Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 32
í Foldaskóla kl. 20
Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og
Jóhanna Sigurðardóttir. Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir.
Tölum saman um baráttu fyrir almannahagsmunum,
réttlátum leikreglum og sanngjarnari skiptum.
Fundur með íbúum
Grafarvogs í kvöld
F Ó L K I Ð Í R E Y K J A V Í K
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
– kjölfestan í íslenskum stjórnmálum
– ekki slagsmál
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Það er spurning hvort við Íslend-ingar sem „staðföst fylgisþjóð“
stjórnvitringsins Bush Bandaríkja-
forseta og hinna geðþekku ráðgjafa
hans ættum ekki að bjóða Ameríkön-
um að lána þeim Hjálparsveit skáta
sem er þaulvön að leita uppi og finna
vopnaða menn sem leitað hafa inn í
kyrrð óbyggðanna til að finna frið í
sálu sinni með því að elta uppi rjúpur
til að drepa.
BANDARÍKJAMENN hafa nú ráð-
ist á og hernumið tvö lönd til að hafa
uppi á tveimur einstaklingum, þeim
Ósama Bin Laden og Saddam
Hússein. En af þeim finnst hvorki
tangur né tetur þótt ekkert hafi verið
sparað til leitarinnar og ekki standi
lengur steinn yfir steini í Afganistan
og Írak. Nú hafa reyndar fundist 14
ómerktar tunnur úti í sveit, ekki langt
frá Bagdad, og 150 gasgrímur á sama
stað, sem Bandaríkjamenn telja
benda til að í tunnunum sé að finna
gereyðingarvopn.
Á ÞESSARI STUNDU er of
snemmt að segja til um hvað kunni að
leynast í tunnunum þegar Banda-
ríkjamenn um síðir komast að þeirri
niðurstöðu að hyggilegt sé að opna
þær og skoða innihald þeirra. Þeir
sem stóðu að Flugumýrarbrennu á
sínum tíma fengu að iðrast þess að
hafa yfirsést að höfuðóvinurinn, Giz-
ur Þorvaldsson, faldi sig einmitt ofan
í tunnu í búrinu á bænum og komst
undan með skuggalegum afleiðingum
fyrir þá sem að aðförinni stóðu.
BRENNUMENN þeir sem stóðu að
hinni annars velheppnuðu Njáls-
brennu fengu líka að naga sig í hand-
arbökin yfir því að hafa yfirsést þeg-
ar Kári Sölmundarson forðaði sér út
úr brennandi bæjarrústunum hulinn
reykjarmekki því að Kári var hefni-
gjarn og hjó meðal annars höfuðið af
einum brennumanna þar sem hann
sat og taldi peninga „og sagði höfuðið
tíu er það fauk af bolnum“. Þau höfuð
sem telja ránsfenginn í Írak munu ef-
laust nefna hærri upphæðir en „tíu“
og nú er eftir að vita hvort einhverjir
hafa komist lífs af í reykmekkinum
frá Bagdad og Kabúl, því að eftirleik-
urinn er gjarna óvandaðri þótt hinar
eftirminnilegu brennur á Bergþórs-
hvoli og Flugumýri hafi aðeins verið
eins og kertaljós miðað við það ófrið-
arbál sem Bandaríkjamenn hafa nú
kveikt. ■
Eftirleikurinn