Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 4
4 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR
■ Akureyri
Hvernig líst þér á áframhaldandi
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig verð þú sumarfríinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
8,3%
11,1%
Frekar illa
28,7%
Hlutlaus
14,3%Frekar vel
37,5%Mjög vel
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Endurbygging Íraks kostnaðarsöm:
Peningar af skornum
skammti
SVISS, AP Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin hefur engan veginn það fjár-
magn sem til þarf til að koma lág-
marksþjónustu á aftur í Írak. Þar
er átt við stuðning við spítala
landsins sem geta ekki greitt
starfsfólki laun né keypt áríðandi
sjúkragögn og lyf. Einnig er um
að ræða fjárstuðning til að koma
sorphirðumálum í gott lag en þar
vantar mikið upp á.
Skemmdir sem urðu á orku-
veitum í landinu í stríðsátökum
hafa leitt til þess að rafmagn fer
af annars lagið, sem aftur veldur
því að vatnsveitur hætta að dæla
fersku vatni og skólp og drulla
safnast fyrir í lögnum. Það aftur
getur valdið því að drykkjarvatn
spillist.
„Við áttum von á því að ástand-
ið yrði miklu verra,“ sagði Khalid
Shibib, erindreki heilbrigðisstofn-
unarinnar í Írak. Samt er ljóst að
það vantar 170 milljón dollara til
að koma þessum málum í gott
horf. Starfsmenn Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar ganga nú
bónveg á milli velmegandi þjóða
heims og fara fram á aðstoð. ■
Sekur um trúgirni
en ekki misferli
Hrafnkell A. Jónsson, fráfarandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs
Austurlands, mun gera sjóðfélögum grein fyrir málum á ársfundi
sjóðsins í næstu viku. Hann ætlar að hreinsa mannorð sitt.
LÍFEYRIR „Mínar ástæður fyrir að
hætta eru þær að þótt ég telji að
ég búi yfir þekkingu sem hefði
gagnast sjóðnum er mér er ekki
sætt undir slíkum opinberum
ásökunum,“ segir Hrafnkell A.
Jónsson, stjórnarformaður Líf-
eyrissjóðs Aust-
urlands, sem
láta mun af
s t j ó r n a r f o r -
mennsku á árs-
fundi sjóðsins á
m á n u d a g i n n .
Allir stjórnar-
menn sjóðsins
munu þá hætta í
kjölfar mikillar gagnrýni vegna
stórtaps. Fjórir sjóðfélagar
kærðu stjórnarmennina og fyrr-
um framkvæmdastjóra til ríkis-
saksóknara fyrir meint lögbrot
við stjórn sjóðsins. Hrafnkell seg-
ir ekkert hafa við það að athuga
að sjóðfélagar leiti réttar síns. En
hann segist ekki hafa séð kæruna
og hann viti ekki hverjir standi að
baki henni.
„Ég tel þá aðferð að senda fjöl-
miðlum kæruna vera með fá-
dæmum lúaleg vinnubrögð,“ seg-
ir Hrafnkell.
Hrafnkell segir að stjórnar-
menn muni sitja uppi með ákveð-
inn stimpil hver sem niðurstaða
rannsóknarinnar verði. „Með því
að koma kærunni í fjölmiðla hafa
kærendur sett blett á mannorð
okkar,“ segir hann.
„Ég er kannski sekur um trú-
girni en ég er ekki sekur um vís-
vitandi misferli. Ég mun leggja
mig allan fram um að hreinsa
þann blett af mér. Þetta er þung-
ur baggi að bera eftir 25 ára starf
í verkalýðshreyfingunni,“ segir
Hrafnkell.
Hrafnkell segist vonast til að
ný stjórn muni ekki rifta sam-
starfinu við Kaupþing, sem ann-
ast hefur vörslu sjóðsins.
„Það yrði aðeins eitt áfallið
enn. Mitt mat er að Kaupþing
hafi staðið sig vel og ekki við
stjórnendur þar að sakast í neinu.
Megintapið er vegna þess að
menn voru með áhættusama fjár-
festingarstefnu sem miklu skil-
aði á meðan allt lék í lyndi. Að
sama skapi varð skellurinn mikill
þegar syrti í álinn á mörkuðum,“
segir Hrafnkell og bendir á að
þrátt fyrir allt sé sjóðurinn með
2,73 prósent ávöxtun ef litið er til
síðustu 10 ára.
„Þetta er ekkert til fyrirmynd-
ar en sönnun þess að sjóðfélagar
hafa ekki tapað iðgjöldum sínum.
Sjóðurinn á bjarta framtíð í nú-
verandi stöðu og engin ástæða til
breytinga,“ segir Hrafnkell.
rt@frettabladid.is
FORSETI ÍRANS
Engir al Kaída-meðlimir í landinu.
Skammt stórra högga á
milli:
Bandaríkin
ásaka Írani
ÍRAN, AP Yfirvöld í Íran harðneita
ásökunum þess efnis að þau skjóti
skjólshúsi yfir grunaða hryðju-
verkamenn al Kaída. Bandaríkja-
menn hafa leitt að því líkum að
forsprakkar sprenginganna í
Riyadh hafi stýrt aðgerðum frá
Íran.
„Við vitum að háttsettur með-
limur al Kaída er í Íran,“ sagði
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, en gaf ekki
frekari útskýringar. Grunur hefur
leikið á að fjórir meðlimir hafi að-
setur í landinu, þar á meðal sonur
Osama Bin Laden, Saad Bin Laden.
