Fréttablaðið - 28.04.2003, Side 20
FÓTBOLTI Michael Owen skoraði
fjórum sinnum þegar Liverpool
burstaði West Bromwich Albion
6:0 á laugardag. Eftir leikinn er
Owen níundi markahæsti leik-
maður úrvalsdeildarinnar en
keppni í deildinni hófst haustið
1992. Hann er jafnframt yngstur
þeirra sem skorað hafa 100 mörk í
úrvalsdeildinni.
Michael Owen hefur verið á
mála hjá Liverpool frá ágúst 1996.
Hann lék sinn fyrsta deildarleik
vorið eftir og skoraði í 1:2 tapi
gegn Wimbledon. Hann varð
fastamaður í liði Liverpool frá og
með haustinu 1997 og hefur skor-
að jafnt og þétt fyrir félagið síðan
þá.
Owen skoraði sína fyrstu
þrennu fyrir Liverpool í deilda-
bikarleik gegn Grimsby í nóvem-
ber 1997 en fyrstu þrennuna í
deildarleik setti hann í 3:3 jafn-
tefli gegn Sheffield Wednesday í
febrúar 1998. Þrennan gegn WBA
var sjöunda þrenna hans í úrvals-
deildinni.
Owen náði að skora 100. mark
sitt í 185. deildarleiknum. Sex
leikmenn Liverpool náðu þessum
áfanga í færri leikjum. Roger
Hunt þurfti 148 leiki, Jack Parkin-
son 149, Gordon Hodgson 167,
Sam Raybould 167, Ian Rush 168
og Robbie Fowler 175.
Owen vantar enn 18 mörk til að
jafna félagsmet Robbie Fowler,
sem lék með Liverpool frá 1993 til
2001.
Með sigrinum gegn WBA jafn-
aði Liverpool stærsta sigur sinn á
útivelli í úrvalsdeildinni en félag-
ið vann Ipswich með sama mun í
febrúar í fyrra. WBA hefur hins
vegar aldrei hlotið aðra eins út-
reið á heimavelli sínum, The
Hawthorns, sem var vígður í sept-
ember árið 1900.
Eftir fjóra sigurleiki í röð er
Liverpool aftur með í baráttunni
um sæti í Meistaradeildinni. Fé-
lagið er einu stigi á eftir
Newcastle og hefur jafn mörg stig
og Chelsea. Liverpool heimsækir
Lundúnafélagið í lokaumferðinni,
11. maí, en leikur gegn Manchest-
er City um næstu helgi. Michael
Owen skoraði öll mörkin í 3:0 sigri
þegar Liverpool heimsótti City í
september og markið sem færði
Liverpool sigur á Chelsea á Anfi-
eld í byrjun október. ■
20 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR
Þýska knattspyrnan:
Bayern meistari í 18. sinn
FÓTBOLTI Bayern München varð þýsk-
ur meistari í knattspyrnu í 18. sinn á
laugardag. Félagið vann Wolfsburg
2:0 með mörkum Giovane Elber og
Claudio Pizarro á sama tíma og
Stuttgart og Dortmund gerðu jafn-
tefli í sínum leikjum.
Afrekaskrá Bayern München er
löng og glæsileg. Félagið hefur
átján sinnum orðið þýskur meistari,
tíu sinnum bikarmeistari, fjórum
sinnum Evrópumeistari, tvisvar
heimsmeistari félagsliða, einu sinni
Evrópumeistari bikarhafa og einu
sinni Evrópumeistari félagsliða.
Bayern München náði forystu-
hlutverki sínu í þýskri knattspyrnu
á seinni hluta sjöunda áratugarins.
