Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 ALDRAÐIR Eldri borgarar gera kröfu til stjórnvalda um að efla beri Framkvæmdasjóð aldraðra til aukinnar uppbyggingar og þjónustu. Þetta kom fram á landsþingi eldri borgara en Benedikt Dav- íðsson, formaður Landssam- bandsins, segir að kröfur fund- arins beinist að nýrri ríkis- stjórn. Þá var samþykkt að heima- hjúkrun verði forgangsverkefni í samstarfi við sveitarfélögin í landinu að höfðu samráði við sambandið. Benedikt segir að meginviðfangsefni fundarins hafi verið aðbúnaður á sjúkra- húsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum en öll þjónusta heimahjúkrunar sé í skötulíki. Auk þess hafi almannatrygg- ingakerfið og skattamál verið mönnum mjög ofarlega í huga. Landsfundurinn leggur einnig til að hver vistmaður á öldrunarheimilum eigi kost á einbýli, nema annars sé óskað. Einnig þurfi að athuga hver munurinn sé á rekstrarkostnaði á litlum og stórum öldrunar- heimilum. Landsfundurinn mótmælir þeim seinagangi og drætti sem hefur orðið á opnun hjúkrunar- heimilisins á Vífilsstöðum og minnir á að þrátt fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á síðasta ári hafi biðlistar lengst verulega. Þá lýsir fundurinn vanþóknun sinni á tillögum stjórnmála- flokka um breytingar á skatta- lögum sem ekki eru líklegar til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu heldur hins gagnstæða. Innan Landssambands eldri borgara eru 16.500 félagsmenn víðs vegar að af landinu. ■ BENEDIKT DAVÍÐSSON, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Skattamál og almannatryggingagreiðslur voru mönnum ofarlega í huga. Landsfundur eldri borgara: Þjónusta í heimahúsum í skötulíki PABBI KOMINN HEIM Bandaríska liðþjálfanum John Hernandez var vel fagnað af syni sínum og eiginkonu þegar hann sneru aftur heim í herstöðina í Illesheim í Þýskalandi eftir sex mánaða dvöl í Írak. Stangveiði: Góð veiði í silung STANGVEIÐI Silungsveiði á stöng gengur vel þessa dagana að því er segir á heimasíðu Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. Veiðimenn munu fá ágæta veiði í Þingvallavatni, Elliðavatni og Hlíðarvatni. Algeng veiði sé fimm til tíu fiskar á hverja stöng í Þingvallavatni. Fluguveiðimenn hafi náð 30 til 40 fiskum á stuttum tíma. Í Hlíðarvatni hafi tvö þrigg- ja manna dagsholl fengið um 20 fiska hvort. Þá er sjóbleikja farin að sjást í ósum Hvolsár og Staðarhólsár, Lónsár í Þistilfirði og Breiðdalsár. Sjóbirtingsveiði er góð. ■ þeim. Svona aðgerðir hafa áhrif á að vextir hækka og það er aðeins til að herða sultarólina. Fremur en lofa öllum láni hefðum við talið eðlilegt að koma á móts við það fólk sem tilheyrt hefur félagslega kerfinu,“ segir Gylfi. Ari Edvald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, óttast að hækkun lánshlutfalls fyrir alla verði til þess að vextir hækki. Heppilegra væri að draga úr skilaboðum um að taka lán og hvetja fremur til sparnaðar. bergljot@frettabladid.is HALLDÓR ÁSGRÍMSSOM Eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins var 90 prósent hús- næðislán fyrir alla. Nú bíða menn spenntir eftir að loforðið verði efnt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.