Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 06.05.2003, Qupperneq 20
■ ■ FUNDIR  16.30 Áhugahópur um lýðræði á Íslandi býður frambjóðendum stjórn- málaflokkanna að taka þátt í umræðu- fundi á Hótel Borg um stöðu og fram- tíð lýðræðis á Íslandi. Ragnar Aðal- steinsson lögmaður flytur framsögu- erindi. Að því búnu verða Einar Árna- son, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Knútur Bruun, Þórólfur Matthíasson, Stefán Pálsson og Illugi Jökulsson með stutt innlegg og loks verða pall- borðsumræður með þáttöku frambjóð- enda allra stjórnmálaflokkanna.  19.30 Námskeið fyrir verðandi brúðhjón verður haldið í Grafarvogs- kirkju á vegum Fjölskylduþjónustu kirkj- unnar. Þar fjallar prestur um hjónavígsl- una, sálfræðingur um góð samskipti í hjónabandi, organisti kynnir brúðkaups- tónlist og leikarar verða með gaman- spuna á staðnum um samskipti hjóna.  19.30 Trausti Valsson skipulags- fræðingur, Gestur Guðjónsson um- hverfisverkfræðingur og Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndagerðarmaður verða gestir á málþingi um skipulag byggða á Íslandi, sem ungir framsókn- armenn halda í kosningamiðstöð sinni í Reykjavík, Laugavegi 3.  20.00 Prófessor Ivy Blackburn, sálfræðingur frá Newcastle í Bretlandi, heldur fyrirlestur um þunglyndi á veg- um Félags um hugræna atferlismeðferð. Hún mun leitast við að svara því hvort hugræn meðferð geti hjálpað í barátt- unni við þunglyndið. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í sal Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1. ■ ■ KVIKMYNDIR  19.00 Opna Bíóið verður haldið í húsakynnum MÍR við Vatnstíg 10a í þrettánda sinn, þar sem kvikmyndagerð- armönnum gefst tækifæri til að sýna stuttmyndir sínar og ræða þær við áhorfendur. Að þessu sinni byrjar hátíð- in með því að sýnd verður hin sígilda mynd King Kong frá 1933 með Fay Wray í aðalhlutverki. ■ ■ TÓNLIST  20.30 Kvennakór Suðurnesja heldur vortónleika í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór landsins. Stjórnandi er Krisztina Kalló Szklenárné. Geir- þrúður Fanney Bogadóttir leikur á píanó og Sigrún Ósk Ingadóttir syngur einsöng.  Kór Kirkjutónlistarháskólans í Her- ford í Þýskalandi heldur tónleika í Skál- holtskirkju ásamt sópransöngkonunni Jutta Potthoff og orgelleikaranum Rolf Schönstedt undir stjórn Hildebrands Haake. Efnisskráin spannar fjórar aldir frá Monteverdi til Sandströms. ■ ■ SÝNINGAR  Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson halda sýningu, sem þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu. Sýningin stendur til 25. maí.  Sigrid Valtingojer og Kunito Nagaoka sýna verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helgadóttur.  Í Listasafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jóns- sonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka.  Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon eru með sýningu í Gallerí Skugga þar sem gefur að líta 100% nælon og lakk. Einnig vínylvegg- fóður með blómamótífum, ljósmyndum af þeim ásamt öðrum ljósmyndum og stáli.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðar- dóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýn- ingin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er sett- ur í samhengi við veruleika þess samfé- lags sem hann bjó og starfaði í.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til ís- lenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýkur 26. maí.  Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á kosningaáróðri frá árunum 1880 til 1999. Á henni má fræðast um hvernig baráttumál flokkana fyrir Alþingiskosn- ingar í Reykjavík hafa breyst í gegnum tíðina.  Egill Örn Egilsson sýnir ljósmyndir í galleríinu Tukt í Hinu húsinu við Póst- hússtræti. Heiti sýningarinnar er Til allra englabarna og hún stendur til 10. maí. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? MAÍ Þriðjudagur Tilefnið er náttúrlega kosning-arnar. Okkur þykir lítið bera á umræðu hér um lýðræði og um það hvernig íslensk stjórnvöld og stjórnsýsla umgangast lýðræðislegar reglur við ákvarðana- töku,“ segir Hans Kristján Árnason hagfræðingur. Hann verður fundarstjóri á m á l þ i n g i með fram- bjóðendum stjórnmála- f l o k k a n n a um stöðu l ý ð r æ ð i s hér á landi, sem haldið verður á Hótel Borg í dag. „Auðvitað ætti sjálft lýð- ræðisferlið ekki að vera neitt sem þarf að deila um. Þetta ætti að vera bara eins og í fó tbo l tan - um, þar s e m það ■ MÁLNING Ætti að vera eins og í fótboltanum Georg Guðni erí þvílíku upp- áhaldi hjá mér,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, sem var yfir sig hrifin af yfirlitssýningu listamannsins. „Það er reyndar mjög erfitt að skoða svona stórar sýningar þeg- ar allt er fullt af fólki. Það er svo mikil kyrrð í þessum myndum að þær þurfa svolitla fjarlægð og það er betra að skoða þær í fá- menni. Georg Guðni er einstakur málari og þar sem himinn og jörð mætast hjá honum nær hann oft trúarlegri dýpt eða einhverju mjög, mjög sterku.“ Mittmat 3 4 5 6 7 8 9 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.