Fréttablaðið - 28.04.2003, Page 19

Fréttablaðið - 28.04.2003, Page 19
■ Molar 19MÁNUDAGUR 28. apríl 2003 Vinnuskólinn býður fjölbreytt útistörf í sumar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskólum Reykjavíkur. Upplýsingar og skráning til 30. apríl: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagata 19 • 101 Reykjavík Upplýsingasími: 563 2750 Hættur í þriðja og síðasta sinn Michael Jordan lék sinn síðasta leik í NBA- deildinni í körfubolta á dögunum. Hann segist ekki ætla að snúa aftur. KÖRFUBOLTI Síðasti leikur Michael Jordan í NBA-deildinni í körfu- bolta var með Washington Wiz- ards gegn Philadelphia 76ers um miðjan þennan mánuð. Jordan, sem er talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma, sagð- ist á blaðamannfundi eftir leikinn vera sáttur við að vera hættur. „Nú er ég farinn að átta mig á því að ég kem aldrei aftur til með að vera í keppnisbúningi og tilfinn- ingin sem því fylgir er alls ekkert hræðileg,“ sagði Jordan. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að sætta mig við enda er minn tími kominn. Þetta er í síðasta sinn sem ég legg skóna á hilluna,“ bætti Jordan við. Hann hefur tvisvar sinnum áður hætt í körfuboltanum en í bæði skiptin snúið aftur. Í fyrra skiptið hætti hann eftir dauða föð- ur síns, árið 1993. Hann sneri aft- ur tveimur árum síðar eftir að hafa reynt fyrir sér sem hafna- boltaspilari með heldur döprum árangri. Eftir að hafa tryggt Bulls sjötta meistaratitilinn árið 1998 hætti hann aftur. Þremur árum síðar ákvað hann óvænt að draga skóna fram á ný, þá með Wash- ington Wizards. Núna er hann loks hættur, fertugur að aldri. „Ég tók körfuboltanum aldrei sem sjálfsögðum hlut. Ég var mjög trúr leiknum og leikurinn var mjög trúr mér. Svo einfalt var það,“ sagði Jordan að lokum. ■ BLESS Doug Collins, þjálfari Philadelphia 76ers (til vinstri), fylgist með Michael Jordan yfirgefa völlinn í síðasta leik sínum í NBA-deildinni. Jordan varð sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls. SÍÐASTI BLAÐAMANNAFUNDURINN Michael Jordan talar á sínum síðasta blaðamannafundi sem leikmaður eftir leik Wash- ington Wizards og New York Knicks. Knicks vann leikinn með 93 stigum gegn 79. AP/M YN D AP/M YN D HM í íshokkí: Danir unnu Bandaríkjamenn ÍSHOKKÍ Danir unnu Bandríkja- menn 5:2 í 1. umferð heimsmeist- arakeppninnar í íshokkí á laugar- dag. Þetta eru einhver óvæntustu úrslit í sögu keppninnar. Bo Nordby-Andersen, Kim Stål og Peter Damgård skoruðu fyrir Dani í fyrstu lotu áður en Jim Fahey minnkaði muninn í 3:1. Daninn Ronny Larsen skoraði eina mark annarrar lotu en Kelly Fairchild (Bandaríkjunum) og Kim Stål (Danmörku) skoruðu í síðustu lotunni. Danski markvörð- urinn Peter Hirsch átti stórleik og varði 53 skot Bandaríkjamanna. ■ KÖRFUBOLTI Milwaukee Bucks vann New Jersey Nets 119:114 í fram- lengdum leik á laugardag. Þar með hafa félögin unnið tvo leiki hvort en þau mætast í fimmta leik í New Jersey á mörgun. Bucks leiddi 99:85 þegar rúmar sex mínútur voru eftir og virtist eiga vísan sigur. Liðið náði hins veg- ar aðeins að skora eitt stig á lokakaflanum og vann Nets upp for- skotið. Richard Jefferson jafnaði leikinn fyrir Nets í 100:100 úr víta- skoti þegar hálf mínúta var eftir. Leikmenn Bucks náðu sér aftur á strik í framlengingunni og þriggja stiga körfur frá Toni Kukoc og Michael Redd undir lokin tryggðu heimaliðinu sigur. Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Nets en Kukoc skoraði 23 stig fyrir Bucks. ■ Meistaradeildin: Portland vann leikinn HANDBOLTI Portland San Antonio vann Montpellier HB 27:19 í fyrri úrslitaleik Meistaradeildar Evr- ópu í handbolta. Dómarar leiksins voru þeir Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson. Nikola Karabatic skoraði ell- efu af nítján mörkum franska fé- lagsins. Mikhail Jakimovic skor- aði tíu mörk fyrir Portland og Jackson Richardson sex. Kúbu- maðurinn Vladimir Rivero átti mjög góðan leik í marki Portland og hélt t.d. markinu hreinu í fimmtán mínútur í fyrri hálfleik þegar heimaliðið breytti stöðunni úr 2:2 í 8:2. ■ DANSKUR SIGUR Morten Green, Daniel Nielsen, Jesper Damgård og Kim Stål fagna þriðja marki Dana í leiknum gegn Bandaríkjamönnum. KUKOC Toni Kukoc, Milwaukee Bucks, sækir að körfu New Jersey Nets. Aaron Williams er til varnar. Kim Magnús Nielsen varð Ís-landsmeistari í skvassi í ell- efta sinn. Kim sigraði Sigurð G. Sveinsson 3:0 í úrslitaleik. Rósa Jónsdóttir vann Hildi Jónsdóttur með sömu tölum í úrslitaleik kvennanna. Ronaldo segir að það verði ekk-ert vandamál að fella David Beckham inn í leikskipulag Real Madrid ef hann verður keyptur til liðsins. Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarnar vikur um yfir- vofandi kaup Real á kappanum. Íslandsmeistarar Stjörnunnarurðu bikarmeistari karla í blaki eftir 3:1 sigur á HK í úrslitaleik. Stjarnan vann fyrstu hrinuna 25:18 en HK jafnaði með 25:23 sigri í næstu hrinu. Stjarnan vann síðustu tvær hrinurnar 25:20 og 25:17. HK sigraði í bikarkeppnikvenna. Kópavogsbúarnir unnu Þrótt frá Neskaupstað 3:1 í úrslitaleik á laugardag. Gangur úrslitaleiks kvennanna var sá sami og hjá körlunum. Sigurliðið vann fyrstu hrinuna, tapliðið jafnaði en sigurliðið vann síð- ustu tvær. Lokatölur hrinanna voru 25:20, 23:25, 25:14 og 25:20. Cincinnati Bengals valdi leik-stjórnandann Carson Palmer með fyrsta valrétti í háskólaval- inu í bandaríska fótboltanum. Baltimore Ravens þykir þó hafa komist einna best frá nýliða- valinu. Félagið valdi varnarlínu- manninn Terrell Suggs og fram- tíðarleikstjórnandann Kyle Boller. NBA-körfuboltinn: Bucks - Nets 2:2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.