Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 14
Samtaka atvinnulífsins 29. apríl 2003 á Hótel Nordica Su›urlandsbraut 2, Reykjavík A‹ALFUNDUR Kl. 11:30 Venjuleg a›alfundarstörf Kl. 12:00 Hádegisver›ur Kl. 13:00 OPIN DAGSKRÁ Ræ›a formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Daví›s Oddssonar, forsætisrá›herra Bætum lífskjörin! Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnir sk‡rslu samtakanna um lei›ir til a› bæta lífskjörin í landinu me› kerfisumbótum. Í sk‡rslunni er fjalla› um reglubyr›i, einsleitari vinnumarka›, einkavæ›ingu, matvælaver› o.fl. Orsakir fl‡ska efnahagsvandans Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræ›ingur BDA - fl‡sku samtaka atvinnulífsins Kl. 14:45 Kaffi og me›læti í fundarlok D A G S K R Á 14 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR Óhappaverk í skjóli nætur Það hefur farið hljótt, að á síð-ustu mínútunum áður en Al- þingi var slitið í mars sl., tókst Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra, að knýja í gegn frumvarp um h ú s n æ ð i s s a m - vinnufélög, sem gjörbreyta stöðu þeirra sem kaupa sér s.k. búseturétt í húsnæðissam- vinnufélögunum. Stjórnarand- staðan hafði lagst eindregið gegn þessu frumvarpi og nokkrar lík- ur þóttu á, að það tækist að stöð- va það, enda eindregin andstaða við það hjá félagsmönnum í Bú- seta og víðar. Reyndar kom fram í nefndaráliti frá stjórnarand- stöðunni, að hér væri hugsanlega verið að fremja stjórnarskrár- brot. Það var komið undir morg- un þegar þetta gerðist og að af- loknu þessu óhappaverki í skjóli nætur, kvaddi forseti Alþingis, félagsmálaráðherra með virktum eftir tæplega 30 ára þingsetu. Ráðherrann hafði reyndar nokkru áður hælst um af afrek- um sínum í húsnæðismálum, en lét þess getið, að hann ætti eftir smáverk til að kóróna endur- reisnarstarfið og það tókst hon- um illu heilli. Þar með var hann búinn að hreinsa út allt sem min- nti á Jóhönnu Sigurðardóttur, Sigurð E. Guðmundsson og Hús- næðisstofnun. Leiguliðar í eigin félagi Það mætti fara mörgum orðum um innihald þeirra breytinga, sem þarna var verið að gera á búsetu- réttarforminu, einni merkustu nýjung í húsnæðismálum hérlend- is um langt skeið. Það grundvall- aðist ekki síst á margvíslegum réttindum sem fylgdu búseturétt- inum og sjálfstæði sérstakra bú- setufélaga eða húsfélaga. Það tók heil sjö ár að berjast fyrir fyrstu lögum um húsnæðissamvinnufé- lög og þar skipti sköpum, ötull stuðningur Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þáverandi félagsmálaráð- herra. Í upphafi var búseturéttur- inn skilgreindur sem hliðstæða við eignarrétt á margan hátt og áhersla lögð á að dreifa ábyrgð og valdi. Nú á að taka alla viðhalds- sjóði af húsfélögunum og setja í einn sjóð og færa vald og ábyrgð til stjórnar og framkvæmda- stjóra. Þeir sem eiga búseturétt verða í reynd að leiguliðum í eigin félagi. Páll Pétursson hefur löngum kallað sig samvinnumann og fé- lagshyggjumann og hallað undir vinstri síðuna í Framsóknar- flokknum. Ráðherradóm sinn end- aði hann hins vegar sem dyggur þjónn Davíðs Oddssonar og afrek- aði það helst, að brjóta niður þær stoðir í húsnæðiskerfinu, sem gögnuðust best þeim lakar settu í þjóðfélaginu. Hann lét hafa sig í að eltast við ráð skammsýnna manna m.a. hjá Búseta, en huns- aði ráð og reynslu fjölmargra, sem sáu hvert stefndi m.a. hjá Al- þýðusambandi Íslands. Að setja Pál Pétursson á stall sem krafta- verkamann í húsnæðismálum, verður að flokkast undir öfug- mæli í besta falli. Nú ætlar flokk- urinn hans Páls að lofa öllum 90% húsnæðislánum á ónefndum vöxt- um. Á sama tíma lengjast raðir þeirra sem vantar húsnæði, missa húsnæði og