Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 10
Héraðsdómur Reykjaness hef-ur dæmt Kópavogsbæ til að greiða manni 300 þúsund krónur í bætur vegna þess að félagsmála- stjóri bæjarins spurði manninn út í kynhneigð hans í atvinnuviðtali. Við málflutning kom fram að fé- lagsmálastjórinn lætur sig vana- lega litlu skipta hvert kynhneigð umsækjenda beinist. En í þessu tilfelli vildi hann vita það. Ástæð- an var sú að umrætt starf var um- sjón með heimili unglingspilta. Afstöðu félags- málastjórans má kalla skilyrt jafn- rétti. Hann er fylgjandi full- komnu jafnrétti fólks með mismun- andi kynhneigð en þó aðeins í þeim tilfellum að jafn- vel fordómafullustu menn geti ekki gert athugasemdir við fram- kvæmd þess. Hann telur eðlilegt að samkynhneigt fólk geti unnið á skrifstofu félagsþjónustunnar. Þar skipti kynhneigð ekki máli. En kynhneigð skipti hins vegar máli þegar kemur að umsjón með heimili fyrir unglingspilta. Þar sé samkynhneigðum síður treystan- di en gagnkynhneigðum – eða þá að gagnkynhneigðir séu fremur hafðir yfir grun um óæskilegt at- hæfi. Hvað hefur maðurinn fyrir sér í þessu? Líklega ekkert annað en eigin hugaróra. En jafnvel þótt kannanir sýndu að samkynhneigð- ir væri líklegir til að brjóta af sér í starfi á unglingsheimilum gefur það manninum ekki rétt til að meta umsækjendur eftir kyn- hneigð sinni. Karlmenn eru mikill meirihluti þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot. Það veitir atvinnurekendum hins veg- ar ekki rétt til að hafna karlmanni sem sækir um sem gjaldkeri. Það eru mun meiri líkur til að 17 til 18 ára drengir verði valdir að um- ferðarslysum en aðrir en samt lát- um við þá fá bílpróf. Þessi hugsun félagsmálastjórans fer nálægt því að vera fordómar í hnotskurn. Það vantar bara yfirlýs- ingu um að margir af bestu vinum hans séu samkynhneigðir – en þá yf- irlýsingu láta fordómafullir menn vanalega fylgja yfirlýsingum um vantrú þeirra á uppáhaldsandstæð- ingum sínum. En félagsmálastjórinn er ekki einn. Fordómar eru útbreiddir um samfélag okkar og ekki að ástæðu- lausu. Fordómar eru eitt algeng- asta hugsanaferli mannsins. Hann notar þá til að stytta sér leið – slep- pa við hugsun. Sá sem hefur fengið illt í magann af mexíkóskum mat getur tekið þann kost að borða aldrei aftur mat frá Mexíkó. Sá sem hefur hitt leiðinlegan Indverja getur lifað í þeirri trú að allir Ind- verjar séu leiðinlegir. Og sá sem liggur mikið á að koma sér upp skoðunum getur látið sér duga að hafa rætt við mann sem þekkti mann sem leiddist Indverjar og lif- að það sem eftir er með þá skoðun að Indverjar séu leiðinlegir. Það er því enginn vandi að vera fordóma- fullur. Til þess þurfa menn ekki að lyfta litla fingri. Til að forðast for- dóma þurfa menn hins vegar að leggja sig svolítið fram – aðallega með því að hugsa. Og það gerði félagsmálastjórinn í Kópavogi ekki. Ef hann væri ekki í opinberu starfi væri þetta fyrst og fremst hans vandamál – hann væri að minnka veröldina sína. En þar sem hann var fulltrúi Kópavogsbúa er málið viðameira og alvarlegra. Það er grundvöllur opinberrar starfsemi að hún fari fram af jafn- rétti og virðingu fyrir fólki. Tilraun Kópavogsbæjar til að verja félags- málastjórann er því bæði óskiljan- leg og skammarleg. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fordóma hjá Kópavogsbæ. 10 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þau ríki heims sem virða mann-réttindi með nokkurn veginn sómasamlegum hætti eru örfá og tilheyra flest Evrópu. Þó er þar undantekningar að finna. Grikkland er eitt þeirra ríkja sem oft er kvartað yfir, einkum vegna meðferðar á föng- um, pyntinga og brota á réttindum R o m a f ó l k s i n s (sígauna) sem því miður á víðast hvar í vök að verjast. Á næsta bæ handan Bosporussunds- ins hefur ástandið lítið skánað þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld hafi reynt að taka sig á vegna að- ildarumsóknar að Evrópusam- bandinu. Ólögmætar handtökur, pyntingar, trúarofsóknir og of- beldi gegn konum, þar með talin heiðursmorð, hafa lítið minnkað ef marka má skýrslur. Eftir að ný ríkisstjórn tók við hafa árásir á Kúrda hafist að nýju en mjög hafði dregið úr þeim, m.a. vegna mikillar gagnrýni erlendis frá. Arabaheimurinn einkennist af mannréttindabrotum, allt frá