Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 14
Hvort sem það er lognið á und-an storminum eða ekki; þá virðist sem það sé að draga úr þeim miklu hræringum sem hafa verið á fylgi flokkanna undan- farna mánuði. Ef við berum sam- an tvær stórar kannanir Frétta- blaðsins, aðra gerða 19. og 24. apr- íl og hina gerða 1. og 3. maí, þá eru í raun einu breytingarnar þær að Framsóknarflokkurinn hefur unnið aðeins á en Samfylkingin að sama skapi gefið eftir. Sveiflurn- ar á milli þessara tveggja kann- ana eru að öðru leyti sáralitlar – engar ef tekið er mið af vikmörk- um. Í fyrri könnuninni fengu Vinstri grænir 8,2 prósent en 8,7 prósent í þeirri síðari. Frjálslynd- ir fengu 11,6 prósent í lok apríl en 10,7 prósent í byrjun maí. Sam- fylkingin fékk 31,2 prósent í fyrri könnuninni en 28,8 prósent í þeir- ri síðari. Framsókn var með 12,2 prósent í lok apríl en er nú með 15,6 prósent í byrjun maí. Og sjálfstæðisflokkurinn var með 35,2 prósent og fær nú 35,0 pró- sent. Mesta sveiflan er hjá Fram- sókn; 3,4 prósentustig – en minnst hjá Sjálfstæðisflokknum; 0,2 pró- sentustig. Er þetta þá búið? Liggja línurn- ar klárar? Mun ríkisstjórnin rétt merja þingmeirihluta eftir að Framsókn tapar tæpum 3 pró- sentustigum og Sjálfstæðisflokk- urinn tæpum 6 prósentustigum? Verða Frjálslyndir sigurvegarar kosninganna með næstum allan ávinning stjórnarandstöðunnar? Það er ekki gott að segja. Í nýj- ustu könnun Fréttablaðsins voru tæp 18 prósent ýmist óákveðin, neituðu að svara eða sögðust ein- faldlega ekkert ætla að kjósa. Þegar allir voru spurðir hvort þeir hefðu endanlega gert upp hug sinn um hvað þeir ætluðu að kjósa á laugardaginn treystu að- eins um 65 prósent sér til að svara því játandi. Um 35 prósent kjós- enda er enn ekki harðákveðinn. Það er því enn jarðvegur fyrir flokkana til að kasta í einhverjum fræjum. Og eins enn tækifæri til að fæla frá sér fylgið. Það er hins vegar varhugavert að túlka þetta sem svo að 35 pró- sent kjósenda séu óvissir og gætu þess vegna allir stokkið á einn flokk. Flest af þessu fólki er nokk- uð visst um hvað það vill. Það er hins vegar þaulvanir neytendur og getur vel beðið fram á síðustu stundu með að ákveða sig endan- lega ef eitthvað betra yrði í boði á lokasprettinum. Það má heldur ekki oftúlka hversu lítil hreyfing hefur verið á fylginu að undanförnu. Sveiflan yfir til Framsóknar er til dæmis ekki eins lítil þegar það er haft í huga að hún varð fyrst og fremst í landsbyggðarkjördæmunum. Fylgi Framsóknar í þéttbýliskjör- dæmunum virðist hins vegar svo til frosið. Það er enn allt eins lík- legt að Halldór Ásgrímsson falli af þingi og að hann haldist inni. Að sama skapi heldur Samfylk- ingin sínu ágætlega í þéttbýlinu en tapar úti á landi. Vegna kvóta- málsins var kosningabarátta þess- ara tveggja vikna ef til vill eink- um háð úti á landi og þessar fylg- isbreytingar urðu afleiðingar þess. Það skiptir því nokkru hvaða mál það verður sem tekur sviðið síðustu vikuna, og hvernig staða hvers flokks er í því máli, hvort þeir hafa möguleika á að ná vænni sneið af hinum óákveðnu og þeim sem eru alltaf til í að skipta um skoðun. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stöðu stjórnmálaflokkanna. 14 5. maí 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þegar Bush Bandaríkjaforsetiauglýsti sig alla leið í Hvíta hús- ið lagði hann á það ríka áher-slu hvílíkt valmenni hann væri og hversu annt honum væri um þá sem minna mega sín. Íhaldsstefna hans var kennd við mannúð og því mjög haldið á lofti að hér væri önn- ur og mýkri íhaldsstefna á ferðinni en sú frjálshyggja sem Reagan- stjórnin starfaði eftir. Efndirnar þekkjum við: ekki eru aðeins kom- in til valda stríðsóð trúfífl sem neita að fallast á þróunarkenningu Darwins heldur finnst manni jafn- vel sem Ronald Reagan hafi verið hálfgerður Olof Palme hjá þeim öfgasinnaða hægri manni sem nú situr í Hvíta húsinu. Og hagstjórn- in snýst um að létta sköttum af auð- kýfingum. Ekki er allt sem