Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6
HLUTABRÉF Fjögur fyrirtæki á að- allista Kauphallar Íslands verða afskráð úr Kauphöllinni á næst- unni. Félögin fylgja í fótspor margra annarra félaga sem tekin hafa verið af opnum markaði. Stærsta félagið sem er að hverfa úr kauphöllinni er Baugur, sem er að markaðsvirði um 26 milljarðar króna. Hópur í kringum Bónusfeðga sem á félagið Mundil hefur eignast ríflega 60% í Baugi. Þar sem Mundill á yfir helming í Baugi er Mundli skylt að gera öðrum hluthöfum tilboð um yfir- töku á hlutabréfum þeirra. For- svarsmenn Mundils segja aðild- ina að Kauphöllinni vera starf- semi Baugs fjötur um fót, meðal annars vegna krafna um upplýs- ingaskyldu og tíð uppgjör. Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) eru einnig á leið úr Kauphöllinni eftir að hópur í kringum Stefán Friðfinnsson forstjóra keypti tæp- lega 40% hlut ríkisins í félaginu. Eign hópsins er komin yfir 50% og hefur öðrum hluthöfum verið gert tilboð um að yfirtaka hlutabréf þeirra. Markaðsvirði ÍAV er nú tæpir 5,2 milljarða króna. Þriðja félagið sem boðað hefur verið að hverfi úr Kauphöllinni er Olíuverzlun Íslands (Olís). Mark- aðsvirði þess er 6,7 milljarðar króna. Þar hafa Einar Benedikts- son forstjóri og samstarfsmenn hans náð meirihluta. Einar hefur sagt að afskráning félagsins teng- ist ekki síður þeirri staðreynd að lítill hreyfanleiki hafi verið á hlutabréfum félagsins eins og eigi við um fleiri félög í Kauphöllinni. Yfirtökutilboð hefur einnig borist í Ker hf., sem áður hét Olíufélagið og á Esso auk þess að hafa átt stóran hlut í Olís. Markaðsvirði Kers er rúmir 12 milljarðar króna. Frá því Kauphöllin var sett á fót fyrir rúmum áratug hafa 35 félög verið afskráð, oft vegna sameiningar við önnur fyrir- tæki sem áfram eru skráð í Kauphöllinni, en mörg félög hafa verið afskráð eftir að einn aðili hefur eignast meirihluta hlutabréfa eins og í áðurnefnd- um tilvikum. Nokkur nýjustu dæmin um þetta eru Keflavíkur- verktakar, Húsasmiðjan, Frum- herji og Íslenska járnblendi- félagið. gar@frettabladid.is 6 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR AFSKRÁNINGAR ÚR KAUP- HÖLL ÍSLANDS FRÁ UPPHAFI Fjárfestingarfélag Íslands, Hlutabr.sjóður VÍB, Jökull, Íslenskar sjávarafurðir, Krossanes, Íslandsbanki, Fjárfestingar- banki atvinnulífs, Hlutabréfasjóðurinn Ís- haf, Hlutabréfasjóður Norðurlands, Sam- vinnusjóður Íslands, Sjávarútvegssjóður Íslands, Fóðurblandan, Básafell, Hans Petersen, Frjálsi fjárfestingarbankinn, Al- menni hlutabréfasjóðurinn, Skinnaiðnað- ur, Héðinn, Vaxtarsjóðurinn, Samvinnu- ferðir Landsýn, Kaupfélag Eyfirðinga, Keflavíkurverktakar, Loðnuvinnslan, Út- gerðarfélag Akureyringa, Talenta Há- tækni, Skagstrendingur, Húsasmiðjan, Delta, Þróunarfélag Íslands, Auðlind, Haraldur Böðvarsson, Hlutabréfasjóður Íslands, Frumherji, Íslenska járnblendifé- lagið, SR-Mjöl. