Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 30
30 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Helgi Gunnlaugsson stundaðiframhaldsnám í afbrotafræði í Bandaríkjunum eftir félags- fræðinám við Háskóla Íslands. „Ég hafði upphaflega áhuga á að fara í framhaldsnám í heilsu- félagsfræði, en síðan smám sam- an kviknaði áhuginn á afbrota- fræðinni.“ Hann segist hafa kynnst afbrotafræðingi við há- skólann. „Hann hafði mikinn áhuga á þessu skrýtna bjórbanni okkar Íslendinga. Maður kemur frá Íslandi og er alltaf að segja deili á sér og þannig ræddi maður að bjór væri bannaður á Íslandi. Þetta barst til eyrna þessa af- brotafræðings. Hann kom storm- andi til mín og hvatti mig til að skrifa meistaraprófsritgerð um bjórbannið.“ Það varð úr og af- brotafræðin varð fyrir valinu. Helgi tekur strætó í vinnuna á veturna, en hjólar á sumrin. „Maður þarf ekki að fara á dýrar líkamsræktarstöðvar þegar mað- ur hjólar í og úr vinnu.“ Hann er um það bil korter í vinnuna. „Það er líka gaman að taka strætó. Þar er ekki beinlínis þversnið af þjóð- inni. Yngsta fólkið og það elsta og svo svona kverúlantar á miðjum aldri eins og ég,“ segir hann og hlær. Helgi er mikill íþróttaáhuga- maður. Virkur í starfi Þróttar, þar sem sonur hans keppir. „Strákur- inn er á fullu í fótboltanum.“ Hann lék sjálfur knattspyrnu með Þrótti og KR og heldur með báðum liðum. „Maður veit ekki fyrr en á reynir í sumar með hvorum maður mun halda. Síðast þegar liðin voru bæði í efstu deild hélt ég með KR, sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn. Þá vonaði ég að Þróttur tæki stig af öllum nema KR.“ Önnur áhugamál eru lestur og ferðalög. „Við ætlum til Ítalíu í sumar fjölskyldan og dvelja við Gardavatnið.“ Hann segir það lengi hafa verið á stefnuskránni að fara til Ítalíu. Undirbúningur- inn er hafinn. „Ég er farinn að lesa mér til um svæðið. Það er hluti af ánægjunni.“ ■ Persónan HELGI GUNNLAUGSSON, ■ prófessor í félagfræði við HÍ tekur strætó eða hjólar í vinnuna. Hjartað slær bæði með Þrótti og KR og hann býst við togstreitu í sumar. Hann býr á Teigunum ásamt konu og tveimur börnum. Bjórbannið réði námsvalinu Gesturinn eftir Eric-Emmanuel Schmitt hlauteinróma lof gagnrýnenda og áhorfenda þegar verkið var frumsýnt fyrir rúmu ári. Í verk- inu fer Gunnar Eyjólfsson með hlutverk sálkönnuðarins fræga Sigmund Freud. „Leikritið fjallar fyrst og fremst um mann sem heldur sig hafa alla vitneskju, en lendir svo í tilfinningalegu öng- stræti. Þá riðlast öryggi hans,“ segir Gunnar. „Hann verður bara mannlegur, en ekki ofurmannleg- ur.“ Gunnar segir að verkið sé snilldarlega skrifað. „Þarna kem- ur ungur maður til hans á örlaga- ríkri nóttu sem hann getur ekki áttað sig á. Þessi mikli sálkönnuð- ur sem gat sálgreint alla og kom- ist að því hverjir þeir voru.“ Nóttin örlagaríka er raunveru- leg, því 22. apríl tóku nasistar dóttur Sigmund Freud, Önnu, fasta. „Þar með hrundi þessi sterki maður. Hann stendur einn gagnvart einhverju afli sem hann ekki ræður við.“ Á móti Gunnari í sýningunni leika Ingvar E. Sig- urðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. „Við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af verkinu. Ég finn það á því hvernig við tökumst á við það.“ Ingvar E. Sigurðsson leikur gestinn og hefur samleikur þeirra Gunnars hlotið mikið lof. „Við vorum að fara yfir textann. Ingv- ar er að fara út. Það á að prófa hann í kvikmynd. Það er svo furðulegt. Hvað eftir annað höfð- um við einhverju að bæta við túlk- unina. Þetta er texti sem maður verður aldrei þreyttur á.“ Gunnar fór á eftirlaun þegar hann varð sjötugur. Hann hefur haft í nógu að snúast. Fellur undir þann flokk fólks sem hefur aldrei haft meira að gera. „Ég var að leika í Rakstri og svo er ég að byrja að æfa í nýju verki eftir Ólaf Hauk Símonarson sem á að sýna í Þjóðleikhúsinu í haust. Ég þakka fyrir þá orku sem ég hef. Leiksviðið er gífurlega krefjandi og þetta gengur ekki upp nema maður hafi eitthvað að gefa.“ Leikstjóri sýningarinnar er Þór Tuliníus. Aukasýningarnar tvær verða í Borgarleikhúsinu 11. maí og 18. maí. haflidi@frettabladid.is HELGI GUNNLAUGSSON Áhugi bandarísks prófessors á bjórbanni á Íslandi réði því að afbrotafræðin varð fyrir valinu. Leikhús Uppfærslan á Gestinum eftir Eric-Emmanu- el Schmitt hlaut mikið lof. Vegna fjölda áskorana hafa verið ákveðnar tvær auka- sýningar á þessu frábæra verki. MIKIÐ LOF Gunnar Eyjólfsson túlkar Sigmund Freud í Gestinum. Hann segir verkið snilldarlega skrifað og leikhópurinn sé sífellt að læra eitthvað nýtt við túlkun þess. Ingvar E. Sigurðsson leikur Gestinn. Örlaganótt í lífi Freud LAKKVÖRN Á BÍLINN Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.