Fréttablaðið - 06.05.2003, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
HANDBOLTI
Missti boltann
og skoraði
STJÓRNMÁL
Mætti vera
líkara boltanum
ÞRIÐJUDAGUR
6. maí 2003 – 102. tölublað – 3. árgangur
bls.20 bls. 19
FUNDUR Áhugahópur um lýðræði á
Íslandi efnir til fundar á Hótel
Borg kl. 16.30. Ragnar Aðalsteins-
son lögmaður flytur framsöguer-
indi og fjöldi manna kemur með
stutt innlegg. Stjórnmálaflokkun-
um hefur verið boðið að taka þátt í
pallborðsumræðum.
Flokkar og lýðræði
HANDBOLTI Fyrsti úrslitaleikurinn í
viðureign Hauka og ÍR-inga um Ís-
landsmeistaratitilinn í handbolta
karla fer fram í kvöld. Leikurinn
fer fram í Hafnarfirði og hefst kl.
19.15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá
leiki verður Íslandsmeistari.
Úrslitakeppnin
hefst
MÁLÞING Skipulag byggðar verður
til umræðu á fundi ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík. Meðal
framsögumanna eru Trausti Vals-
son og Hrafn Gunnlaugsson. Um-
deild mynd Hrafns verður sýnd á
þinginu, sem fer fram í kosninga-
miðstöð ungs framsóknarfólks á
Laugavegi 3 og hefst kl. 19.30.
Tölvuleikur eða
heimildarmynd
KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðar-
mönnum gefst tækifæri til að sýna
stuttmyndir sínar í húsakynnum
MÍR og ræða um þær við áhorfend-
ur á Opnu bíói. Bíóið hefst klukkan
19 með sýningu King Kong frá
1933.
Opna bíóið
REYKJAVÍK Suðvestanátt 8-13
m/s með skúrum eftir há-
degi. Hiti 4 til 10 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-15 Rigning 7
Akureyri 8-15 Skýjað 6
Egilsstaðir 8-15 Skýjað 5
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 7
➜
➜
➜
➜
Valgerður Sverrisdóttir
skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins í
Norð-austur kjördæmi
Kjósum uppbyggingu í atvinnumálum
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
SKOÐANAKANNANIR Skoðanakannan-
ir Gallup á fylgi stjórnmálaflokk-
anna skömmu fyrir kosningarnar
8. apríl 1995 og 8. maí 1999 sýna
ólík örlög stjórnarflokkanna.
Framsóknarflokkurinn bætir
við sig nokkrum prósentum í báð-
um kosningunum miðað við kann-
anirnar, en Sjálfstæðisflokkurinn
tapar.
Könnun Félagsvísindastofnun-
ar Háskóla Íslands fyrir kosning-
arnar 1995 sýnir sömu tilhneig-
ingu og könnun Gallup. Í könnun
Félagsvísindastofnunar, sem gerð
var 22. til 25. apríl fyrir kosning-
arnar 1999, mældist Sjálfstæðis-
flokkurinn með 46,3% eða rúmum
5% meira en hann fékk í kosning-
unum. Hjá Gallup mældist hann
með 44,9%. Framsóknarflokkur-
inn mældist hins vegar með
18,8%, sem er töluvert meira en
hjá Gallup, en svipað og hann
fékk í kosningunum.
Þorlákur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri rannsóknar- og
upplýsingasviðs IMG Gallup, vill
taka það skýrt fram að upplýsing-
arnar í töflunni sem birtist með
fréttinni séu ekki kosningaspá
fyrirtækisins fyrir umræddar
kosningarnar. Um sé að ræða
kannanir sem mæli fylgi flokk-
anna nokkrum vikum fyrir kosn-
ingar, en kosningaspá fyrirtækis-
ins birtist deginum fyrir kosning-
arnar.
Þorlákur segist ekki vilja spá
neitt í kosningarnar núna, það sé
hlutverk stjórnmálafræðinga.
Hann segist þó telja að Sjálfstæð-
isflokkurinn muni ekki tapa
miklu miðað við síðustu könnun
Gallup, sem gerð var í lok apríl og
sýndi hann með 34,2% fylgi, eins
og hann gerði fyrir kosningarnar
1999. Hann segir að ef eitthvað sé
til sem heiti kjarnafylgi hljóti
Sjálfstæðisflokkurinn að vera
kominn ansi nálægt því í síðustu
könnun.
Hvað stjórnarandstöðuflokk-
ana varðar sker Samfylkingin sig
úr að því leyti til að hún mældist
með meira fylgi í skoðanakönnun-
um Gallup og Félagsvísindastofn-
unar en hún fékk síðan í kosning-
unum sjálfum árið 1999. Hinir
st jórnarandstöðuf lokkarnir
bættu hins vegar verulega við sig
í kosningunum miðað við kannan-
irnar. Frjálslyndir bættu tæpum
2% við sig miðað við könnun
Gallup og Vinstri grænir um 4%.
