Fréttablaðið - 28.04.2003, Qupperneq 21
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Málþing um börn og fá-
tækt verður haldið á Grand Hóteli í
Reykjavík á vegum Ís-Forsa, samtaka
áhugafólks um rannsóknir og þróunar-
starf á sviði félagsráðgjafar. Jafnt fræði-
menn sem einstaklingar sem þekkja fá-
tækt af eigin raun fjalla um efnið.
14.00 Málþing um jafnrétti í víð-
um skilningi í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur. Aðalfyrirlesari er dr. Teresa
Rees, prófessor við Cardiff-háskóla í Wa-
les. Jafnframt halda stutt erindi þau
Dagur B. Eggertsson, Dr. Oddný Mjöll
Arnardóttir lögmaður, Rósa Erlingsdóttir
og Hildur Jónsdóttir.
14.00 Nýi vetnisbílinn frá Daimler
Chrysler verður sýndur almenningi við
Háskóla Íslands frá klukkan 14 til 15.
Sérfræðingar frá Daimler Chrysler sýna
bílinn, sem verður staðsettur fyrir fram-
an Tæknigarð.
15.00 Dr. Scott Staley, yfirmaður
efnarafaladeildar Ford Motor Company í
Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur í stofu
157 í VR II í Háskóla Íslands í tengslum
við sýningu á nýja vetnisbílnum frá
Daimler Chrysler.
16.00 Samtök ferðaþjónustunnar
boða til fundar með frambjóðendum
stjórnmálaflokkanna á Hótel Sögu
(Sunnusal). Frambjóðendur reifa stutt-
lega stefnu flokka sinna í málefnum
sem tengjast ferðaþjónustunni og svara
fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar
Bollason.
16.30 Arkitektarnir Helge Solberg,
Jan Vincent Thue, Tore I. Haugen og
Ævar Harðarson flytja erindi á málstofu
um hönnunartengda byggingargalla
sem haldin verður í stofu 157 í VR II,
húsi verkfræðideildar við Hjarðarhaga
2-6. Fundarstjóri verður Trausti Valsson
prófessor.
20.00 Skáld gegn stríði lesa
upp í Þjóðleikhúskjallaranum. Fram
koma Benoný Ægisson, Birgir Svan
Símonarson, Elín Ebba Gunnars-
dóttir, Erla Elíasdóttir, Einar Már
Guðmundsson, Garðar Baldvins-
son, Haraldur Sigfús Magnússon,
Jón frá Pálmholti og Margrét Lóa
Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
20.00 Rithöfundarnir Silja Aðal-
steinsdóttir, Guðjón Friðriksson og
Páll Valsson, sem öll hafa hlotið Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævi-
sögur, spjalla um aðferðir sínar og við-
horf til ævisagnaritunar og lesa úr verk-
um sínum á Súfistanum, bókakaffinu í
Bókabúð Máls og menningar á Lauga-
vegi 18.
20.30 Guðni Guðbergsson, fiski-
fræðingur á Veiðimálastofnun, greinir frá
rannsóknum á lífríki Lagarfljóts og
breytingum á því sem vænta má vegna
Kárahnjúkavirkjunar í stofu 101, Lög-
bergi, Háskóla Íslands. Erindið er hið
fjórða í röð fræðsluerinda Hins íslenska
náttúrufræðifélags (HÍN) í ár. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
■ ■ SÝNINGAR
Helgi Þorgils Friðjónsson er með
einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann
sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama
stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt
farartæki, vídeómyndir og örsögur.
Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk-
um Jóhannesar Kjarval.
Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á
kosningaáróðri frá árunum 1880 til
1999. Á henni má fræðast um hvernig
baráttumál flokkana fyrir alþingiskosn-
ingar í Reykjavík hafa breyst í gegnum
tíðina
Bjarni Ragnar er með myndlistar-
sýningu i gallery KLASSÍS, Skólavörðu-
stig 8.
Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart-
hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla-
vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló-
veníu , Bandaríkjunum, Portúgal og á
Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna
vinnur myndirnar allar í höndum, bæði
framköllun og stækkun.
Þrjár myndlistarsýningar eru í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Björg Þor-
steinsdóttir sýnir þar akrýlmálverk og
vatnslitamyndir, sem unnar eru á
tveimur síðustu árum. Auður Vé-
steinsdóttir er með tvær sýningar á
listvefnaði og ljósmyndum. Loks sýnir
Sigríður Ágústsdóttir handmótuð,
reykbrennd leirverk.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
MÁNUDAGUR 28. apríl 2003
hvað?hvar?hvenær?
