinn og ofeldið Það væri til dæmis skynsamlegt að styðja við dans sem bætir heilsufarið ekki síður en aðrar íþróttir. Sigurbjörn Sveinsson, formaður læknafélagsins, um ofeldi Íslendinga. Morgunblaðið, 27. apríl. Heimspekileg undrun Ég hef fundið það síðustu dag- ana að margir eru hissa á stöðu Framsóknarflokksins í skoðana- könnunum. Halldór Ásgrímsson. Morgunblaðið, 27. apríl. Orðrétt Viðræður við sálfræðinga Heilbrigðisráðherra undirbýr nú að hefja viðræður um að sálfræðingar geri samning við Tryggingastofnun á sama hátt og læknar. SÁLFRÆÐINGAR Sálfræðingafélag Íslands hefur að undanförnu átt í óformlegum viðræðum við heil- brigðisráðuneytið um að Sálfræðingafélagið semji við Trygg- ingastofnun ríkis- ins á sama hátt og sérfræðilæknar. Elsa Friðfinns- dóttir, aðstoðar- maður Jóns Krist- jánssonar heil- brigðisráðherra, staðfestir að rætt hafi verið við sál- fræðinga og fyrir dyrum standi formlegar viðræður. „Á fjárlög- um nú er ekki ætlað fé í þannig samning en við sjáum því ekkert til fyrirstöðu að samningaviðræð- ur verði hafnar við sálfræðinga á grundvelli þess að fé verði veitt í samning síðar,“ segir Elsa. Hún segir allt fé til þessa vera ráðstaf- að í samninga við tannlækna, lækna og sjúkraþjálfara. Ingi Jón Hauksson, fram- kvæmdastjóri Sálfræðingafélags- ins, segir að undanfarin ár hafi sálfræðingar unnið að því að fá viðræður um samning við Trygg- ingastofnun ríkisins á sama hátt og geðlæknar. „Það hefur jafnan staðið á því að lagaheimild hafi verið fyrir hendi. Það breyttist með lögum um almannatrygging- ar sem samþykkt voru á síðasta Alþingi.” Hann segir sálfræðinga hafa fylgt málinu fast eftir og áfanga hafa verið náð með breytingum á lögunum. „Þegar það var í höfn reyndist ekki vera fjárheimild til breytinga en Jón Kristjánsson hefur verið mjög jákvæður. Við áttum fund með honum fyrir fjór- um vikum og lýsti hann því yfir að eðlilegt væri að hefja samninga- viðræður þrátt fyrir að fjárheim- ild væri ekki fyrir hendi. Ingi Jón telur stórum áfanga náð með viðræðunum. „Fyrst og fremst er þetta hagsmunamál fyr- ir sjúklinga okkar, sem hafa ekki setið við sama borð og aðrir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Lykilatriði er að fólk hafi val um hvort það leiti til sálfræð- ings eða geðlæknis og skjólstæð- ingar okkar þurfi ekki að greiða hátt verð fyrir hverja komu. Þetta er byrjunin og við getum fagnað því,“ segir Ingi Jón Hauksson, sál- fræðingur og framkvæmdastjóri sálfræðingafélagsins. bergljot@frettabladid.is ■ Landsbankinn og Impregilo: Annast bankaviðskipti Ítalanna VIÐSKIPTI Stjórnendur Landsbank- ans og ítalska verktakafyrirtæk- isins Impregilo hafa skrifað undir samninga um verklokaábyrgð, ábyrgð vegna fyrirframgreiðslu og almenn bankaviðskipti vegna framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun. Landsbanki Íslands, aðalvið- skiptabanki Impregilo á Íslandi, stendur á bak við verklokaábyrgð og ábyrgð vegna fyrirfram- greiðslu til Landsvirkjunar í sam- vinnu við innlendar fjármála- stofnanir og ítalska banka. Ábyrgðirnar eru bæði vegna stíflu- og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar og gilda meðan á framkvæmdum stendur. ■ Breskur raðnauðgari: Átján ára fangelsi LONDON, AP Hálffertugur Breti sem nauðgaði sex japönskum stúlkum sem voru á ferðalagi í London á fyrri hluta síðasta árs hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi. Raðnauðgarinn kom sér inn undir hjá fórnarlömbunum með japönskukunnáttu og fagurgala um hjálparhönd. Þegar hann hafði náð stúlkunum einum skipaði hann þeim í sturtu, hjálpaði þeim að þvo sér og nauðgaði þeim – yfirleitt eftir að hafa hálfkæft þær. Nauðgarinn, sem neitaði sök, fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm í Japan fyrir tveimur árum fyrir líkamsárás. ■ FÓRNARLAMB KLASASPRENGJU Tamara Hamze er eitt af fjölmörgum fórn- arlömbum klasasprengja sem liggja á víð og dreif í íröskum borgum. Virkar sprengjur á víðavangi: Lífshættuleg leikföng ÍRAK, AP Mannréttindasamtök hafa þungar áhyggjur af þeirri ógn sem börnum og öðrum óbreyttum borg- urum stafar af virkum sprengjum sem liggja á víðavangi í Írak. Bandarískar hersveitir hafa verið hvattar til þess að leggja allt kapp á að fjarlægja sprengjurnar til þess að koma í veg fyrir frekara