Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Einar Benediktsson. Austur-Tímor. Sjón. Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð BÆJARHLIÐ Í MÓTUN Nýtt bæjarhlið Seltirninga er óðum að taka á sig mynd. Þessa dagana vinna steinsmið- ir hörðum höndum að því að snyrta til bríkur og kanta á neðri hluta þess áður en lagt verður í toppstykkið. Hliðið verður hið myndarlegasta, mannhæðarhátt og upplýst frá öllum hliðum. Mun það setja afar skemmtilegan svip á strandlengjuna og fegra umhverfið til muna. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að hvalurinn Keikó er í Noregi, storkurinn Styrmir á leið til Svíþjóðar og Bryndís Schram enn í Finnlandi. FYRIRTÆKJAKAUP Gísli Baldur Garð- arsson hæstaréttarlögmaður rek- ur lögmannsstofu sína ásamt öðr- um við Austurvöll í Reykjavík og unir hag sínum vel. Hann lét þó verða af því á dögunum að kaupa meirihlutann í Olís ásamt for- stjóra fyrirtækisins og nokkrum stjórnendum þess. Gísli Baldur hefur verið í stjórn Olís frá árinu 1990 og stjórnarformaður frá 1993. Hann er 52 ára og hefur starfað sem lögmaður í rúman aldarfjórðung. „Ég ætla að halda því áfram. Lögmennskan er mitt starf en verið getur að stjórnarfor- mennskan í Olís verði ef til vill tímafrekari nú en áður þó ég viti það ekki,“ segir Gísli Baldur, sem er ánægður með kaupin á olíufé- laginu en þau bar brátt að þó menn hafi lengi gælt við hug- myndina. „Annars er ég margra barna faðir og afi og reyni að sinna fjölskyldunni eins mikið og ég get. Þess utan er ég áhugamað- ur um bæði stangveiði og skot- veiði og stunda veiðar mér til ánægju,“ segir hann. Á námsárum sínum í Háskólan- um starfaði Gísli Baldur sem þul- ur við Ríkissjónvarpið og varð þá heimilisvinur allra landsmanna. Samhliða þularstöfunum vann hann sem blaðamaður á Morgun- blaðinu og er ekki alveg laus við þá bakteríu: „Ég skrifa stundum hjá mér ýmislegt sem mér finnst merkilegt en varla er orð á því hafandi. Á sínum tíma var ég í þessu til að hafa í mig og á,“ segir Gísli Baldur Garðarsson. ■ GÍSLI BALDUR GARÐASSON Varð heimilisvinur allra lands- manna á námsárunum sínum þegar hann var þulur í Ríkissjón- varpinu. Nú er hann búinn að kaupa olíufélag. Lögmaðurinn í Olís Persónan GÍSLI BALDUR GARÐARSSON ■ hæstaréttarlögmaður og stjórnarfor- maður Olís hefur keypt meirihluta í fyrir- tækinu ásamt forstjóra þess og nokkrum stjórnendum. Hann ætlar þó að halda áfram í lögmennskunni eftir sem áður. Segir það sitt starf. Við Hverfisgötu 21 stendurvirðulegt steinhús, hvítmálað með rauðu þaki. Hús þetta lét Jón Magnússon, síðar forsætisráð- herra, reisa árið 1912. Þegar Kristján X Danakonungur kom í opinbera heimsókn til Íslands árið 1926 var honum og konu hans fenginn bústaður í húsinu. Áður hafði tíðkast að hýsa erlenda þjóð- höfðingja í Menntaskólanum en það þótti ekki við hæfi við þetta tækifæri. Ekki voru þó allir sáttir við það að konungshjónunum skyldi boðið að gista á heimili for- sætisráðherrans. Í grein sem birt- ist í Tímanum kom fram tillaga um að reisa sérstakt hús fyrir konung á Íslandi. Olli tillagan töluverðu fjaðrafoki og aldrei varð af byggingu konungsgarðs hér á landi. Árið 1940 eignaðist Hið ís- lenska prentarafélag húsið. Félag bókagerðarmanna hefur nú aðset- ur í húsinu. Albert E. Goldstein, Miami, Flórída, lést 18. maí. Áslaug Svala Ingimundardóttir, Heiðar- gerði 29, lést 18. maí. Halldór G. Steinsson, Austurbrún 2, Reykjavík, lést 18. maí. Njörður H. Snæhólm, fyrrverandi yfir- rannsóknarlögregluþjónn, lést 18. maí. Jóhanna Katrín Pálsdóttir, Hólabraut 3, lést 17. maí. Hilmar Gylfi Guðjónsson, Hlíðarhjalla 6, Kópavogi, lést 16. maí. Sigríður Ingvarsdóttir, Brekkulæk 1, Reykjavík, lést 16. maí. Vilborg Þórisdóttir frá Flögu í Þistilfirði lést 16. maí. Þrúður Guðrún Óskarsdóttir, Krumma- hólum 10, Reykjavík, er látin. Pétur Aðalsteinsson frá Stóru Borg lést 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Andlát■ Húsið Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins* og prentað í 92.000 eintökum.** *samkv Fjölmiðlakönnun Samtaka íslenskra auglýsingastofa, Samtaka auglýsenda og fjölmiðlanna. **Fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Auglýsendur athugið: Dreift með Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins, í 92.000 eintökum. Hafið samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7584 eða 515 7500 fyrir 2. júní eða með tölvupósti: petrina@frettabladid.is. Fylgir Fréttablaðinu 4. júní. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast innanlands í sumar. Gisting, matur, afþreying, fróðleikur og skemmtun um land allt. Ferðir innanlands 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.