26 27 28 29 30 31 1
APRÍL
Laugardagur
Tveir dagar eru eftir af vikubókarinnar. Yfirskrift vik-
unnar þetta árið er Ævisögur og
af því tilefni hafa þrír höfundar
ævisagna, sem allir hafa fengið
Íslensku bókmenntaverðlaunin
fyrir afrek sín á því sviði, verið
fengnir til að mæta á Súfistann
við Laugaveg í kvöld og spjalla
um aðferðir sínar og viðhorf til
ævisagnaritunar, auk þess sem
þau lesa úr verkum sínum.
Þetta eru þau Silja Aðal-
steinsdóttir, sem árið 1994
hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin fyrir bókina
Skáldið sem sólin kyssti:
ævisaga Guðmundar
Böðvarssonar, Guðjón
Friðriksson, sem hlaut
verðlaunin árið 1997 fyrir
Einar Benediktsson – ævi-
saga, og Páll Valsson, sem
hlaut verðlaunin árið 1999
fyrir bókina Jónas Hall-
grímsson – ævisaga.
„Það má segja að ævisögur
gefi manni gott færi til þess að
þræða persónusögu einstaklings
og vera um leið með nokkuð
breiða þjóðlífslýsingu, sérstak-
lega ef maður er með mann und-
ir sem hefur verið nokkuð mið-
lægur í samfélaginu. Um leið
virðist þetta vera ágætis leið að
fólki með því að sameina per-
sónulegt drama
og samfé-
l a g s -
sögu.
Það
er eins og fólk eigi auðveldara
með að samsama sig einstak-
lingum,“ segir Guðjón Friðriks-
son sagnfræðingur, sem þessa
dagana er að skrifa seinna bind-
ið af ævisögu Jóns Sigurðsson-
ar. „Sú bók kemur út núna í
haust ef Guð lofar.“
Guðjón hefur verið býsna af-
kastamikill ævisagnahöfundur
undanfarinn áratug. Hann segir
ekki laust við að hann sé að
verða svolítið saddur á ævisög-
um, í bili að minnsta kosti.
„Ég er að ljúka við þriðju stóru
ævisöguna sem ég hef skrifað.
Þetta verða orðnar átta bækur og
það er óneitanlega nokkuð mikið.
En það er ekki alveg ljóst hvað
tekur við hjá mér næst.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ VIKA BÓKARINNAR
Ævisagnahöfundar
bera saman bækur
21
Ármúla 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
– fyrir þína hönd
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur sent sjóðfélögum
og rétthöfum yfirlit yfir greidd iðgjöld á tíma-
bilinu 1. janúar 2002 til 31. desember 2002.
Á yfirlitunum koma fram upplýsingar um
greidd iðgjöld, stöðu í séreignardeild og
réttindi í tryggingadeild.
Mikilvægt að bera saman yfirlit og launaseðla
Mikilvægt er að bera saman yfirlit og launa-
seðla sem og að athuga hvort rétt mótframlag
hafi verið greitt til sjóðsins.
Ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið eða
dregið hefur verið af launum þínum og þú
ekki fengið yfirlit, þá vinsamlegast hafðu sam-
band við viðkomandi fyrirtæki og/eða Kaup-
þing banka hf. eigi síðar en 1. júní nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð
geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Hefur þú fengið yfirlit?
A
B
X
9
0
3
0
3
0
6
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON SAGNFRÆÐINGUR
Hann er einn þriggja sagnfræðinga sem ætlar
að spjalla um ævisögur á Súfistanum.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
The White Stripes
SEVEN NATION ARMY
Beastie Boys
IN A WORLD GONE MAD
Marilyn Manson
MOPSCENE
System ofÝa Down
I-E-A-I-A-I-O
Guano Apes
YOU CANT STOP ME
Ozzy Osbourne
MAMA I’M COMING HOME
Limp Bizkit
DROP DEAD
Placebo
THE BITTER END
Dáðadrengir
ALLAR STELPUR ÚR...
Transplants
DJ DJ
TOPP 20 á X-inu 97.7
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Zack de la Rocha
MARCH OF DEATH
Johnny Cash
HURT
Blur
OUT OF TIME
A.F.I
GIRLS NOT GREY
Queens of the Stone Age
GO WITH THE FLOW
Oasis
SONGBIRD
Hell Is for Heroes
I CAN CLIMB MOUNTAINS
Dandy Warhols
WE USED TO BE FRIENDS
Linkin Park
SOMEWHERE I BELONG
Botnleðja
EURO-VÍSA
16. VIKA
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/B
ILLI