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.68 0,66% Sterlingspund 120.27 0,39% Dönsk króna 11.56 0,26% Evra 85.80 0,22% Gengisvístala krónu 120,86 0,79% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 284 Velta 9.934 milljónir ICEX-15 1.431 0,66% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 1.575.224.558 Kaupþing banki hf. 504.302.985 Pharmaco hf. 443.987.959 Mesta hækkun Hampiðjan hf. 4,44% Nýherji hf. 3,95% Kögun hf. 3,09% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin hf. -2,80% Sæplast hf. -1,30% Íslandssími hf. -1,24% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8530,8 0,4% Nasdaq*: 1498,8 0,4% FTSE: 3971,6 0,8% DAX: 2861,2 0,4% NIKKEI: 8059,5 0,3% S&P*: 921,8 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Fimm stjórnendur Olís, þar á meðalforstjórinn, hafa keypt rúmlega 70 % hlut í fyrirtækinu. Hvað heitir forstjóri fyrirtækisins? 2Smáríki í Asíu, sem var í 24 ár undirjárnhæl indónesískra stjórnvalda, fagnar um þessar mundir eins árs lýðræð- isafmæli. Hvað heitir landið? 3Skáldsagan Augun þín sáu mig hefurverið seld til forlags í Finnlandi. Hver er höfundur bókarinnar? Svörin eru á bls. 30 SUÐUR-KÓREA, AP Embættismenn frá Norður-Kóreu vara nágranna sína í suðri við „hræðilegu slysi“ ef þeir voga sér að setja út á kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu- manna í viðræðum þjóðanna. Þjóðirnar tvær eiga í viðræð- um um efnahagsmál innan Kóreu og kom þessi yfirlýsing eftir fund forseta Suður-Kóreu, Roh Moo- hyun, við forseta Bandaríkjanna, George Bush. Þar kom fram að hvorugur forsetanna gæti liðið kjarnorkuuppbyggingu Norður- Kóreumanna. Bandaríkjastjórn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að frek- ari aðgerðir gætu orðið nauðsyn ef Norður-Kóreumenn halda áfram tilraunum sínum með kjarnorku. Fundur Kóreuríkjanna hefur það markmið að ræða málefni sem snerta báðar þjóðir, s.s. járn- brautir og vegi sem liggja yfir landamærin. Ástandið hefur verið erfitt síð- an Norður-Kóreumenn viður- kenndu í október að kjarnorku- áætlun þeirra væri í fullum gangi þrátt fyrir alþjóðlega samninga um annað. ■ MÓTMÆLI Í SUÐUR-KÓREU Margir íbúar Suður-Kóreu hafa gagnrýnt afstöðu stjórnvalda til Norður-Kóreu harkalega. Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna: Vara Suður-Kóreumenn við íhlutun SLOBODAN MILOSEVIC Saksóknarar óskuðu eftir 200 dögum í við- bót til þess að leggja fram sönnunargögn til stuðnings þeim 66 ákærum sem gefnar hafa verið út á hendur Milosevic. Réttarhöld framlengd: Fá 100 daga í viðbót HAAG, AP Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur sam- þykkt að veita saksóknurum 100 daga í viðbót til þess að sækja mál sitt gegn Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu. Í ljósi þessarar ákvörðunar er dómsupp- kvaðningar ekki að vænta fyrr en seint árið 2005. Milosevic, sem sér sjálfur um að halda uppi vörnum í málinu, hefur misst úr 54 daga síðan rétt- arhöldin hófust vegna veikinda. Gert hafði verið ráð fyrir því að saksóknarar lykju máli sínu 16. maí síðastliðinn en þeir fóru fram á að fá 200 daga í viðbót til að leggja fram sönnunargögn og yf- irheyra vitni. ■ TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Ökutækjatryggingar skiluðu tæpum 37 milljónum króna í hagnað, samanborið við 10 milljónir á sama tíma í fyrra. Tryggingamiðstöðin: Aukinn hagnaður VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin var rekin með um 160 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn rúmum 113 milljón- um. Í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu kemur fram að hagnaður af vátryggingarekstri hafi verið um 120 