geta ekki eignast eða leigt húsnæði. Vonandi skila næstu Alþingis- kosningar okkur betri tíð í hús- næðismálum, m.a. nýjum lögum um húsnæðissamvinnufélög. Þessa ættu þúsundir félagsmanna í húsnæðissamvinnufélögunum að minnast í kjörklefanum. ■ Nú eru kosningar fram undanog skattaumræðan í algleymi. Umræðurnar snúast um það hvort menn hafa það betra eða verra en þeir höfðu fyrir átta árum, og sitt sýnist hverjum um það efni. Sjálfstæð- isflokkurinn klifar á því að kaupmátt- ur lægstu launa hafi aukist og því sé næsta verkefni að lækka tekju- skattinn um 4% sem kemur sama hóp, þ.e. þeim með lægstu launin, síst til góða. Þeir hinir sem hafa 300.000 kr. á mán- uði og þar yfir kætast hins vegar yfir þessum hugmyndum enda er um talsverða fjármuni að ræða fyrir þá. Lifa við slæmt hlutskipti Einn er sá hópurinn sem virðist alveg vera gleymdur og það eru bændur. Hvað með bændur? Þeir eru reyndar nefndir í framhjá- hlaupi þegar verið er að tala um fólk undir fátæktarmörkum! Nú- verandi ríkisstjórn sýnir öðrum flokkum þá dæmigerðu lítilsvirð- ingu að telja að þeir, þ.e. Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, séu þeir einu sem eitt- hvað vit hafa á peningum. Þessir sömu flokkar telja að allt fari til fjandans hafi þeir ekki völdin. Framsóknarflokkurinn hefur í áratugaraðir sótt fylgi sitt til bænda. Framsóknarflokkurinn var með SÍS-blokkina á sínu valdi svo ekki sé nú talað um „blessuðu“ kaupfélögin, sem voru svo sem börn síns tíma en gengu síðan sér til húðar. Nú er svo kom- ið að bændur, þá sérstaklega sauð- fjárbændur, lifa við slæmt hlut- skipti. Verðmyndun lambakjöts er með þeim hætti að af söluverð- mæti heils skrokks rennur and- virði u.þ.b. annars lærisins til bóndans. Hvað verður um hitt? Er ekki málum háttað þannig að flutningur, sláturkostnaður, geymslukostnaður, kjötvinnsla og söluferlið tekur til sín allar aðrar krónur lambsins en þetta eina læri sem bóndinn fær? Í umræðum margra eru bænd- ur blórabögglar í íslensku samfé- lagi. Bændum er kennt um hátt verð á lambakjöti og beingreiðslur ríkisins er upphæð sem ansi marg- ir sjá ofsjónum yfir. Sumir vilja fara aðrar leiðir, t.d. ganga til sam- starfs við Evrópusambandið og flytja þessi matvæli inn. Merkilegt þykir mér að formaður Framsókn- ar skuli tala um það sem mikilvæg- asta hagsmunamál Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Þarna hefur blessaður maðurinn snúið bakinu við bændum. Það er óhætt að segja að með óbreyttu milliliða- kerfi myndi íslenskur landbúnaður leggjast af ef leyfður yrði óheftur innflutningur landbúnaðarafurða. Í nágrannalöndum okkar er landbúnaður niðurgreiddur, ekkert síður en hér, og væri þessi leið far- in myndum við borga upp úr öðr- um vasanum það sem kæmi niður í hinn. Annað mál er svo hvar sú ey- þjóð er stödd sem þarf að treysta á önnur lönd með landbúnaðarafurð- ir. Enn eitt er síðan sú staðreynd að þegar borið er saman verð var- anna í mismunandi löndum er ein- ungis borið saman verð – ekki gæði. Nú hef ég búið í Evrópusam- bandslandi í nokkur ár og fengið að njóta þessarar „dýrðar“ á lága verðinu, sem þar er að finna í kjöt- borðinu og mætti ég þá frekar biðja um íslenskt og gott. Ekki skil ég að nokkur bóndi geti með góðri samvisku kosið Framsókn í vor. Flokkurinn hef- ur haldið þessari atvinnugrein í gíslingu og makað kaupfélags- krókinn á henni í of mörg ár. Innleiðum frelsi í landbúnað, endurskoðum slátur- og sölu- kerfið og við munum sjá að bændur eiga alla virðingu skilda því þeirra er ekki mátturinn og dýrðin í verðmyndun á afurðum sínum. ■ Af hverju þurfum við að búa viðverri lánakjör en fólk í ná- grannalöndunum? Af hverju þurf- um