Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 20
20 5. maí 2003 MÁNUDAGUR Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smellu-plastparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Allt verður selt á sama ótrúlega góða verðinu! ATH: Þetta glæsilega tilboð gildir aðeins í þetta eina skipti! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Eik Kirsuber Beyki Aðeins kr. 1.190,- pr. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Einn gámur eitt verð! E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 1 2 VÍGINGA plastparket FÓTBOLTI Hnefaleikakappinn Oscar De La Hoya vann Mexíkanann Yory Boy Campas í sjö lotum í bardaga um WBC og WBA titlana í milliþungavigt aðfaranótt sunnudags. De La Hoya, sem mætir Sugar Shane Mosley þann 13. september, segist þurfa bæta sig töluvert fyr- ir þann bardaga. „Það er bardag- inn sem ég vil. Þá verð ég upp á mitt besta, engar áhyggjur,“ sagði kappinn eftir bardagann. De La Hoya og Mosley mættust síðan í júní árið 2000 og þá bar Mosley sigur úr býtum. ■ Oscar de la Hoya: Vann Campas í sjö lotum HOYA Oscar de la Hoya fagnar sigrinum gegn Campas. Hollenski framherjinn Ruudvan Nistelrooy hjá Manchest- er United hefur gert að því skóna að landi hans Patrick Kluivert hjá Barcelona muni ganga til liðs við Manchester United í sumar. „Ég hef heyrt af því að Patrick sé að koma hingað og ég mun taka hon- um með opnum örmum,“ sagði van Nistelrooy í samtali við dag- blaðið News of the World. Manchester United er víst áhöttunum eftir fleiri leik- mönnum ef marka má bresku pressuna. Alex Ferguson reynir nú hvað hann getur til að fá Claude Makalele, miðvallarleik- mann Real Madrid, sem og brasil- íska miðvallarleikmanninn Ron- aldinho sem leikur með Paris St. Germain, til Englands. Samkvæmt blaðinu Star onSunday ætlar Aston Villa að reyna selja Juan Pablo Angel til Real Betis í skiptum fyrir Jó- hannes Karl Guðjónsson. Jóhannes hefur verið í láni hjá Villa og staðið sig vel. Hann lagði m.a. upp sigurmark liðsins gegn Sunderland um helgina. ■ Fótbolti Íslendingaliðið Stoke: Áfram í fyrstu deild FÓTBOLTI Íslendingaliðið Stoke tryggði sér áframhaldandi veru í ensku 1. deildinni í gær er liðið vann Reading 1:0. Það var Ade Akinbiyi sem skoraði markið mikilvæga fyrir Stoke í byrjun síðari hálfleiks. Stoke, sem átti í baráttu við Brighton um að halda sér uppi í deildinni, nægði jafntefli til að halda sæti sínu. Brighton þurfti sigur gegn Grimsby til að eiga möguleika, en sá leikur endaði með 2:2 jafntefli. ■ KAPPAKSTUR Þjóðverjinn Michael Schumacher sigraði í sinni ann- arri Formúlu 1 keppni í röð þegar hann vann spænska Grand Prix mótið sem var háð í gær. Heimamaðurinn Fernando Alonzo, liðsmaður Renault, sýndi góða takta og hafnaði í öðru sæti. Þetta er besti árangur Spánverj- ans í því 21 móti sem hann hefur tekið þátt í. Rubens Barrichello, samherji Schumacher hjá Ferr- ari, lenti í þriðja sæti. Schumacher, sem ók nýjum Ferrari bíl í kappakstrinum, var fyrstur meirihluta kappaksturs- ins þó svo að yfirburðirnir hafi ekki verið miklir. Þýski ökuþórinn er nú aðeins fjórum stigum á eftir Finnanum Kimi Raikkonen, sem er í efsta sæti stigalistans. Raikkonen, sem ekur fyrir McLaren, féll úr kepp- ni strax í byrjun keppninnar þeg- ar hann klessti aftan á bifreið Ant- onio Pizzonia, liðsmanns Jagúar. Þeir Juan Pablo Montoya og Ralf Schumacher sem aka fyrir Williams-liðið luku keppni í fjórða og fimmta sæti. ■ SIGRI FAGNAÐ Michael Schumacher fagnar sigrinum á Spáni í gær. Schumacher nálgast óðfluga efsta sætið á lista kappakstursmanna í Formúlu 1. Schumacher vann á Spáni: Annar sigurinn í röð FÓTBOLTI Manchester United varð enskur deildarmeistari í gær eftir að Arsenal tapaði fyrir Leeds 2:3 á heimavelli sínum Highbury. Arsenal, sem var átta stigum á eftir United fyrir leikinn, varð að vinna Leeds til að eiga möguleika á því að ná United að stigum. Ruud van Nistelrooy skoraði þrennu í 4:1 sigri Manchester United á Charlton á laugardag. Með sigrinum setti United gífur- lega pressu á Arsenal, sem átti þá tvo leiki til góða. Newcastle tryggði sér þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og um leið sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með 1:0 sigri gegn Birmingham. Chelsea og Liver- pool leika hins vegar til úrslita um fjórða lausa sætið í Meistara- deildinni um næstu helgi. Bæði liðin töpuðu um helgina. Chelsea tapaði 1:0 fyrir West Ham, sem vann þar afar mikilvægan sigur í botnbaráttunni, og Liverpool tap- aði fyrir Manchester City með tveimur mörkum gegn einu. Bolton og West Ham berjast um næstu helgi um áframhald- andi veru í úrvalsdeildinni. ■ NISTELROOY Ruud van Nistelrooy skoraði þrennu gegn Charlton. United tryggði sér enska deildar- meistaratitilinn um helgina eftir að Arsenal tapaði fyrir Leeds á heimavelli. Enski boltinn: United meistari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.