milljónir. Þar af skiluðu lögboðnar ökutækjatryggingar fyrirtækinu tæpum 37 milljónum, samanborið við 10 milljónir á sama tíma í fyrra. Að mati stjórnenda Trygginga- miðstöðvarinnar var afkoman við- unandi og í samræmi við vænting- ar. Arðsemi eigin fjár var 3,47% á tímabilinu, eða nálægt 14% á árs- grundvelli. ■ HESTAR Stefnt er að því að bjóða upp á nám í söðlasmíði við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Býður upp á söðlasmíði SKÓLAR Fjölbrautaskóli Suður- lands stefnir að því að bjóða upp á nám í söðlasmíði næsta haust. Að sögn Þórarins Ingólfssonar að- stoðarskólameistara eru nokkur ár síðan söðlasmíði var síðast í boði við skólann. Skráningar hefj- ast í næstu viku og í framhaldi af því kemur í ljós hvort nægur fjöldi nemenda fæst til þess að hægt verði að bjóða upp á námið. Að sögn Þórarins vilja hesta- menn handgerða söðla. „Það hefur hver sinn stíl og séreinkenni,“ segir hann. ■ Leitað að manni: Lá við vegkant LEIT Óttast var á laugardagskvöld um afdrif Bandaríkjamanns af Keflavíkurflugvelli sem var einn á jeppaferðalagi um hálendið. Hafði hann látið kunningja sinn vita af sér símleiðis og skýrt honum frá því að bíllinn hans væri fastur á fjallvegi í nágrenni Heklu. Nánari lýsing lá ekki fyrir og ekkert símasamband náðist við manninn, sem sagðist vera á göngu, blautur og kaldur. Björgunarsveitir á Hellu og Hvols- velli fóru til leitar. Fannst maðurinn undir morgun í svefnpoka við veg- kant einn kílómetra frá bílnum. Hann var vel á sig kominn en nokk- ur sárfættur eftir gönguna. ■ 55 erlend fiskiskip að veiðum: Dræm veiði á Reykjaneshrygg SJÁVARÚTVEGUR Landhelgisgæslan kannaði ástandið á veiðum á Reykjaneshrygg í gær. Í ljós kom að fimmtíu og fimm erlend fiski- skip voru að veiðum við lögsögu- mörkin. Eitt erlent olíuskip var einnig á svæðinu. Þá voru fjögur íslensk úthafskarfaveiðiskip að veiðum rétt innan við lögsögu- mörkin. Þrettán erlendu veiðiskipanna eru frá ríkjum sem eru ekki aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndinni (NEAFC) og eru þar af leiðandi að veiða utan kvóta. Þar af eru fimm skip frá Litháen, eitt frá Lettlandi, fimm frá Dóminíska lýðveldinu og tvö frá Belís. Samkvæmt upplýsing- um frá Landhelgisgæslunni er dræm veiði á svæðinu. Fiskveiðinefndin NEAFC hefur úthlutað utansamningsþjóðum 1.200 tonna úthafskarfakvóta ár- lega en í fyrra fóru þau langt fram yfir þau mörk og er talið að þau hafi veitt alls 30.000 tonn. Ís- lendingar hafa heimild til að veiða alls 55 þúsund tonn af úthafskarfa á stjórnunarsvæði Fiskveiði- nefndarinnar. ■ NEAFC-SVÆÐIÐ NEAFC-svæðið er sýnt blálitað. Árlega er utansamningsþjóðum úthlutað 1.200 tonna úthafskarfakvóta en í fyrra fóru þau langt fram yfir þau mörk. Kort: Landhelgis- gæslan. Flóttinn úr Kauphöllinni Fjögur fyrirtæki að samtals markaðsverðmæti nærri 52 milljarðar króna hætta að vera almenningshlutafélög innan tíðar. Þau fylgja í spor margra annarra fyrirtækja sem skráð hafa verið úr Kauphöll Íslands. KAUPHÖLLIN Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur verið yfirtekið af þeim sem ráða meirihluta hlutabréfa og skráð úr Kauphöll Íslands. ■ Frá því Kaup- höllin var sett á fót hafa 35 fé- lög verið af- skráð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.