manntjón. Fjöldi barna liggur með alvar- lega áverka á sjúkrahúsum lands- ins eftir að hafa komist í tæri við virkar sprengjur. Á hverjum degi bætast ný fórnarlömb í hópinn. Í augum barnanna líta sprengjurnar út eins og spennandi leikföng og forvitnin reynist oftar en ekki ótt- anum yfirsterkari. ■ UMSÁTRI LOKIÐ Lögreglan hafði veitt ræningjanum eftirför í tvær klukkustundir þegar hann loksins stöðvaði strætisvagninn á hraðbraut skammt suður af Hannover. Ræningi í gæsluvarðhaldi: Vildi frelsa hryðjuverka- menn ÞÝSKALAND, AP Dómstólar í Þýska- landi hafa úrskurðað sautján ára gamlan pilt sem rændi strætis- vagni í Bremen og tók sextán manns í gíslingu í gæsluvarð- hald fram að réttarhöldum. Ræninginn, sem er þýskur ríkisborgari af líbönsku bergi brotinn, var yfirbugaður af lög- reglu á hraðbraut skammt frá borginni Hannover síðastliðinn föstudag eftir yfir fimm klukku- stunda langt samningaþóf. Að sögn saksóknara krafðist hann þess að fjórir fangar yrðu látnir lausir, þar á meðal maður sem gegndi lykilhlutverki í hryðju- verkaárásunum 11. september 2001. ■ Á TVÖFÖLDUM HÁMARKSHRAÐA Tveir átján ára piltar voru stöðv- aðir fyrir hraðakstur á Vestur- landsvegi við Elliðaár á fimmtu- dagskvöld. Mældust þeir á 190 kílómetra hraða, sem er meira en tvöfaldur hámarkshraði. Piltarnir voru sviptir ökuréttindum á staðn- um en þeir voru báðir með bráða- birgðaskírteini. Þá eiga þeir von á því að fá tugþúsunda króna sekt. INNBROT Í KEFLAVÍK Brotist var inn í Myllubakkaskóla í Keflavík um páskahelgina. Það var skóla- stjórinn sem uppgötvaði innbrot- ið þegar hann mætti í vinnu. Unnin voru skemmdarverk í skólanum. Meðal annars hafði bæsi verið slett yfir myndverk nemenda í leirvinnslustofu og málningartúpur teknar og makað úr þeim á veggi utandyra. ÓLÆTI VEGNA ÖLVUNAR Lögregl- an í Vestmannaeyjum var kölluð til nokkrum sinnum aðfaranótt fimmtudags vegna háreysti í heimahúsum. Þá bárust kvartanir vegna drukkins fólks sem var með ólæti utan við heimahús. Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum sem voru ósjálfbjarga vegna ölvunar og gisti annar þeirra fangaklefa. VIÐRÆÐUR AÐ HEFJAST Skjólstæðingar sálfræðinga geta verið kátir því nú standa fyrir dyrum viðræður við þá um samning við Tryggingastofnun. ■ “Fyrst og fremst er þetta hags- munamál fyrir sjúklinga okkar, sem hafa ekki setið við sama borð og aðrir sem þurfa á heilbrigðisþjón- usta að halda.” SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Í fremri röð frá vinstri: Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Roberto Velo, framkvæmdastjóri Impregilo á Íslandi, og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri og að- stoðarbankastjóri Landsbankans. Í aftari röð frá vinstri: Ingólfur Guðmundsson aðstoðar- framkvæmdastjóri, Hlynur Sigursveinsson viðskiptastjóri og Davíð Björnsson aðstoðar- framkvæmdastjóri frá Landsbankanum. ■ Lögreglufréttir Ökumaður bifhjóls: Tekinn á ofsahraða LÖGREGLAN Helgin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði og það telst helst til tíðinda að ökumenn eru farnir að aka full geyst á höfuðborgarsvæð- inu. Þannig elti lögreglan í Reykja- vík uppi ökumann bifhjóls sem mældist á 166 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku. Ökumaðurinn var með farþega á hjólinu og verður sjálfsagt sviptur ökuréttindum eft- ir að hann kemur fyrir dómara en leyfilegur hámarksharði er 80 kíló- metrar á klukkustund. ■ Erlendir togarar við Íslandsmið: Eftirliti haldið leyndu ERLENT FISKVEIÐISKIP Við úthafskarfaveiðar á föstudaginn var eitt skip frá Lettlandi, fimm frá Litháen, eitt frá Belize og fimm frá Dóminíska lýðveldinu. Tveggja tonna trilla: Föst í netaflækju BJÖRGUN Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík og björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson voru köll- uð út á laugardagskvöld eftir að tveggja tonna trilla með einum manni um borð fékk net í skrúf- una eina sjómílu vestur af Sel- tjarnarnesi. Reykjavíkur Radíó barst kall frá trillunni klukkan 20.35 þar sem beðið var um aðstoð og Til- kynningarskyldan ræsti björgun- arsveitina út í framhaldinu. Að- stoð barst klukkan 21.10 og trill- an var dregin til hafnar í Reykja- vík og kom að landi klukkan 22.20. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.