Talsmaður Íransstjórnar leiddi
að því getum að Bandaríkjamenn
væru að fiska og dreifa athyglinni
frá misheppnuðum tilraunum sín-
um til að hindra hryðjuverk með
því að ásaka aðrar þjóðir. ■
300 KRÓNUR Á TÍMANN Laun
unglinga í sumarvinnu hjá Akur-
eyrarbæ hafa verið hækkuð um
þrjú prósent frá í fyrra. Krakkar
sem eru 14 ára fá 302 krónur á
tímann og 15 ára fá 346 krónur.
INNBROTSÞJÓFAR HANDTEKNIR
Tveir menn voru handteknir í
Reykjavík í fyrrinótt grunaðir
um að hafa brotist inn í húsnæði
við Sævarhöfða. Ekki var ljóst í
gær hvort einhverju hafi verið
stolið í innbrotinu.
NAGLABYSSA Í HÖFUÐIÐ Nagla-
byssa féll á höfuð manns í fyrra-
dag þegar hann var við vinnu í ný-
byggingu í Vogum. Maðurinn var
sendur til skoðunar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og leiddi skoð-
un í ljós að hann væri ekki alvar-
lega slasaður. Þá fékk lögreglan í
Keflavík tilkynningu um að brot-
ist hefði verið inn í golfskálann í
Sandgerði. Fimm nýjum Rawling-
golfkylfum var stolið.
VÖKNUÐU VIÐ HVELL Íbúar við
götu í austurborg Reykjavíkur
vöknuðu við mikinn hvell í fyrri-
nótt. Þegar farið var að kanna or-
sakir hávaðans kom í ljós að
keyrt hafði verið utan í nokkra
bíla í hverfinu og þurfti kranabíl
til að fjarlægja tvo bíla.
Ögmundur Jónasson um
nýja ríkisstjórn:
Þreytulegt
par
STJÓRNARMYNDUN „Ég neita því
ekki að mér finnst þetta ósköp
þreytulegt par, framsókn og íhald,
eftir að búið er að taka þau niður
af flettiskiltunum, farðinn er far-
inn af andlitunum, brosin horfin
og auglýsingaglamrið þagnað,“
segir Ögmundur Jónasson, þing-
maður Vinstri grænna, um vænt-
anlegt áframhald á núverandi rík-
isstjórnarsamstarfi. „Þjóðarinnar
vegna vona ég að ríkisstjórninni
muni takast betur upp við lands-
stjórnina en á síðasta kjörtíma-
bili.“
Ögmundur segir þessa niður-
stöðu alltaf hafa verið fyrirsjáan-
lega í sínum huga, að því gefnu að
meirihlutinn héldi velli. „Fram-
sókn meinti aldrei neitt með því
að ætla að líta til annarra átta eft-
ir kosningar,“ segir Ögmundur.
„Framsókn stendur til hægri og
horfir til hægri.“ ■
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
Hefði fremur kosið stjórn Samfylkingar,
Framsóknarflokks og Frjálslyndra.
Varaformaður
Frjálslyndra:
Vonbrigði
fyrir þjóðina
STJÓRNARMYNDUN „Þetta hljóta að
vera vonbrigði fyrir þjóðina,“
segir Magnús Þór Hafsteinsson,
varaformaður Frjálslynda flokks-
ins, um ríkisstjórnarmyndun.
„Þessir flokkar ætla ekki að
hlusta á vilja hennar. Þeir ætla
bara að setja hausinn undir sig og
halda áfram. Ég er ekki viss um
að þeim muni takast það áfalla-
laust. Þjóðin gaf þeim báðum gult
spjald í kosningunum.“
Magnús segist fremur hafa
kosið stjórn Samfylkingar, Fram-
sóknarflokks og Frjálslyndra. „Ég
held að það hefði getað orðið ágæt
stjórn og vinsæl,“ segir hann. ■
STJÓRNARMYNDUN Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, segist ekki búast
við miklum breytingum í lands-
stjórninni með áframhaldandi rík-
isstjórnarsamstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
„Mér líst náttúrlega ekki vel á
þetta,“ segir Ingibjörg Sólrún.
„Þetta er ekki spennandi stjórn.“
Ingibjörg Sólrún segir það ekki
hafa komið sér á óvart hversu
stuttan tíma það hafi tekið flokk-
ana að mynda nýja stjórn.
„Maður hafði það sterklega á
tilfinningunni að þeir væru búnir
að splæsa sig saman fyrir kosn-
ingarnar, þó Halldór hafi tekið
smá hliðarskref á lokasprettinum.
Ég held því miður að það hafi ver-
ið meira taktískt hjá honum.“
Ingibjörg Sólrún segir að ef
stjórnarflokkarnir ákveði ekki að
endurskoða fiskveiðistjórnunar-
kerfið með einhverjum hætti séu
þeir að fara illa að ráði sínu. Þjóð-
in hafi sent skýr skilaboð um að
hún vildi breytingar á því. ■
VANTAR LYF OG SJÚKRAGÖGN
Spítalar eiga ekki nauðsynjar og starfsfólk fær ekki greitt.
ESKIFJÖRÐUR
Málefni Lífeyrissjóðs Austurlands hefur borið hátt að undanförnu. Stórtap sjóðsins hefur
orðið til þess að stjórnin hættir öll.
„Þetta er
þungur baggi
að bera eftir
25 ára starf í
verkalýðs-
hreyfingunni.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Ingibjörg Sólrún segir það ekki hafa komið
sér á óvart hversu stuttan tíma það hafi
tekið flokkana að mynda nýja stjórn.
■ Lögreglufréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Mjög illa
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur líst ekki vel á stjórnina:
Ekki spennandi stjórn
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Er engu hrifnari af nýrri ríkisstjórn
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en eldri
stjórnum þeirra flokka.