Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 16
Við höfum lagt áherslu á það fráupphafi kosningabaráttunnar að hún yrði málefnaleg en snerist ekki um titla eða persónur,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á fundi sem fram- bjóðendur flokksins áttu á föstudag með starfsmönnum skipasmíða- stöðvarinnar Óseyjar í Hafnarfirði. Með Steingrími á fundinum voru Jóhanna B. Magnúsdóttir, efsti mað- ur á framboðslista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, og Álfheiður Ingadóttir, sem skipar annað sæti í Reykjavík suður. Að sögn Steingríms hefur um- ræðan undir það síðasta loks beinst frá persónum og að málefnum: „Til dæmis er skattalækkunar- loforðafylleríð sem allir hafa lent á - nema við; við erum bláedrú í þeim efnum eins og öðrum. Þetta hafði þó þann kost að í kjölfarið fylgdi ákveðin umræða um lífskjörin, um velferðarkerfið, um stöðu lágtekju- hópanna og fjármögnun samneysl- unnar,“ sagði flokksformaðurinn og nefndi einnig nýlega umræðu um sjávarútvegsmál og jafnréttismál. Steingrímur sagði takmark Vinstri grænna var alveg skýrt: „Við erum í þeim leiðangri að fella ríkisstjórnina og mynda velferðarstjórn. Takist stjórnarandstöðunni á hverjum tíma að fella rík- isstjórnina á hún auðvitað að hafa metnað til þess að vilja taka við; ekki satt? Að því leyti eru að sjálfsögðu öll atkvæði greidd stjórnarand- stöðuflokkunum jafngild. Það er misskilningur hjá vinum okkar í Samfylkingunni ef þeir hafa reynt að telja ykkur trú um það að kjör- stjórnirnar ætli ekki að telja með at- kvæðin sem við og Frjálslyndi flokkurinn fáum. Þeir reyna stund- um að segja að eina leiðin til þess að losna við Davíð sé að kjósa Sam- 5. maí 2003 MÁNUDAGUR Líflegar umræður urðu á kosningafun Kvótastefna VG: Gengið til baka Álfheiður Ingadóttir líffræð-ingur, sem er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í Reykjavík suð- ur, ræddi sjávarútvegsmál á fundi í skipasmíðastöðinni Ósey. VG hefur lagt til að kvótinn verði inn- kallaður og endurráðstafað á tveimur áratugum. „Við segjum óhikað, hvar sem við komum, að þessi stefna sé eina raunhæfa leiðin til þess að koma okkur út úr kvótakerfinu og út úr framsalinu og skila kvótanum aft- ur til landsmanna. Við teljum að það þurfi 20 ár til þess að ganga þessa götu aftur til baka. Með því móti sé hægt að forðast koll- steypu í greininni og auðn eins og var þegar framsalið var tekið upp í þessu kvótakerfi,“ sagði Álfheið- ur. ■ ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Okkar leið er eina raunhæfa leiðin, sagði frambjóðandi Vinstri grænna. KO SN F U N Róttækasta k um breytin Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri g Samfylkingunni að atkvæði greidd öðrum stjórnar Atkvæði til VG sé róttækasta krafan um breyting ingafundi í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.