tak- mörkunum á tjáningarfrelsi og takmörkuðum eða engum kosn- ingarétti til Sharia-laganna sem takmarka mjög frelsi fólks, eink- um kvenna, og beita hörðum og ómanneskjulegum refsingum. Vart þarf að minna Íslendinga á stöðu mannréttindamála í Kína eftir þær umræður sem urðu hér í fyrra þegar Falun Gong-liðar lögðu leið sína til landsins í þeim tilgangi að ná athygli Kínaforseta sem hér var á ferð. Ekkert lát er á mannréttindabrotum í Kína og dauðarefsingum beitt þar í mikl- um mæli. Í Austur-Evrópu hefur ástand mannréttindamála skánað til muna, en þó er þar margt sem bæta þarf. Amnesty International á Íslandi hefur t.d. vakið athygli á stöðu fangelsismála í Rússlandi, þar sem ástandið er vægast sagt hörmulegt. Margoft hefur verið bent á framferði Rússa í Tjetsjen- íu þar sem mannréttindi hafa ver- ið þverbrotin með fangelsunum, pyntingum og aftökum. Brotalöm í Bandaríkjunum Á allra síðustu árum hafa sjón- ir svo beinst í ríkari mæli að Bandaríkjunum. Þar hefur með- ferð fanganna í herstöðinni í Guantanamo á Kúbu verið gagn- rýnd harðlega enda með eindæm- um hvað þeim mönnum er boðið upp á ár eftir ár. Í herstöðinni er t.d. einn Dani sem handtekinn var í Afganistan. Dönsk stjórnvöld og ættingjar mannsins hafa gert ít- rekaðar tilraunir til að fá að heim- sækja hann, útvega honum lög- fræðing og fá hann framseldan til Danmerkur. Síðast þegar ég vissi hafði barátta þeirra ekki skilað neinum árangri. Fyrir örfáum vikum var enn einu sinni vakin athygli á því að í Bandaríkjunum tíðkast að dæma unglinga til dauða, jafnvel þótt þeir séu þroskaheftir eða geðfatl- aðir. Bandaríkin hafa ekki stað- fest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og viðurkenna ekki sér- stök réttindi barna til 18 ára ald- urs. Þar í landi hefur verið háð löng og ströng barátta gegn villi- mannlegum dauðarefsingum en hún hefur enn ekki borið árangur. Nú síðast eru Bandaríkjamenn að glíma við mál sem hafa verið mik- ið til umræðu undanfarin ár og snerta flóttamenn. Eftir að kvennasamtökum tókst að vekja athygli á öllu því kynferðisofbeldi sem fylgir vopn- uðum átökum, aðdraganda þeirra og ekki síður eftirmála hefur ver- ið reynt að fá kynferðislegt og kynbundið ofbeldi viðurkennt sem ástæðu til að veita fólki (eink- um konum og börnum) réttindi sem flóttamönnum. Mikil umræða átti sér stað um málefnið á vett- vangi Evrópusambandsins sl. haust þegar ríki sambandsins unnu að samræmingu á stefnu sinni í málefnum flóttamanna. Kynbundið ofbeldi fékkst ekki viðurkennt sem lögmæt ástæða til landflótta. Stöndum mannréttindavaktina Þessa dagana er tekist á um mál Rodi Alvarado í Bandaríkjunum. Eftir langa mæðu og hælisleit í Gvatemala tókst henni að komast úr landi á flótta undan ofbeldisfullum eiginmanni sem hafði hundelt hana landshlutanna á milli. Ég ætla að hlífa lesendum við lýsingum á þeim hörmungum sem hún mátti þola en þær fólu m.a. í sér rafmagnspynt- ingar. Lögreglan heima fyrir veitti enga vernd og það var því upp á líf og dauða að komast í burtu. Nú vilja yfirvöld í Bandaríkjunum vísa henni úr landi og heim aftur, eftir að dómstóll kvað upp úr um að umsókn hennar um landvistarleyfi væri ekki byggð á ástæðum sem teknar eru gildar. Bandarísk kvenna- og mannréttindasamtök hafa komið Alvarado til varnar en fregnir herma að lítils stuðnings sé að vænta frá Bush-stjórninni. Þvert á móti hefur verið boðuð hert löggjöf þar sem kynbundið ofbeldi er ekki viðurkennt sem ástæða til að veita landvistarleyfi. Að sögn kvenna- samtaka mun þessi löggjöf bitna hart á þeim konum sem sætt hafa heimilisofbeldi, verið seldar man- sali eða eiga yfir höfði sér heiðurs- morð. Er nema von að spurt sé hvers konar siðferði ríki í heimi hér? Sjaldan hefur verið jafn rík þörf og nú á að standa mannréttindavaktina og sem betur fer gera það margir en betur má ef duga skal. ■ Þakkir til Bubba Kennarar í Fossvogsskóla skrifa: Eiga góð laun skilin“ var yfir-skrift á stuttri frétt í Frétta- blaðinu 15. maí. Þetta var hluti af svari Bubba Morthens þegar hann var spurður álits á launahækkun alþingismanna. Hann sagði líka að kennarar ættu að hafa sömu laun og þingmenn. Bubbi á börn á grunnskólaaldri, þekkir því vænt- anlega störf kennara og veit hvers virði góður kennari er. Við samgleðjumst þeim sem fá góð laun fyrir