Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 24
28. apríl 2003 MÁNUDAGUR Sjónvarpið er orðið helstitengiliður manneskjunnar við sjálfa sig og umhverfi sitt þannig að með því að skoða hvað íslenska þjóðin horfir á í sjónvarpinu er hægt að draga upp nokkuð skýra mynd af andlegu ástandi hennar. Samkvæmt nýjustu áhorfskönnun Gallups eru Íslendingar því fégráð- ugir og húmorslausir smáborgarar sem eru að kafna úr forvitni um hagi náungans. Spaugstofan er langvinsælasti sjónvarpsþáttur landsins. Hún var það líka fyrir rúmum áratug en þá var hún að vísu fyndin. Innlit/útlit er vinsælasti þátturinn á Skjá ein- um en í þessum þætti leyfir Vala Matt okkur að sjá hvernig flotta og skemmtilega fólkið flísaleggur bað- herbergin sín. Vinsælasti þátturinn á Stöð 2 er svo Viltu vinna milljón og Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls er í þriðja sætinu. Það eru sem sagt fimmaurabrandarar, forvitni um hagi náungans og fégræðgi sem eru drifkrafturinn í sálarlífi sjónvarps- þjóðarinnar og þarf því engan að undra að stjórnmálamenn geri lítið annað í kosningabaráttunni en að lofa skattalækkunum og segja brandara. Að tala um það sem máli skiptir er ekki líklegt til vinsælda. Djúpa laugin er þriðji vinsælasti þátturinn á Skjá einum sem er víst stöð unga fólksins þannig að það má vera ljóst að ungir kjósendur munu mæta sterkir til leiks á laug- ardaginn. Síðasti þáttur gekk út á það að þrjár stúlkur veltust um af hlátri yfir því hvað þær væru flott- ar kortér í þrjú gellur sem hefðu ekki miklar áhyggjur af því hjá hverjum þær svæfu hverju sinni. Er þetta ekki bara spurning um að leggja niður lýðræðið? ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ rýnir í áhorfskönnun Gallup og óttast um sálarheill þjóðarinnar. Sjónvarpssálfræði 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 15.15 NBA (Úrslitakeppni) 17.50 Ensku mörkin 18.50 Enski boltinn Bein útsending. 21.00 Spænsku mörkin 22.00 Gillette-sportpakkinn 22.30 Olíssport 23.00 Ensku mörkin 23.55 Killer Instinct (Drápsæði)Kraft- mikil mynd sem gerist í Víetnam undir lok stríðsins. Meðlimir sérsveitar innan bandaríska hersins eru teknir til fanga þegar þeir reyna að hafa uppi á týndum hermönnum. Einum þeirra, sérsveitarfor- ingjanum Johnny Ranson, tekst að kom- ast undan en þegar hann kemur til höf- uðstöðvanna fréttir hann að stríðinu sé lokið. Johnny getur ekki hugsað sér að fara heim án manna sinna og gerir ör- væntingarfulla tilraun til að frelsa þá. Að- alhlutverk: Robert Patrick, Robert Dryer. 1987. Stranglega bönnuð börnum. 1.30 Spænsku mörkin 2.25 Dagskrárlok og skjáleikur 16.35 Helgarsportið 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Spanga (26:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá síðari hálfleik í oddaleik í úrslitakeppni kvenna, komi til hans. Ann- ars verður sýndur þátturinn Leitin að réttu öldunni. 20.50 Héðan til eilífðar Norskur þáttur um Chelsea-hótelið í Chicago sem Al Capone bjó á áður fyrr en er nú 500 manna kommúna. 21.25 Kosningar 2003 22.00 Tíufréttir 22.20 Kosningar 2003 - Flokkakynn- ingar Samfylkingin kynnir stefnumál sín fyrir kosningarnar. 22.35 Kosningar 2003 - Flokkakynn- ingar Framsóknarflokkurinn kynnir stefnumál sín fyrir kosningarnar. 22.50 Soprano-fjölskyldan (10:13) (The Sopranos IV) Myndaflokkur um mafíósann Tony Soprano og fjölskyldu hans. Furio kemur aftur frá Ítalíu og Car- mela fær í hnén, Christopher er rekinn í meðferð við heróínfíkninni og Tony setur fram sennilega skýringu á dularfullu hvarfi Ralphs. Aðalhlutverk: James Gand- olfini, Edie Falco, Jamie Lynn Siegler, Steve Van Zandt, Michael Imperioli, Dominic Chianese, Joe Pantoliano og Lorraine Bracco. Nánari upplýsingar um þættina er að finna á vefslóðinni www.hbo.com/sopranos. 23.35 Markaregn Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum helgarinnar í Þýska fót- boltanum. 0.20 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 0.40 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Reba (12:22) 13.00 To Catch a Thief (Þjófaleit) Aðal- hlutverk: Cary Grant, Grace Kelly, Jessie Royce Landis. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. 1955. 