Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 29
Eftir að sýnt hefur verið fram á að skattar hafi hækkað verulega undanfarin ár þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar ráðamanna um hið gagnstæða hefur verið reynt af hálfu stjórnvalda ríkisins að beina umræðunni í aðrar áttir. Útúrsnúningur 1: Skattar hafa hækkað vegna þess að tekjur hafa hækkað! Svar: Sýnt hefur verið fram á undanfarið að tekjuskattar hafa hækkað verulega á alla unga sem aldna með lægri tekjur og raunar hækkað á alla með tekjur undir kr 242.000 frá árinu 1990 þó að tekjur þeirra fylgdu aðeins verðlagi. Þetta á því við um þá sem fengu enga rauntekjuhækkun þ.e. tekjur þeirra hækkuðu aðeins eins og verðlag þennan tíma ekki eins og laun. Því dugar ekki sá útúrsnúningur að tekjuskattar hafi hækkað vegna hækkaðra launa því skattar hækkuðu líka verulega hjá þeim sem fengu ekki launahækkun. Tökum dæmi af aðila sem hefur nú kr 100.000 á mánuði í tekjur og að tekjur hans hafi aðeins hækkað eins og verðlag frá árinu 1990. Hann greiddi árið 1990 6,2% tekna sinna í skatt en greiðir nú 10,2% af tekjum sínum. Þetta er klár skattahækkun og hrein ósannindi að halda öðru fram. ÓÞOLANDI Í þessu dæmi þyrfti skatthlutfallið að lækka úr 38,55% eins og það er í dag í 23,6% svo þessi aðili stæði í stað gagnvart skattinum. Tekjuskattar eru aðeins greiddir af tekjum yfir skattleysismörkum. Ástæða þessarar skattahækkunar er að raunskattleysismörkin hafa setið eftir í verðbólgunni þannig að þó að skatthlutfallið hafi lækkað eitthvað hefur það ekki lækkað nóg því það er greitt af stærri hluta tekna en áður. Niðurstaða: Klár skattahækkun. Skattahækkunina má sjá á súluritinu hér til hliðar fyrir þennan aðila þ.e. þann sem ekkert hækkaði í tekjum þ.e. tekjurnar fylgdu bara verðlagi frá 1990. Útúrsnúningur 2: Það er kaupmátturinn sem skiptir máli! Þegar sannað hefur verið að skattar hafa hækkað á meginþorra almennings er sagt: Það er kaupmátturinn sem skiptir máli eða kaupmáttur eftir skatta. Þrátt fyrir klára skattahækkun má til sanns vegar færa að kaupmáttur margra launamanna hefur aukist síðustu árin þó að kaupmáttur ráðstöfunartekna sé frekar það sem skiptir máli þ.e. kaupmáttur tekna eftir skatta. En hvað hefur gerst hjá bótaþegum? Svar: Þó bætur hjá mörgum ellilífeyrisþegum hafi hækkað á undanförnum árum hefur hækkunin verið tekin til baka með auknum tekjusköttum að ekki sé talað um hækkun lyfjakostnaðar, sjúkrakostnaðar og vaxtakostnaðar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur því naumast aukist hjá fjölmörgum. Sjáum dæmi þessu til staðfestingar: Tökum dæmigerðann ellilífeyrisþega með samtals kr 105.000 á mánuði þ.e. grunnlífeyri og fulla tekjutryggingu kr 60.734 og lífeyrissjóðstekjur upp á kr 44.266 árið 2003. Greiðslur úr lífeyrissjóði hafa fylgt verðlagi en bætur hafa hækkað umfram verðlag aðallega rétt í lok tímabilsins. Þannig að þó að kaupmáttur þessa bótaþega hafi hækkað um 10,6% á þessa lágu upphæð á öllum þessum tíma er þessi hækkun tekin til baka með hinni hendinni í auknum tekjusköttum svo eftir stendur aðeins 0,7% hækkun á 13 árum eða hækkun upp á kr 613 á mánuði í þessu dæmi á tímum sem lyf og læknisþjónusta hafa hækkað langt umfam verðlag og á tímum okurvaxta. Þetta má sjá á línuritinu hér til hliðar sem sýnir tekjur eftir skatta á föstu verðlagi (m.v. neysluverð 1990). Eins og sjá má þá hafa tekjur eftir skatta hjá þessum lífeyrisþega vart hækkað á þessum tíma og í raun rétt náð upphaflegum tekjum eftir að samkomulag ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara var undirritað í nóvember 2002. Á það skal minnt að mjög fljótt eftir samninginn hækkaði ríkisstjórnin verðið á áfengi og tóbaki og sagði það gert vegna aukinna útgjalda við samning við eldri borgara. Í loforðaflaumi ráðamanna núna um lækkun skattprósentunar virðist þetta samhengi útgjalda og tekna hinsvegar ekki vera til staðar. Hjá þeim virðist þetta allt í einu ekki kosta neitt. Óþolandi er að ráðamenn neiti blákalt að tekjuskattar hafi hækkað og skýra auk þess ekki rétt frá því að þeir hafi hækkað meira á lægri laun og bætur. Kaupmáttur lífeyrisþega eftir tekjuskatta hefur í raun aðeins hækkað um innan við 1% nú í blálokin á þessum 13 árum frá 1990 sem er mun minna en hækkun kaupmáttur almennra launþega. Hvernig á annars að taka mark á loforðum manna sem viðurkenna ekki grundvallarstaðreyndir eins og þær liggja fyrir í dag? SÚLURIT 1. SKATTAR SEM HLUTFALL TEKNA. 0 2 4 6 8 10 12 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 55.500 ´91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘95 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 01 ‘02 ‘03 56.500 56.500 57.000 57.500 58.000 58.500 59.000 59.500 60.000 60.500 61.000 ‘90 LÍNURIT 1. TEKJUR EFTIR SKATTA Á FÖSTU VERÐI M.V. NEYSLUV. 1990. Dæmi sem sannar að tekjuskattar hafa hækkað óháð tekjuhækkunum. Dæmi um einstakling yngri en 70 ára sem greiðir af öllum tekjum sínum í lífeyrissjóð. Skattar ef tekjur hafa einungis hækkað eins og verðlag. Miðað er við 100.000 kr. á mán. árið 2003. 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 SÚLURIT 2. SKATTAR SEM HLUTFALL TEKNA. Ellilífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur 1990 - 2003 ásamt greiðslum úr lífeyrissjóði sem hækka með verðlagi. kaupmáttur ráðstöfunartekna ellilífeyrisþega með samtals kr. 105.000 í dag (grunnl., tekjutr. og eingr. kr. 60.734, lifeyrissjóður kr. 39.266) árin 1990 - 2003. ´91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 01 ‘02 ‘03‘90 53.000 54.000 55.000 56.000 57.000 58.000 59.000 60.000 LÍNURIT 2. KAUPMÁTTUR TEKNA EFTIR SKATTA Á FÖSTU VERÐI M.V. NEYSLUVERÐ, 1990. ÚTÚRSNÚNINGAR STJÓRNVALDA Ólafur Ólafsson Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík Einar Árnason Hagfræðingur Sjá útreikninga á www.feb.is Miðað er við spá Seðlabankans um 2,1 % hækkun neysluverðs milli áranna 2002 og 2003. Heimildir: Ríkisskattstjóri, Hagstofan, Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.