Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 16
16 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Daglegt flug til Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Látum dæluna ganga Dælu dagar hjá Dynjanda 15-23 maí - Háþrýstidælur - Brunndælur - Verktakadælur - Borholudælur allar stærðir og gerðir. Skeifan 3, Sími 588 5080 www.dynjandi.is Stjórnendur Newcastle vilja ekkistaðfesta orðróm um að Lee Bowyer ætli að skrifa undir fimm ára samning við félagið. Bowyer, sem er fyrrum leikmaður Leeds, er með lausan samning eftir að hafa spilað með West Ham. Bryan Robson, fyrrum leik-maður Manchester United og knattspyrnustjóri Middles- brough, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Aston Villa. Veðbankar á Englandi telja hins vegar líklegast að David O’Leary, fyrrum stjóri Leeds, hreppi starfið. Marcel Desailly, leikmaðurChelsea, segist ekki vera viss um hvort hann vilji leggja skóna á hilluna eftir næstu leik- tíð. Frakkinn, sem er 34 ára, seg- ist alveg geta hugsað sér að leika eina leiktíð til viðbótar með Chelsea eða þá að ganga til liðs við lakara lið. ■ Fótbolti FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði Manchester United og enska lands- liðsins, skartaði nýrri hárgreiðslu við komu sína til Durban í Suður- Afríku í gær. Þar tekur hann þátt í vináttu- landsleik Englendinga og Suður- Afríkumanna sem hefst á fimmtu- dag. Auk nýju fléttanna var Beck- ham klæddur spánnýjum jakkaföt- um frá Giorgio Armani, en enska landsliðið gekk nýlega frá samningi við hönnuðinn um að klæðast fötum hans næstu þrjú árin. ■ NÝJAR FLÉTTUR David Beckham við komuna til Durban í Suður-Afríku með nýju flétturnar. David Beckham: Með nýja hárgreiðslu FÓTBOLTI „Ég hef verið meiddur í vetur og hef ekki komist í al- mennilegt form fyrr en núna síð- ustu vikur. Atli Eðvaldsson bað mig að leika með landsliðinu á ný og ég sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu ef þeir teldu að ég gæti hjálpað og ef ég væri heill. Þá væri ég til í að taka þátt í leikjunum en ég var bara ekki í formi og því ekki til neins að pæla í því.“ Eyjólfur hefur gefið kost á sér í leikina gegn Færeyingum og Litháum í næsta mánuði en í haust leikur Ísland aftur við Fær- eyjar og tvisvar við Þýskaland. „Það þýðir ekki að horfa svo langt fram á við. Fyrst eru það leikirnir tveir og svo skoðum við framhaldið. Það er með mig eins og aðra leikmenn að við erum ekki valdir í alla keppnina.“ Ákveði Eyjólfur að gefa kost á sér í leikina gegn Færeyjum og Þýskalandi í haust getur farið svo að hann leiki hér heima í sumar. „Já, ég yrði að skoða það. Félög hafa haft samband við mig en það er ekkert meira en það því ég er ekki búinn að ákveða hvort ég spila landsleikina í haust eða ekki. Fyrst ætla ég að koma mér heim, koma mér fyrir og sjá síð- an hvernig landið liggur. Umþótt- unartíminn er fram yfir lands- leikina.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Fylkir og KR séu meðal þeirra félaga sem hafi haft samband við Eyjólf en hann hefur aldrei leikið í efstu deild á Íslandi. Þrettán ára ferli Eyjólfs Sverrissonar með erlendum fé- lögum lýkur um helgina þegar Hertha Berlin leikur á heimavelli gegn Kaiserslautern. „Við verð- um að vinna til að eiga möguleika á sæti í UEFA-bikarkeppninni,“ sagði Eyjólfur við Fréttablaðið. „HSV má ekki vinna Hansa Rostock og Werder Bremen má ekki vinna Mönchengladbach. Það er slæmt að þetta er ekki í okkar höndum.“ Eyjólfur hóf feril sinn erlendis hjá Stuttgart árið 1990 en hefur leikið með Herthu frá Berlín síð- an 1995. Veturinn áður lék hann með Besiktas í Tyrklandi. hann hefur leikið 251 leik í Búndeslíg- unni þýsku og skorað 30 mörk. ■ EYJÓLFUR SVERRISSON Eyjólfur hefur gefið kost á sér í landsliðið fyrir leikina gegn Færeyjum og Litháen í næsta mánuði. Lýkur Eyjólfur ferlinum á Íslandi? Eyjólfur Sverrisson er á heimleið en óákveðið er hvort hann leikur hérlendis í sumar. Fylkir og KR sögð hafa haft samband við Eyjólf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.