Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KÆRA Fyrsta eineltismálið FÓTBOLTI Ávísun á gott Íslandsmót MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 – 115. tölublað – 3. árgangur bls. 14bls. 2 PERSÓNAN Keypti olíufélag bls. 31 TÓNLEIKAR Kammerkór Reykjavíkur er einn af yngri kórum landsins. Fyrstu tónleikar hans fara fram í Laugarneskirkju í kvöld og hefjast klukkan 20. Meðal annars verða flutt lög eftir Hjálmar H. Ragnars- son, Hallgrím Helgason og Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Bjarni Jóna- tansson leikur á píanó og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á þverflautu. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason. Fyrstu tónleikarnir STJÓRNMÁL Þingflokkar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks koma til fundar um samkomulag sem for- menn flokkanna hafa komist að um áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starf. Ekki er búist við öðru en að þingflokkarnir samþykki það sem formennirnir leggja fyrir þá. Stjórnarsáttmáli samþykktur LEIKHÚS Nemendaleikhúsið sýnir verkið Tvö hús eftir Federico Garcia Lorca. Um er að ræða út- skriftarsýningu Leiklistardeildar Listaháskólans og er verkið í leik- stjórn Kjartans Ragnarssonar. Sýn- ingin hefst klukkan 20. Útskriftarsýning STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 7 til 14 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Léttskýjað 8 Akureyri 3-8 Léttskýjað 10 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 11 Vestmannaeyjar 3-5 Bjartviðri 10 ➜ ➜ ➜ + + STJÓRNARMYNDUN Davíð Oddsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir breytingum á sínum póli- tísku högum á kjörtímabilinu. Að- spurður vill hann hins vegar ekki svara því hvort hann hyggist hætta í stjórnmálum. „Ég skal ekki segja hvort ég hætti í stjórn- málum eða hvort ég verð í framboði eftir fjögur ár, það veit Guð einn,“ sagði Davíð við blaðamenn eftir að hafa fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, á Bessastöðum í há- deginu í gær. „En það verða ör- ugglega pólitískar breytingar á mínum högum á kjörtímabilinu.“ Fundur Davíðs og Ólafs Ragn- ars stóð í um einn og hálfan tíma. Að fundinum loknum sagðist Dav- íð hafa gert forsetanum grein fyr- ir stöðu mála í stjórnarmyndunar- viðræðunum. Hann sagðist einnig hafa gert Ólafi Ragnari grein fyr- ir innihaldi stjórnarsáttmálans í öllum meginatriðum, sem og þeim breytingum sem kynnu að vera uppi. Aðspurður hverjar breytingarnar kynnu að verða sagðist hann ekki vilja fara ná- kvæmlega út í það. Fyrst yrði að kynna stjórnarsáttmálann fyrir þingmönnum flokkanna, en það verður gert á þingflokksfundum þeirra í dag. Davíð sagði að búið væri að ákveða hvernig flokkarnir skiptu ráðuneytunum á milli sín og að þar gæti ýmislegt komið á óvart. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hverjir kæmu til með að gegna ráðherraembætt- unum. Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar yrði það ákveðið eftir flokksráðsfund, sem hefst klukkan 18 á morgun. Ríkisráðsfundur verður hald- inn á föstudaginn klukkan 11, en þá kemur fráfarandi ríkisstjórn saman. Ný ríkisstjórn mun síðan koma saman klukkan 13.30. Dav- íð sagði að ákveðið hefði verið að Alþingi kæmi saman til starfa á mánudaginn. trausti@frettabladid.is Boðar breytingar á pólitískum högum Davíð Oddsson forsætisráðherra hitti forseta Íslands á Bessastöðum. Ný ríkisstjórn kemur saman á föstudaginn. Flokkarnir eru búnir að skipta ráðuneytunum. Alþingi tekur til starfa á mánudaginn. NOREGUR, AP Sjálfsmynd hollenska listmálarans Vincent Van Gogh sem hangir uppi í norska lista- safninu í Osló er kannski fölsuð en það tekur ekki brosið af forráða- mönnum safnsins. Myndin, sem er ein af fáum sjálfsmyndum sem málarinn teikn- aði eftir að hann skar af sér annað eyrað, hefur vakið mikla athygli og eru gestir safnsins orðnir langtum fleiri en vonast var eftir. Merkileg- asta mynd safnsins, Ópið eftir Munch, sem hefur gegnum tíðina verið það verk sem flestir koma að sjá, hefur fallið í skuggann. Ástæður vinsældanna má rekja til mikilla vangaveltna um hvort verkið sé ekta. Norski listfræð- ingurinn Johannes Roed hélt því fram eftir rannsókn að um fölsun væri að ræða. Listasafnið er nú að rannsaka málið á eigin spýtur en á meðan mun sjálfsmyndin prýða veggi safnsins. „Það vilja allir sjá verkið,“ sagði Frode Haver- kamp safnvörður. „Ef þeir sjá hin verkin í leiðinni þá er það frábært.“ ■ Metaðsókn að norsku listasafni: Falskur Van Gogh trekkir að LISTASAFN Viðtökur við verki Van Gogh hafa verið frábærar. AFMÆLI bls. 16 20 ára bið ÍÞRÓTTIR bls. 30 Fylkir eða KR? Manni bjargað: Lenti í sjálfheldu BJÖRGUN Karlmaður á fertugsaldri komst í hann krappan í gær eftir að hafa lent í sjálfheldu á fjallinu Stóra-Meitli sem er gegnt Skíða- skálanum í Hveradölum. Maðurinn var á klettasyllu í fjallinu og gat sig lítið hreyft án þess að lenda í hættu að falla fram af. Óskaði hann sjálfur eftir að- stoð og var Hjálparsveit skáta í Hveragerði kölluð út klukkan 14.30. Var manninum hjálpað að komast niður og að sögn björgun- arsveitarmanna sakaði hann ekki við þessar hrakfarir. ■ UNNIÐ AÐ BÆJARHLIÐI Áætlað er að nýtt bæjarhlið Seltirninga verði tilbúið í lok mánaðarins. Bæjarmörk: Nýtt bæjar- hlið rís SELTJARNARNES Nýtt bæjarhlið Seltirninga er óðum að taka á sig mynd. „Þetta er steingarður sem markar bæjarmörk Reykjavíkur og Seltjarnarness,“ segir Jón- mundur Guðmarsson bæjarstjóri. Að sögn Jónmundar hafa fram- kvæmdirnar staðið yfir í um það bil mánuð og er áætlað að þeim ljúki í lok mánaðarins. Hliðið verður hið myndarleg- asta, mannhæðarhátt og upplýst frá öllum hliðum. „Þetta ber vitni um stórhug okkar Seltirn- inga,“ segir Jónmundur, „og vilja til að vera sjálfstæðir um ókomna tíð.“ ■ FORSETI ÍSLANDS OG FORSÆTISRÁÐHERRANN HITTUST Á BESSASTÖÐUM Davíð Oddsson forsætisráðherra hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í hádeginu í gær. Þar gerði Davíð forsetanum grein fyrir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Það verða örugglega pólitískar breytingar á mínum hög- um á kjör- tímabilinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.