15.00 Ensku mörkin 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.40 Neighbours 18.05 Off Centre (1:21) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.45 Animatrix (The Second Renaissance Part I) 20.00 Smallville (12:23) 20.45 Rose Red (Rósagarðurinn) Hörkuspennandi framhaldsmynd, byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Stephen King. Dr. Joyce Reardon, prófessor í sál- fræði, býður hópi fólks í yfirgefið drauga- hús sem gengur undir nafninu Rose Red. Allir í hópnum eru gæddir yfirnáttúruleg- um hæfileikum af einhverju tagi en fólk- inu er ætlað að dvelja í húsinu nætur- langt. Rose Red fylgir skuggaleg saga hroðalegra atburða sem engin gleymir í bráð. 2001. 22.15 Animal Factory (Glæpaverk- smiðjan) Aðalhlutverk: Edward Furlong, Willem Dafoe, Seymour Cassel, Mickey Rourke. 2000. Stranglega bönnuð börn- um. 23.45 Twenty Four (14:24) 0.30 Ensku mörkin 1.25 To Catch a Thief Sjá nánar að ofan 3.05 Ísland í dag, íþróttir, veður 3.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 The Musketeer 8.00 Anna 10.00 Party Camp 12.00 Touch 14.00 Anna 16.00 Party Camp 18.00 Touch 20.00 The Musketeer 22.00 American Pie 2 0.00 U-Turn 2.00 Lara Croft: Tomb Raider 4.00 American Pie 2 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 20.00 Is Harry on the Boat? 21.00 Greece Uncovered (4:8) 22.03 70 mínútur 23.10 X-strím 0.00 Lúkkið 0.30 Meiri músík 18.30 Leap Years (e) 19.30 Malcolm in the middle (e) 20.00 Survivor Amazon Allt iðar af lífi í frumskóginum við ána mikilfenglegu. Þar lifa stærstu kyrkislöngur heims sælar í grasinu, mannætufiskatorfur synda kátar um djúpin og fuglarnir syngja á hverjum morgni nýjum degi til dýrðar. En sá para- dísarfriður er skyndilega rofinn er Adam mætir og meira að segja Eva líka og heyja þar mikla baráttu um milljón dali. Hvor skyldu nú sigra; Adamssynir eða Evudætur? Hvernig taka dýrin þessari innrás? Verður Jeff Probst enn á lausu? 21.00 CSI Miami 22.00 Philly Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hringborðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. Ásamt félaga sínum berst hún harðri bar- áttu við hrokafulla saksóknara og dóm- ara í von um að fá kerfið til að virka. Kathleen er líka einstæð móðir og barns- faðirinn jafnframt helsti andstæðingur hennar og ofurfjandi, sjálfur aðalsak- sóknari Fíladelfíuborgar. Spennandi rétt- ardrama. 22.50 Jay Leno 23.40 The Practice (e) 0.30 Dagskrárlok Gamli kærasti Lönu snýr aftur til Smallville í von um að endur- vekja samband sitt við hana. Einkennileg hegðun hans fær Cl- ark til að gruna hann um græsku sem og nýju kærustuna þegar hann finnur mynd af henni með Whitney. Stöð 2 20.00 Sjónvarpið 22.50 Í Sopranofjölskyldunni í kvöld kemur taglbuffið Furio aftur frá Ítalíu og Carmela fær samstund- is í hnén. Christopher er rekinn í meðferð við heróínfíkninni og Tony setur fram sennilega skýr- ingu á dularfullu hvarfi Ralphs. Í helstu hlutverkum eru James Gandolfini, Edie Falco, Jamie Lynn Siegler, Steve Van Zandt, Michael Imperioli, Dominic Chi- anese, Joe Pantoliano og Lorraine Bracco. Smallville Soprano- fjölskyldan SJÓNVARP Sjónvarpsstöð í Providence, sem tengd er CBS sjónvarpsrisanum, neitaði að sýna einn þátt úr nýjustu seríu „CSI: Miami“. Þátturinn fjallar um bruna á næturklúbbi og ákváðu dagskrárstjórar stöðvarinnar að hætta við sýningu þáttarins af virðingu við þá 99 einstaklinga sem létust í bruna tónleikastaðar- ins The Station í West Warwick í febrúar. Í þættinum verður flugelda- sýning þess valdandi að kviknar í næturklúbbnum. Eldsupptök í The Station voru þau sömu og þótti þátturinn því minna óþægi- lega mikið á raunverulega at- burði. Í stað þess að sýna þáttinn var sýnd upptaka af minningartón- leikum er haldnir voru í apríl. Talsmenn CBS sögðu að það kæmi nánast aldrei fyrir að sleppt væri þáttum úr gangandi seríum en þarna hefði verið um sérstakt og viðkvæmt mál að ræða. Framleiðendur þáttanna hafa verið sakaðir um að nýta atburð- inn sem efnivið í handritaskrif. ■ CSI: Miami: Sjónvarpsstöð neitar að senda út þátt CSI: MIAMI Þátturinn er á dagskrá Skjá 1 á mánudagskvöldum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.