vinnu sína. Það gleður okkur líka að hinn ágæti listamaður Bubbi Morthens skuli vekja athygli á mikilvægi kenn- arastarfsins. Vonandi leiða orð hans til meiri skilnings á þeirri ábyrgð og álagi sem starfi okkar fylgir svo að kennarar í framtíð- inni megi hljóta sanngjörn laun þótt ekki séu þau ákveðin af kjaradómi. Bubba þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Hann veit hvað hann syngur! ■ Um daginnog veginn KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ■ sagnfræðingur skrifar um mannréttindamál. Fréttir af mannrétt- indavaktinni ■ Bréf til blaðsins 300 þúsund króna spurningin Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Öllum séð fyrir skólavist Fyrir liggur hvaða upphæð sparast fari nemandi úr al- menna skólakerfinu yfir í einkaskóla. Nægir það engan veginn svo einkarekinn skóli standi undir sér. Hver nem- andi í einkaskóla er dýrari en sem nemur sparnaðinum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast ekki átta sig á að skólaskylda er í Reykjavík. Borgin greiðir fastakostnað sem tryggja á jafnræði á gæðum menntunar meðal skóla, því við eigum að sjá öllum nemendum fyrir skólaplássi. Fastakostnaður samfara því á því ekki að reiknast inn í ætlaðan meðalkostnað við hvern nemanda. Komið hafa fram tillögur um hækkun framlaga til einkaskóla eftir að kostnaðarþættir á rekstri skóla voru kannaðir. Samkvæmt þeim geta einkaskólar, með hóflegum skólagjöldum, kom- ist á par við meðalskóla í almenna skólakerfinu. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Mismunun óviðunandi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mismunun nem- enda eftir því hvort þeir ganga í einkarekinn skóla eða borgarrekinn ekki viðunandi. Við teljum Reykjavíkurborg eiga að vera framsýna og taka umræðuna eins og margar þjóðir hafa gert. Ákveða að jafnræðis skuli gæta meðal reykvískra grunnskólanema og að sama upphæð fylgi nemanda hvort sem hann stundar nám í einkareknum eða almennum skóla. Í dag notar Reykjavíkurborg reiknilíkan til að ákvarða rekstrarframlag til handa hverjum skóla og eru menn sammála um að það líkan sé nokkuð sanngjarnt. Hvers vegna ekki að nota það einnig um einkaskólana? Ég skora á menn að fara í opinskáar umræður og svara því hvort tryggt verði að nemandi fái sömu upphæð hvort sem hann kýs Vesturbæjar- eða Ísaksskóla. Framlag borgar til einkarekinna skóla Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Veikbyggður R-listi „Það skýrist með hverri vikunni sem líður, hve veikbyggt þetta samstarf er og hve forystuleysið í málefnum Reykjavíkurborgar eykst. Það dugar ekki til að breiða yfir vandræðaganginn með því að reka okkur sjálfstæð- ismenn úr ræðustól á fundi borg- arstjórnar.“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS. Trúnaðarmál í fréttir „Menn göntuðust með að ekkert hafi mátt ræða á stjórnarfundum í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks án þess að það hafi birst í blöðum dag- inn eftir. Nema málið væri merkt „trúnaðarmál,“ þá var það kom- ið í hádegisfréttirnar sama dag.“ ANNA SIGRÚN BALDURSDÓTTIR Á VEFNUM KREML.IS. Stöðugleiki umfram allt Vilhjálmur Sigurðsson skrifar: Bæjaryfirvöld í Hveragerðivirða stöðugleikann umfram annað. Greinilegt er að hann er virtur með því að gera lítið og helst ekki neitt. Sýnd voru allgóð tilþrif þegar farið var að byggja hér hús í verulegum mæli og fólk að kaupa og leigja sér húsnæði. Í framhaldinu fór fólk að flytja hingað. Það sjá auðvitað allir að þetta ógnaði stöðugleikanum svo ekki varð við unað. Gekk þá fé- lagsfræðingur bæjarins fram fyr- ir skjöldu og lýsti bæjarbragnum í Hveragerði við fjölmiðla af mik- illi „smekkvísi“ – eða hitt þó held- ur. Afleiðingin varð að um tíma seldist varla nokkurt hús. Af þessu má sjá að stöðugleik- inn verður að vera fyrir hendi ef hægt á að hafa allt í röð og reglu og sofa svefni hinna réttlátu. ■ ■ Er nema von að spurt sé hvers konar siðferði ríki í heimi hér? Sjaldan hefur verið jafn rík þörf og nú á að standa mann- réttindavaktina. UMRÆÐA ER MEÐAL BORGARFULLTRÚA UM HVORT BORGA EIGI JAFN MIKIÐ MEÐ NEMENDUM Í EINKAREKNUM SKÓLUM OG ALMENNUM SKÓLUM. ■ Til að forðast fordóma þurfa menn hins veg- ar að leggja sig svolítið fram – aðallega með því að hugsa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.