Félagið varð að vísu meistari árið
1932 og en ekki aftur fyrr en árið
1969. Þýska deildakeppnin hófst
haustið 1963 og var Bayern
München ekki í efstu deild tvær
fystu leiktíðirnar. Félagið náði
þriðja sætinu á fyrsta ári sínu í
efstu deild veturinn 1965-66 og var
þremur stigum á eftir meisturun-
um í 1860 München. Bayern hefur
haft mikla yfirburði í Bundeslíg-
unni í vetur og þegar fjórar um-
ferðir eru eftir hefur félagið 13
stiga forystu. Stuttgart, Borussia
Dortmund, Hertha Berlin og
Hamburger SV eru í öðru til fimm-
ta sæti og keppa um sæti í Meist-
aradeildinni. ■
MEISTARAR
Leikmenn Bayern München fagna 18.
meistaratitli félagsins. Giovane Elber,
Samuel Kuffour og Michael Ballack hlaupa
til fyrirliðans Oliver Kahn.
FÓTBOLTI Glasgow Celtic vann
Rangers 2:1 á sunnudag og á enn
von í keppninni um meistaratitilinn.
Alan Thompson og John Hartson
skoruðu fyrir Celtic en Ronald De
Boer fyrir Rangers. Eftir leikinn er
Celtic fimm stigum á eftir Rangers
en á leik til góða gegn botnliði
Motherwell. Á lokasprettinum leik-
ur Celtic gegn Dunfermline (ú),
Motherwell (ú), Hearts (h), Dundee
(h) og Kilmarnock (ú) en Ragners
við Dundee (ú), Kilmarnock (h),
Hearts (ú) og Dunfermline (h). ■
LARSSON
Henrik Larsson fagnar sigri Celtic gegn Boavista á fimmtudag. Larsson og félagar unnu
Rangers á útivelli í gær og eiga enn möguleika á að vinna skoska meistaratitilinn.
Skoska knattspyrnan:
Celtic á enn von
Ciudad Real vann Redbergslid33:27 í fyrri úrslitaleik félag-
anna í Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik. Rúnar Sigtryggs-
son skoraði eitt mark fyrir
spænska félagið. Seinni úrslita-
leikurinn verður í Gautaborg um
næstu helgi.
Mats Olsson, fyrrum landsliðs-markvörður Svía, kemur til
Íslands í maí og heldur fyrirlestur
um þjálfum markvarða. Fyrirlest-
urinn verður hluti af námskeiði
sem HSÍ heldur.
Valur sigraði í Deildabikar-keppni kvenna í knattspyrnu,
ÍBV varð í öðru sæti, Breiðablik í
þriðja og KR í fjórða. Í undanúr-
slitum á laugardag leika ÍBV og
Breiðablik og Valur og KR.
Skoski framherjinn í liði Ev-erton, Duncan Ferguson, er í
slæmum málum eft-
ir að myndir náðust
af honum þar sem
hann gaf Jóhannesi
Karli Guðjónssyni
olnbogaskot í leik
Everton og Aston
Villa á laugardag.
Boltinn var hvergi nálægt þegar
atvikið átti sér stað.
■ Molar
FJÖGUR
Michael Owen fagnar fjórða marki sínu gegn WBA á laugardag. Hann er orðinn níundi
markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar.
100 mörk
Michael Owen
Michael Owen hefur skorað 102 deildarmörk
fyrir Liverpool. Hann skoraði sína sjöundu
þrennu í efstu deild á laugardag.
MICHAEL OWEN (F. 14.12.1979)
Þrennur í úrvalsdeildinni
1998 Sh. Wednesday - Liverpool 3:3 (3)
1998 Newcastle Utd - Liverpool 1:4 (3)
1998 Liverpool - N. Forest 5:1 (4)
2000 Liverpool - Aston Villa 3:2 (3)
2001 Liverpool - Newcastle Utd. 3:0 (3)
2002 M. City - Liverpool 0:3 (3)
2003 WBA - Liverpool 0:6 (4)
MARKAHÆSTU LEIKMENN
ÚRVALSDEILDARINNAR
Alan Shearer 221
Andy Cole 152
Robbie Fowler 136
Les Ferdinand 136
Teddy Sheringham 130
Dwight Yorke 115
Ian Wright 113
Dion Dublin 109
Michael Owen 102
Matt Le Tissier 101