sýnist. Til að geta gert upp hug sinn verður maður að vita um fyrirætl- anir þeirra sem hyggjast setjast í stjórn, vita hverra hagsmuna þeir gæta - vita hverjum þeir eru skuld- bundnir eftir kosningar. Nú er til dæmis Bush-stjórnin að launa tó- baksframleiðendum stuðninginn með því að þvælast fyrir tóbaks- vörnum á heimsvísu. Hér á landi háttar hins vegar svo einkennilega til að við kjósendur fáum ekki að vita hverjir kosta framboðin. Að þessu sinni kemur ekki rödd yfir framboðsauglýsingarnar sem segir mjúklega: þessi frambjóðandi er í boði Ístaks... Stjórnmálaarmur S-hópsins Þessi kostun er sögð vera einka- mál. Og sé að marka Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins er leyndin yfir framlögum til stjórnmálaflokka meira að segja mannréttindamál. Það fellur með öðrum orðum undir mannréttindi að stórfyrirtæki fái að kaupa sér aðgang að landstjórn- inni á laun. Ekki þarf maður þó að hafa fylgst mikið með stjórnmálum til að skynja hversu nátengdir stjórnmálaflokkarnir eru voldug- um hagsmunum. Framsóknar- flokkurinn auglýsir til dæmis um þessar mundir fyrir ævintýralegar upphæðir sem einhver þarf að standa straum af. Þessi flokkur hefur löngum virkað á mann eins og stjórnmálaarmur S-hópsins svo- kallaða - sem er klúbbur eða bræðralag gamalla SÍS-drengja - en maður ímyndar sér að það sé ekki síður talið mikilvægt hjá stór- útgerðinni og kvótaaðlinum að þessi flokkur sé enn um sinn við völd. Mennirnir sem eiga fiskimiðin við landið eru nú svo óttaslegnir að þeir láta heimsfræg endurskoðun- arfyrirtæki reikna út unnvörpum að hrun blasi við í greininni ef kom- ið verður á atvinnufrelsi á Íslandi og afnumið það lénskerfi sem nú ríkir í sjávarútvegi. Þeir neyta allra bragða, og því ekki að kaupa eins og einn stjórnmálaflokk? Opinberun Hannesar Ekki er allt sem sýnist. Og við vitum aldrei hvað bíður handan við horn kosninganna. Þannig er full ástæða til að óttast að ef núverandi ríkisstjórn heldur velli þá telji hún sig hafa þar með fengið umboð til að hrinda í framkvæmd hugmynd- um sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur skrifað heila bók um við mikil fagnaðarlæti samflokks- manna sinna. Lítið hefur hins veg- ar farið fyrir þessum draumsýnum í kosningabaráttunni nú af ein- hverjum ástæðum þótt Davíð Oddsson hafi á sínum tíma lofað visku Hannesar mjög, jafnvel svo að maður fékk á tilfinninguna að þetta væri næsta mál á dagskrá. Í sem skemmstu máli snýst vitrun Hannesar um að Ísland verði skattaparadís fyrir erlenda auð- kýfinga sem treysta sér ekki til að greiða sinn skerf til þeirra þjóðfé- laga sem hafa gert þeim kleift að hasla sér völl, geymslustöð fyrir peninga sem ekki er hægt að hafa annars staðar. Verði skattar hér í algjöru lágmarki telja þeir félagar Hannes og Davíð að erlendir auð- menn muni flykkjast hingað og fylla hér allar hirslur af aurunum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn er ríkis- flokkur Íslands. Báknið burt eða kjurt var spurt: en í rauninni er það hann sem er sjálft báknið. Valda- kerfi hans smýgur um allt þjóðlífið og lítill áhugi á að draga úr því. Hagfræðingar eru almennt á einu máli um að stórkostlegar skatta- lækkanir þýði að útgjöld ríkisins verði að minnka sem því nemur. Þess er naumast að vænta að flokk- urinn leggi niður þær miklu valda- stofnanir sem hann hefur hreiðrað um sig í eða dragi úr umsvifum þeirra og ekki er mikið eftir sem hægt er að selja, nema ef til vill Landsíminn sem selst ekki og kannski ríkisútgáfa námsbóka sem gæti lent í klónum á kommúnist- um. Og þá er aðeins eitt til ráða: stórkostlegur niðurskurður vel- ferðarkerfisins. Þar virðist vera af nógu að taka að mati forsætisráð- herra sem í málgagni sínu Morgun- blaðinu í gær kallaði íslenska vel- ferðarkerfið „það öflugasta sem þekkt er“. Það eru ekki bara myndirnar af honum sem eru fótósjoppaðar held- ur sjálfur veruleikinn eftir því sem hentar hverju sinni. Ekki er neitt sem sýnist. Kannski erum við einmitt nú að kjósa um það - án