við ein að búa við verðtrygg- ingu útlána og af hverju þurfum við að borga miklu hærra verð fyrir brýnustu nauð- synjavörur en tíðkast í okkar heimshluta? Þetta er ekkert náttúru- lögmál og það þarf ekki að vera dýrara að vera Íslend- ingur en Breti eða Belgi. En af hverju höfum við þá sérstöðu hvað varðar dýrustu lánin, verðtrygg- ingu lána og eina dýrustu matar- körfu í Evrópu? Af hverju eru vextir á útlánum hærri hér en annars staðar í Evr- ópu? Í þursaríki óðaverðbólgu mátti réttlæta að tekin væri upp verðtrygging lána. Verðtryggingin reyndist að sumu leyti vel en fljót- lega kom í ljós að hún hyglir lán- veitendum og fjármagnseigendum á kostnað lántakenda. Að auki var verðtryggingakerfið og vaxtaút- reikningur óréttlátur þar sem hann er ekki línulegur heldur vext- ir reiknaðir miðað við uppfærðan höfuðstól á greiðsludegi. Fólk hamast við að greiða af lánum og um árabil lækka þau ekki þrátt fyrir háar greiðslur en hækka þess í stað. Þetta gerist jafnvel þó svo- kallaður stöðugleiki ríki og ráða- menn þjóðarinnar berji sér á brjóst og hrósi sér af þeim árangri. Þegar efnahagsumgjörðin varð hér svipuð eins og í okkar heims- hluta þurfti að móta útlána- og vaxtastefnu í samræmi við það. En í meintu ríki stöðugleikans var það ekki gert heldur var lánastofnun- um og fjármagnseigendum heimil- að að vera bæði með axlabönd og belti í viðskiptum sínum við al- menning. Vextir af útlánum hafa verið hér hærri og þjónustugjöld lánastofnana hærri en víðast hvar í Evrópu. Af hverju hafa stjórn- völd ekki stuðlað að raunverulegri samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að afnema verðtryggingu út- lána og gera kröfu til banka og annarra fjármálafyrirtækja um svipuð kjör og í nágrannalöndun- um? Stjórnvöld sem gæta hags- muna almennings leyfa ekki svona gegndarlausa millifærslu fjár- muna. Vextir af útlánum eiga ekki að vera óhagkvæmari en í ná- grannalöndunum og verðtrygg- ingu á að afnema. Í samanburðarverðkönnunum hefur ítrekað komið fram að mat- vörur eru hér mjög dýrar. Land- búnaðarvörur eru hér mun dýrari en annars staðar en helstu or- sakanna fyrir háu matvælaverði er að leita í skorti á hagræðingu í landbúnaði, innflutningshöftum, ofurtollum og skattlagningu, sem allt er á ábyrgð ríkisvaldsins. Stjórnmálamennirnir bera því mesta ábyrgð á því hvað matar- karfan hér er dýr. Vilji ríkisvaldið halda uppi verndarstefnu ber því að leggja á skatta til að greiða fyr- ir það án þess að slík skattlagning leggist á brýnustu lífsnauðsynjar. Nýtt afl er eina stjórnmálaaflið sem berst fyrir afnámi verðtrygg- ingar, lækkun vaxta og lækkun matarverðs. Spurningin er hvort þeir stjórnmálamenn sem kjörnir verða í næstu kosningum setja hagsmuni almennings í fyrsta sæti eða láta sérhagsmunina ráða áfram. Við hjá Nýju afli viljum aðrar áherslur. N-listinn berst fyr- ir hagsmunum fólks gegn sérhags- munum. ■ ■ Verðmyndun lambakjöts er með þeim hætti að af söluverðmæti heils skrokks rennur andvirði u.þ.b. annars lærisins til bóndans. ■ Stjórnmála- mennirnir bera því mesta ábyrgð hvað matarkarfan hér er dýr. ■ Vonandi skila næstu Alþingiskosning ar okkur betri tíð í húsnæðis- málum. Kosningar maí 2003 REYNIR INGI- BJARTSSON ■ fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Búseta og Búmanna skrifar um húsnæðissam- vinnufélög. Kosningar maí 2003 BRYNJAR SINDRI SIGURÐARSON ■ 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um málefni bænda Hvað með bændur? Kosningar maí 2003 JÓN MAGNÚS- SON ■ hrl. og 1. maður á N-lista Nýs afls í Reykjavík suður skrifar um verðlag og vexti. Þarf allt að vera dýrara hér?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.