Félagsvísindastofnun sýnir sömu
þróun.
trausti@frettabladid.is
Ólík örlög flokkanna
Framsóknarflokkurinn mældist með minna í könnunum 1995 og 1999 en hann fékk í kosningun-
um. Sjálfstæðisflokkurinn mældist aftur á móti með meira. Framkvæmdastjóri hjá Gallup telur
sjálfstæðismenn komna nálægt kjarnafylgi nú.
ATVINNUMÁL „Er utanríkisráðherra
að fela eitthvað? Það er stórundar-
legt að frétta svona nokkuð utan
úr bæ,“ segir Kristján Gunnars-
son, formaður Verkalýðs og sjó-
mannafélags Keflavíkur, um frek-
ari fækkun hermanna á Keflavík-
urflugvelli.
„Það starfa hundruð manna frá
okkur á vellinum og það munar al-
deilis fyrir okkur hvort mikil
fækkun hermanna verði. Fari svo
eru það ekki þeir fyrstu sem fara.
Hvers vegna er ekki búið að
skrifa undir nýjan samning og
setja loku fyrir að fleiri hverfi?
Ég veit ekki hvað utanríkisráð-
herra er að hugsa. Liggur hann
kannski á frekari upplýsingum
um þetta mál? Ég bara spyr.“
Donald Rumsfeld, landvarna-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur til-
kynnt að verið sé að skoða endur-
skipulagningu á herstöðvum
Bandaríkjahers í Evrópu. Ekki
stendur til að fækka hermönnum
frekar, ráðherrann segir einungis
um skipulagsbreytingar að ræða.
„Þarna er engin tenging á
milli,“ sagði Friðþór Eydal, upp-
lýsingafulltrúi Bandaríkjahers.
„Þeir eru búnir að velta þessu fyr-
ir sér í mörg ár. Störf sem leggjast
af hafa færst á aðrar deildir.“
Hann taldi ólíklegt að Íslendingar
geti gengið í einhver störf í stað
þeirra Bandaríkjamanna sem
hverfa af landi brott. Þeim störf-
um verður sinnt af herlögreglu-
mönnum héðan í frá.
Halldór Ásgrímsson var ekki
til viðtals í gær. ■
Suðurnesjamenn óttaslegnir:
Vilja skýringu á fækkun hermanna
KLÆÐA GADDINN AF SÉR Það var allt annað en hlýtt úti þar sem mennirnir tveir voru að laga hitaveituna í Grímsfjallaskála á
miðjum Vatnajökli. Þarna á við lærdómurinn sem foreldrar reyna að koma inn í kollinn á börnum sínum: Klæðið ykkur vel.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Vatnajökull:
Unnið í 15
stiga frosti
FÓLK Þessir herramenn voru í óða
önn að laga hitaveituna í Gríms-
fjallaskála þegar ljósmyndari
Fréttablaðsins var þar á ferð um
helgina.
Mönnunum féllust ekki hendur
þrátt fyrir að mikill kuldi væri á
svæðinu meðan þeir voru við
vinnu. Fimmtán gráðu frost dugði
ekki til að halda þeim frá vinnu og
sáu þeir fram á að setja upp ljósa-
vél í skálann eftir að viðgerð við
hitaveituna væri lokið. Gríms-
fjallaskáli er í eigu Jöklarann-
sóknarfélags Íslands og er hann
staðsettur upp á miðjum Vatna-
jökli. ■
+
+
FYLGI FLOKKANNA SAMKVÆMT
SKOÐANAKÖNNUNUM GALLUP FYRIR KOSNINGAR:
1995 1999 2003
Könnun1) Úrslit Könnun2) Úrslit Könnun3)
Framsóknarflokkur (B) 20,2% 23,3% 17,3% 18,4% 12,8%
Sjálfstæðisflokkur (D) 37,9% 37,1% 44,9% 40,7% 34,2%
Samfylkingin (S) - - 30,1% 26,8% 32,9%
Vinstri grænir (U) - - 5,0% 9,1% 9,5%
Frjálslyndi flokkurinn (F) - - 2,4% 4,2% 9,6%
Heimild: IMG Gallup
1) Könnunin var gerð 23. - 28. mars. Úrtakið var 1.112 einstaklingar. Svarhlutfallið var 70,6%.
2) Könnunin var gerð 9. - 18. apríl. Úrtakið var 1.136 einstaklingar. Svarhlutfallið var 70%.
3) Könnunin var gerð 9. - 22. apríl. Úrtakið var 1.140 manns. Svarhlutfallið var 67%.