þess að taka eftir því - hvort hér eigi að verða amer- ískt þjóðfélag eða hvort reynt verði að stefna í átt til þeirra velferðar- samfélaga sem eru í norður-Evr- ópu. ■ Ingibjörg Sólrún, miklu meir! Bragi Þorfinnsson nemi skrifar. Það sem stendur upp úr í kosn-ingabaráttunni eru hápólitískar ræður Ingibjargar Sólrúnar í Borg- arnesi. Þá síðari hélt hún 15. apríl síðastliðinn og olli miklu fjaðrafoki innan herbúða Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki að ástæðulausu að Sjálf- stæðismenn brugðust við eins og rassskelltir krakkar í kjölfar ræð- unnar. Ingibjörg talaði um veruleik- ann sem blasir við þegnum þessa lands. Strengjabrúður forsætisráð- herra hafa undanfarna daga reynt á örvæntingarfullan hátt að verja for- ystu sína. Það hefur verið vinsælt hjá þeim að tala um dylgjur, per- sónulegar árásir og rógburð. Eng- inn ræðir hins vegar málefnalega um inntak ræðunnar. Ingibjörg Sól- rún gagnrýnir samtvinnun valds í stjórnmálum og viðskiptalífi og auk þess misskiptingu auðs og gæða. Hún gagnrýnir meðferð valdsins og stjórnvöld sem byggja á fælingar- mætti. Hún gagnrýnir stjórnlynt lýðræði eins og það hefur verið að þróast við forystu Sjálfstæðis- flokksins. Upp er komin valdaklíka sem ræður lögum og lofum í þjóðfé- laginu. Hún beitir valdi sínu til að deila og drottna, umbuna og refsa. Fólk skynjar þetta hvimleiða ástand og því er misboðið. Ingibjörg Sólrún var rödd þessa fólks í Borgarnesi. Að lokum hvet ég Ingibjörgu til að koma sem oftast við í Borgar- nesi. Gullmolarnir sem hafa fallið af vörum hennar þar eru með þeim þýðingarmeiri í íslenskri stjórn- málasögu. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um orð og efndir Ekki er allt sem sýnist ■ Bréf til blaðsins Lognið á undan storminum? Magnús Þór Hafsteinsson, frambjóðandi Frjálslyndra Flokksins Tökum enga afstöðu „Við viljum ekki taka afstöðu til svokallaðs viðbótar- kvóta. Ef okkar hugmyndir verða að veruleika, þ.e. skipt á milli kerfa, þá munum við verða vör við tals- vert meiri aflaaukningu en það. Það er mjög mikið af fiski á grunnslóð, ýsu og þorski, jafnvel miklu meira en Hafró vill meina. Við það að fara á milli kerfa kæmi fram miklu meiri aukning en þessi 30 þúsund tonn sem nú eru í umræðunni. Þeir sjómenn sem ég hef talað við eru sammála um að nóg sé af fiski í sjónum. Þess vegna látum við vera að taka afstöðu til þessa viðbót- arkvóta. ■ Árni M. Mathiesen, Sjávarútvegsráðherra Árangurinn ónýtur „Sá árangur sem við höfum náð í kvótamálum verður eyðilagður ef hugmyndir Samfylkingarinnar ná fram að ganga. Ef Samfylkingin vill koma höggi á landsbyggðina þá er þetta tilvalin leið til þess. Það er ljóst að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru miklu betur í stakk búinn fjárhagslega til að kaupa kvóta en smærri fyrirtæki út á landi sem mörg hver eru með sitt fé neglt niður. Gott samstarf hefur líka náðst milli vísindamanna, sjómanna og stjórnvalda í okkar tíð og grundvöllurinn fyrir skerð- ingu heimilda er að byggðirnar fái aukinn kvóta þegar heimildir verða auknar að nýju. Þannig haldast 90% aflaheimilda á landsbyggðinni.“ ■ Ólík sýn flokkanna á kvótaúthlutun Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Kjaraþversögn „Aldrei fyrr hafa Íslendingar haft jafnmikla fjármuni milli handa. Það er því óneitanlega gríðarleg þversögn í því að ein- mitt á slíkum tíma skuli fátækt aukast hér á landi frá ári til árs.“ ÓLAFUR INGI GUÐMUNDSSON Á VEFNUM POLITIK.IS Halldór forsætisráðherra „Ljóst er því að aðeins í stjórnar- myndunarviðræðum mun koma í ljós hver næsta ríkisstjórn verð- ur. Ljóst er að líklegast verður Framsóknarflokkurinn í ríkis- stjórn og eins er það líklegast að Halldór Ásgrímsson verður for- sætisráðherra.“ BJÖRGMUNDUR ÖRN GUÐMUNDSSON Á VEFNUM MADDAMAN.ISTALSMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA GREINIR Á UM HVERNIG SKULI ÚTHLUTA KVÓTAAUKNINGU Í HAUST. SAMFYLKINGIN VILL BJÓÐA HANA UPP.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.